Fara í efni

Auglýsing vegna framkvæmda við Aðalgötu 16C - Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki

21.09.2022
Aðalgata 16C Maddömukot

Fyrir liggur umsókn frá eiganda Aðalgötu 16C (Maddömukots), sveitarfélaginu Skagafirði, um leyfi til að fjarlægja húsið af lóðinni. Fyrirhugað er að staðsetja húsið tímabundið á svokölluðum Tengilsreit við Aðalgötu 24 á Sauðárkróki þar til endanleg staðsetning þess liggur fyrir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki og samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr 87/2015 skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd.

Gögn er varða fyrirhugaða framkvæmd liggja frammi til kynningar frá og með 21. september 2022 til og með 5. október 2022 í ráðhúsi sveitarfélagsins Skagafjarðar og hér á heimasíðu þess, https://www.skagafjordur.is/

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða hafa athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd geta komið með skriflegar ábendingar sem þurfa að berast í síðasta lagi 5. október 2022 til byggingarfulltrúa í ráðhúsi sveitarfélagsins Skagfirðingabraut 21 eða á netfangið andrig@skagafjordur.is