Haustfundur starfsmanna í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra
Ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn starfsstöðva í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra og stuðnings – og stoðþjónustu í Skagafirði, ásamt félagsmálastjóra, héldu haustfund í Skagafirði nú í september. Það að koma saman er mikilvægur vettvangur til að ræða saman, koma sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri og njóta samveru.
Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra og er meðal annars veittur stuðningur á heimilum fólks, í iðjum – dagþjónustu á Hvammstanga, Blönduósi og skammtímadvöl á Sauðárkróki auk ráðgjafar og stuðnings- og stoðþjónustu. Alls eru um 115 manns sem njóta þjónustu og um 100 starfsmenn í um 70 stöðugildum. Störf eru mjög fjölbreytt og gefandi, allt frá því að vera tilfallandi vaktir vegna afleysinga í fastar vaktir á dag-, kvöld-, nætur-, og helgarvöktum. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þjónustuna og starfsauglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins skagafjordur@skagafjordur.is.