Fara í efni

Fréttir

Vinna við vegklæðingar í Skagafirði

27.07.2022
Fréttir
Á næstu dögum stendur til að leggja yfirlögn klæðingar á götur á Sauðárkróki, Steinsstöðum og í Varmahlíð í samræmi við meðfylgjandi myndir. Til að varna skemmdum á ökutækjum eru vegfarendur vinsamlegast beðnir að aka varlega og virða hámarkshraða sem settur verður á göturnar meðan að á framkvæmdum stendur. Yfirlitsmynd af...

Félagsheimilið Héðinsminni - rekstraraðili

20.07.2022
Fréttir
Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum um aðila sem vill taka að sér rekstur félagsheimilisins Héðinsminnis. Óskað er eftir upplýsingum um bakgrunn og reynslu umsækjenda, sem og hugmyndum um hvernig umsækjandi hyggst nýta húsið, til eflingar ferðamennsku, menningar- og félagslífi í Skagafirði. Félagsheimilið Héðinsminni er staðsett í Akrahreppi í...

Auglýsing um skipulagsmál - Íbúðabyggð á Steinsstöðum

20.07.2022
Fréttir
Íbúðabyggð á Steinsstöðum í Skagafirði - Skipulagslýsing Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 6. fundi sínum þann 13. júlí 2022 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags íbúðabyggðar á Steinsstöðum í Skagafirði skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag íbúðabyggðar á Steinsstöðum í Skagafirði...

Kaldavatnslaust frameftir morgni á Hofsósi 20. júlí

20.07.2022
Fréttir
Enn er unnið að endurnýjun kaldavatnsloka á Hofsósi og verður því kaldavatnslaust frameftir morgni í dag, miðvikudaginn 20. júlí.

Truflanir á rennsli á köldu vatni á Hofsósi

18.07.2022
Fréttir
Endurnýjun kaldavatnsloka heldur áfram á Hofsósi í vikunni og má því búast við truflunum á kaldavatnsrennsli í dag, mánudaginn 18. júlí, í Austurgötu og sunnan hennar. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Reglulegar skemmtiferðaskipakomur hefjast í Skagafjörð

15.07.2022
Fréttir
Í gær hófust reglulegar skemmtiferðaskipakomur í Skagafjörð þegar skipið Hanseatic Nature lagðist að bryggju á Sauðárkróki. Er þetta fyrsta skipakoman af fjórum sem von er á í sumar. Um 180 farþegar voru um borð í Hanseatic Nature. Fóru sumir farþeganna í skipulagðar ferðir á vegum ferðaþjónustunnar í Skagafirði og aðrir kusu að skoða sig um í...

Sundlaugin á Hofsósi opnar kl 14 föstudaginn 15. júlí

14.07.2022
Fréttir
Vegna námskeiðs starfsmanna opnar sundlaugin á Hofsósi kl.14:00 á morgun, föstudaginn 15. júlí. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Truflanir á rennsli á köldu vatni á Hofsósi

13.07.2022
Fréttir
Vegna endurnýjunar á kaldavatnslokum í götum, verða truflanir á rennsli á köldu vatni í dag miðvikudag og einnig á morgun fimmtudag í hluta Hofsóss. Í kjölfar endurnýjunar á kaldavatnslokunum verða ekki eins víðtækar lokanir fyrir vatnið ef upp koma bilanir í kerfinu.

Niðurstöður íbúakönnunar um sorpmál í dreifbýli Skagafjarðar

11.07.2022
Fréttir
Á föstudaginn lauk íbúakönnun um sorpmál í dreifbýli Skagafjarðar þar sem valið var milli tveggja valkosta. Valið stóð á milli þess að íbúar í dreifbýli Skagafjarðar skili flokkuðu heimilissorpi á móttökustöðvar í sveitarfélaginu eða að heimilissorp verði sótt á öll lögheimili í dreifbýli Skagafjarðar. Þátttökurétt höfðu allir eigendur íbúða og...