Fara í efni

Fréttir

Skemmtiferðaskipakomur á Sauðárkrók hefjast í næstu viku

08.07.2022
Fréttir
Nú styttist í komu fyrsta skemmtiferðaskipsins í Sauðárkrókshöfn en von er á fyrsta skipinu á fimmtudaginn í næstu viku, þann 14. júlí. Alls eru fjórar skipakomur bókaðar í sumar, tvær í júlí og tvær í ágúst.  Fyrsta skipið til að stoppa við í Skagafirði er Hanseatic Nature. Skipið mun sigla frá Noregi til Íslands og Grænlands í þessari ferð...

Íbúakönnun um sorphirðu í dreifbýli Skagafjarðar lýkur föstudaginn 8. júlí

07.07.2022
Fréttir
búakönnun um sorphirðu í dreifbýli Skagafjarðar stendur nú yfir á www.betraisland.is. Könnuninni lýkur annað kvöld, 8. júlí. Kynningarbæklingur hefur verið borin út í öll hús í dreifbýli Skagafjarðar en einnig má fræðast um valkosti í meðfylgjandi hlekk. Eigendur íbúða og íbúðahúsnæðis með lögheimilisfesti í dreifbýli Skagafjarðar geta tekið þátt...

Kaldavatnslaust á Hofsósi eftir hádegi í dag

07.07.2022
Fréttir
Vegna endurnýjunar á kaldavatnslokum í götum, verður kaldavatnslaust á Hofsósi eftir hádegi í dag fimmtudag og fram eftir degi. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þessu.

Aðgerðir í leikskólamálum í Skagafirði

01.07.2022
Fréttir
Það hefur varla farið fram hjá neinum að vöntun er á starfsfólki víða í atvinnulífinu. Skagafjörður er engin undantekning hvað það varðar. Erfiðleikar við að manna vinnustaði eins og leikskóla hefur hvað mest áhrif á atvinnulífið og veldur fjölskyldum erfiðleikum, enda erfitt að vera í óvissu um hvað tekur við að fæðingarorlofi loknu eða jafnvel...

Fréttir af framkvæmdum

01.07.2022
Fréttir
Sumrin eru ávallt nýtt vel til framkvæmda og er sumarið í ár þar engin undantekning. Nýjar götur og ný hús rísa og fjölbreyttar framkvæmdir erum í gangi um allan Skagafjörð. Hér er smá samantekt á spennandi framkvæmdum sem ýmist er lokið eða standa yfir: Listaverk á Kirkjutorgi Nýtt listaverk hefur litið dagsins ljós á suðurgafli Miklagarðs á...

Rafræn íbúakönnun um sorphirðu í dreifbýli Skagafjarðar

29.06.2022
Fréttir
Framundan er útboð á sorpþjónustu í Skagafirði en talsverðar breytingar verða á þjónustunni samhliða innleiðingu á nýjum lögum sem snerta hringrásarhagkerfið; flokkun, endurvinnslu, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald og fleira. Lögin kveða á um að notendum beri að standa undir öllum kostnaði við sorphirðu og förgun og því líklegt að...

Elín Berglind ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Ársala

27.06.2022
Fréttir
Elín Berglind Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Ársala og mun hún hefja störf þann 15. ágúst næstkomandi. Elín Berglind tekur við stöðunni af Sólveigu Örnu Ingólfsdóttur, sem var nýlega ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Ársali. Elín Berglind lauk B.ed. prófi í leikskólakennarafræðum árið 2008 og fékk...

Trostan Agnarsson ráðinn skólastjóri Varmahlíðarskóla

27.06.2022
Fréttir
Trostan Agnarsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Varmahlíðarskóla og mun hefja störf við upphaf næsta skólaárs þann 1. ágúst næstkomandi. Alls bárust tvær umsóknir um starfið. Trostan lauk námi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og fékk leyfisbréf kennara árið 2007. Þar áður hafði hann lokið BA prófi í íslensku frá Háskóla Íslands....

Næsti fundur sveitarstjórnar

27.06.2022
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar er mánudaginn 27. júní að Sæmundargötu 7 kl 16:15.