Fara í efni

Fréttir

Kosning um nafn á nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð

06.10.2023
Fréttir
Samhliða auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð óskaði Skagafjörður eftir tillögum frá íbúum um heiti á nýjum götum A og B sem skilgreindar eru í skipulaginu. Fjölmargar tillögur bárust og gefst nú almenningi tækifæri til þess að kjósa um nafn. Frestur til þess að taka þátt í kosningu er 20. október.   Fyrir...

Talning á sorptunnum í þéttbýli í vikunni

02.10.2023
Fréttir
Á næstu dögum mun fara fram talning á sorptunnum í þéttbýli Skagafjarðar og má búast við heimsókn vegna þessa. Sveitarfélagið hefur fengið Björgunarsveitina Skagfirðingasveit til liðs við sig við að telja tunnur á Sauðárkróki á þriðjudag (3. október) og starfsmenn á vegum sveitarfélagsins munu sjá um talninguna á Hofsósi, Hólum og í Varmahlíð...

Matarþjónusta í dreifbýli - Auglýst eftir þátttakendum í reynsluverkefni

02.10.2023
Fréttir
Félagsmála- og tómstundanefnd Skagafjarðar leitar eftir áhugasömum þátttakendum eldra fólks utan Sauðárkróks til að taka þátt í reynsluverkefninu „Matarþjónusta í dreifbýli“. Markmiðið með verkefninu er að finna hentuga og góða leið til að bjóða eldra fólki utan Sauðárkróks að kaupa heitan mat líkt og gert er á Sauðárkróki. Skilyrði til þátttöku er að hafa vilja og þörf til að fá heitan mat sem og að greiða fyrir matinn.

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 25. október 2023

02.10.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 25. október 2023

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024

26.09.2023
Fréttir
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í...

Upplýsingar um Laufskálarétt

26.09.2023
Fréttir
Laufskálarétt í Hjaltadal verður haldin laugardaginn 30. september nk. og hefst kl 13:00. Öllum er heimilt að taka þátt í stóðrekstrinum en knöpum er bent á að leggja af stað frá áningarhólfi hestamanna við Sleitustaði og frá Laufskálarétt ekki seinna en kl 10:00. Rekstrarstörf hefjast ca. kl 11:30 frá afréttarhliðinu við Unastaði í...

Haustfundur starfsmanna í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra

26.09.2023
Fréttir
Ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn starfsstöðva í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra og stuðnings – og stoðþjónustu í Skagafirði, ásamt félagsmálastjóra, héldu haustfund í Skagafirði nú í september. Það að koma saman er mikilvægur vettvangur til að ræða saman, koma sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri og njóta samveru.

Auglýsing um skipulagsmál - Freyjugarður og Kirkjureitur

20.09.2023
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 17. fundi sínum þann 13. september 2023 að auglýsa til kynningar vinnslutillögu fyrir deiliskipulag Freyjugarðs á Sauðárkróki í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Kirkjureitsins á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr....

Yfirlýsing vegna umræðu um kynfræðslu og hinseginfræðslu

15.09.2023
Fréttir
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Því er fullt tilefni til að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin...