Fara í efni

Haustfundur starfsmanna í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra

26.09.2023
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Hlynur Örn Sigmundsson, Stefanía Sif Traustadóttir, Alma Dögg Guðmundsdóttir, Sigþrúður Jóna Harðardóttir, Guðberg Ellert Haraldsson, Guðrún Ösp Hallsdóttir, Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, Jón Ingi Björgvinsson og Auður Inga Ingimarsdóttir

Ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn starfsstöðva í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra og stuðnings – og stoðþjónustu í Skagafirði, ásamt félagsmálastjóra, héldu haustfund í Skagafirði nú í september. Það að koma saman er mikilvægur vettvangur til að ræða saman, koma sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri og njóta samveru.
Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í þjónustu við fatlað fólk á Nl. vestra og er meðal annars veittur stuðningur á heimilum fólks, í iðjum – dagþjónustu á Hvammstanga, Blönduósi og skammtímadvöl á Sauðárkróki auk ráðgjafar og stuðnings- og stoðþjónustu. Alls eru um 115 manns sem njóta þjónustu og um 100 starfsmenn í um 70 stöðugildum. Störf eru mjög fjölbreytt og gefandi, allt frá því að vera tilfallandi vaktir vegna afleysinga í fastar vaktir á dag-, kvöld-, nætur-, og helgarvöktum. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þjónustuna og starfsauglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins skagafjordur@skagafjordur.is.