Fara í efni

Félagsheimilið Héðinsminni - rekstraraðili

20.07.2022
Félagsheimilið Héðinsminni

Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum um aðila sem vill taka að sér rekstur félagsheimilisins Héðinsminnis.

Óskað er eftir upplýsingum um bakgrunn og reynslu umsækjenda, sem og hugmyndum um hvernig umsækjandi hyggst nýta húsið, til eflingar ferðamennsku, menningar- og félagslífi í Skagafirði.

Félagsheimilið Héðinsminni er staðsett í Akrahreppi í Skagafirði og er byggt árið 1919 og síðar stækkað árið 1989. Húsið er 386,3 m2 að gólffleti á einni hæð. Í húsinu er samkomusalur með aðstöðu fyrir 120 gesti. Undanfarin ár hefur húsið verið leigt út fyrir markaði og félagsstarf, auk þess sem þar hafa farið fram veislur, dansleikir, þorrablót og aðrir mannfögnuðir.

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2022.

Umsóknum skal skila í Ráðhúsið á Sauðárkróki til Sigfúsar Ólafs Guðmundssonar verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum eða á netfangið sigfusolafur@skagafjordur.is.