Fara í efni

Fréttir

Römpum upp Ísland bæta aðgengi í Skagafirði

09.06.2023
Fréttir
Undanfarna daga hafa aðilar á vegum Römpum upp Ísland unnið að því að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða hér í Skagafirði. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Þeir Magnús Gunnlaugur Jóhannesson formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar...

Skertur opnunartími í sundlauginni á Hofsósi næstu daga vegna verkfalla

09.06.2023
Fréttir
Opnunartími sundlaugarinnar á Hofsósi er skertur næstu daga vegna verkfalls félagsmanna Kjalar. Laugin verður því opin einsog hér segir: Laugardag og sunnudag frá kl. 11-21. Mánudag- miðvikudags er laugin opin frá kl. 9-21.

Hjólað um allan heim

08.06.2023
Fréttir
Á dögunum afhenti Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga Dagdvöl aldraðra höfðinglega gjöf. Um er að ræða búnað í heilbrigðistækni svo kallaðan Motiview búnað sem samanstendur af sérstöku hjóli, tölvubúnaði og sjónvörpum. Hjólið er tengt við tölvu og skjá og í gegnum sérstök forrit er hægt að hjóla svo að segja um allan heim og njóta náttúru og...

Auglýsing um skipulagsmál - Sveinstún, Flæðagerði, Hofsós, Sauðárkrókskirkjugarður og Varmahlíðarskóli

07.06.2023
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 13. fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar eru samtals fimm og taka til íbúðarbyggðar á Sauðárkróki og Hofsósi, íþróttasvæðis hestamanna á Sauðárkróki, kirkjugarðsins á Nöfum...

Söfnunarfé frá afmælishátíð Árskóla

07.06.2023
Fréttir
Á afmælishátíð Árskóla 16. maí sl. var opið hús í skólanum með ýmsum uppákomum, söngatriðum, kynningu á verkefnum nemenda, vöfflu- og pylsusölu, loppumarkaði og bóksölu. Afrakstur allrar sölu rann til góðgerðamála og á fundi með fulltrúum nemenda var ákveðið að féð rynni til Utanfararsjóðs sjúkra Skagfirðinga. Á skólaslitum 9. og 10. bekkjar...

Sveitarstjórnarfundur 7. júní

06.06.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn að Sæmundargötu 7a miðvikudaginn 7. júní kl 16:15

Jóhanna María sigraði Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

06.06.2023
Fréttir
Jóhanna María Grétarsdóttir Noack í 6. bekk Árskóla vann 1. verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fyrir hugmynd sína að verkefninu Ultimo, sem er smáforrit til að fylgjast með því hvenær vörurnar í ísskápnum renna út. Verðlaunin, sem eru verðlaunaskjöldur, viðurkenningarskjal og peningaverðlaun fékk hún afhent á skólaslitum 5. - 8. bekkjar.

Skertur opnunartími í sundlauginni á Hofsósi

05.06.2023
Fréttir
Opnunartími sundlaugarinnar á Hofsósi er skertur þessa vikuna vegna verkfalls félagsmanna Kjalar. Laugin verður því opin einsog hér segir: Mánudag og þriðjudag frá kl. 9-19.Miðvikudag - föstudags er laugin opin frá kl.11-21.

Verkföll BSRB - 5. júní 2023

02.06.2023
Fréttir
Ef samningar nást ekki milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB mun hluti starfsfólks sveitarfélagsins leggja niður störf frá og með mánudeginum 5. júní 2023. Misjafnt er eftir starfsstöðvum hversu lengi verkfallið mun vara. Verkfallið nær til félagsmanna Kjalar og mun því hluti starfsfólks sveitarfélagsins leggja niður störf á meðan...