Fara í efni

Fréttir

Endurbætur á Árhólarétt á Höfðaströnd

15.09.2022
Fréttir
Í sumar hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á Árhólarétt í landi Ljótsstaða á Höfðaströnd, en þar er réttað fé úr Unadalsafrétt. Réttin var byggð ný árið 1957 og leysti af hólmi grjóthlaðna rétt á Spánáreyrum í Unadal, sem byggð var árið 1900. Árhólarétt hafði látið mikið á sjá og steypa þurfti upp hluta hennar og endurnýja allar hliðgrindur í...

Forgangsverkefni Skagafjarðar í áfangastaðaáætlun Norðurlands

14.09.2022
Fréttir
Skagafjörður auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands. Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 5. október nk. Skila þarf inn greinagóðri...

Viltu hafa áhrif á heimasíðu Skagafjarðar?

13.09.2022
Fréttir
Vinna við uppfærslu á nýrri heimasíðu Skagafjarðar er að hefjast og hefur nú verið sett í loftið könnun um notkun á vef sveitarfélagsins. Markmið könnunarinnar er að fá fram sýn notenda á hvernig bæta má þjónustu og/eða framsetningu á efni á heimasíðu Skagafjarðar. Á heimasíðu sveitarfélagsins er að finna upplýsingar er varða þjónustu...

Tilkynning vegna auglýsingar um parhúsalóðir í Nestúni (16, 18, 22 og 24)

13.09.2022
Fréttir
Vegna nokkurra fyrirspurna sem fram komu undir lok umsóknarfrests, um inntak reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu var ákveðið að lengja úthlutunarfrestinn til 15.09. 2022, kl. 24:00. Hér á eftir fer túlkun sveitarfélagsins á atriðum sem fyrirspurnirnar beinast að. Túlkunin gildir við fyrirhugaða afgreiðslu og að óbreyttum...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 14. september 2022

12.09.2022
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn að Sæmundargötu 7 miðvikudaginn 14. september nk og hefst hann kl. 16:15.

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar 2022

11.09.2022
Fréttir
Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar árið 2022 voru veittar í Húsi Frítímans fimmtudaginn 8. september og voru viðurkenningarnar sjö að þessu sinni. Þetta var átjánda árið sem Soroptmistaklúbbur Skagafjarðar hafði veg og vanda að tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenninga fyrir hönd sveitarfélagsins. Fyrirkomulag Soroptimistakvenna við að...

Lausar lóðir til umsóknar – framlengdur umsóknarfrestur

07.09.2022
Fréttir
Vegna fjölda fyrirspurna framlengir Skagafjörður umsóknarfrest á umsóknum um lausar lóðir til úthlutunar í Varmahlíð, Sauðárkróki og sumarhúsabyggð við Steinsstaði. Umsóknarfrestur er nú til og með fimmtudagsins 15. september 2022. Á Sauðárkróki eru fjórar parhúsarlóðir til úthlutunar við Nestún. Til úthlutunar eru lóðir númer 16 (verður 16a og...

Göngum í skólann hófst í dag

07.09.2022
Fréttir
Verkefnið Göngum í skólann hófst í morgun þegar það var sett í sextánda sinn. Því lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum www.iwalktoschool.org miðvikudaginn 2. október.Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein...

Íbúafundur í Varmahlíð um stöðu framkvæmda við Norðurbrún og Laugaveg

05.09.2022
Fréttir
Boðað er til íbúafundar í menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, fimmtudagskvöldið 8. september kl. 20. Á fundinum mun fara fram upplýsingamiðlun til íbúa um stöðu framkvæmda vð Norðurbrún og Laugaveg í Varmahlíð þar sem aurskriða féll fyrir rúmu ári síðan. Farið verður yfir þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í sem og þær framkvæmdir sem...