Fara í efni

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024

26.09.2023

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024.

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Með samkeppnissjóði er átt við að samkeppni milli verkefna ræður úthlutun, þ.e. bestu verkefnin að mati fagráðs hljóta brautargengi.

Styrkir úr Uppbyggingarsjóði flokkast eftirfarandi:

  • Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir

  • Verkefnastyrkir á menningarsviði

  • Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði

 

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 1. nóv. nk. Hér er hægt að sækja um.

 

Á heimasíðu SSNV er að finna úthlutunarreglur, matsblað og ýmsar leiðbeiningar við gerð umsókna.

Góð umsókn eykur möguleika umsækjenda á að fá styrk úr sjóðum svo mikilvægt er að vanda vel til verka. 

Starfsmenn SSNV eru ætíð reiðubúnir til aðstoðar og eru með viðtalstíma þar sem boðið er upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.

Upplýsingar um ráðgjafa SSNV má finna hér.

Sé óskað eftir umsögn eða aðstoð frá sveitarfélaginu vinsamlegast hafið samband við verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála:

Heba Guðmundsdóttir - heba@skagafjordur.is - 455 6000.

Sigfús Ólafur Guðmundsson - sigfusolafur@skagafjordur.is - 455 6000.