Fara í efni

Auglýsing um umsóknir í Afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði

22.11.2022

AFREKSÍÞRÓTTASJÓÐUR UNGMENNA Í SKAGAFIRÐI

Auglýsir eftir umsóknum vegna sjóðsúthlutunar fyrir árið 2022. Í reglunum segir:

„Styrkurinn er ætlaður þeim sem taka þátt í landsliðsverkefnum eða öðru sem jafna má við þátttöku í þeim að mati sérstakrar úthlutunarnefndar, enda hafi slík þátttaka í för með sér veruleg útgjöld þátttakenda og forráðamanna þeirra.“

„Hver einstaklingur getur sótt um styrk að hámarki tvisvar á ári. Styrkupphæð er kr. 25.000.- fyrir hverja ferð sem farin er.“

„Skilyrði fyrir úthlutun er að umsækjendur eigi lögheimili í Skagafirði og stundi íþrótt sína á vegum aðildarfélaga UMSS. Sé viðkomandi grein ekki stunduð innan aðildarfélaga UMSS skal umsókn metin sérstaklega.“

Umsókn skal senda á frístundastjóra á póstfangið valdi@skagafjordur.is fyrir 10. desember 2022.