Fara í efni

Matarþjónusta í dreifbýli - Auglýst eftir þátttakendum í reynsluverkefni

02.10.2023
Málmey og Höfðavatn

Félagsmála- og tómstundanefnd Skagafjarðar leitar eftir áhugasömum þátttakendum eldra fólks utan Sauðárkróks til að taka þátt í reynsluverkefninu „Matarþjónusta í dreifbýli“. Markmiðið með verkefninu er að finna hentuga og góða leið til að bjóða eldra fólki utan Sauðárkróks að kaupa heitan mat líkt og gert er á Sauðárkróki. Skilyrði til þátttöku er að hafa vilja og þörf til að fá heitan mat sem og að greiða fyrir matinn.
Áhugasamir hafa samband við Stefaníu Sif Traustadóttur forstöðumann stuðnings- og stoðþjónustu sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 455 6000 eða stefaniast@skagafjordur.is.
Frestur til að skrá sig til þátttöku er fyrir 17. október. Til að ná sem bestri reynslu eru íbúar Skagafjarðar víðsvegar utan Sauðárkróks hvattir til þátttöku.