Auglýsing um skipulagsmál - Freyjugarður og Kirkjureitur

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 17. fundi sínum þann 13. september 2023 að auglýsa til kynningar vinnslutillögu fyrir deiliskipulag Freyjugarðs á Sauðárkróki í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Kirkjureitsins á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni eru eftirfarandi:

Kynning á vinnslutillögu

Deiliskipulag Freyjugarðs á Sauðárkróki

Skipulagssvæðið er í Túnahverfi á Sauðárkróki og er um 2,5 ha að stærð og afmarkast af götu við Gilstún, Eyrartún og Sæmundarhlíð og aðliggjandi lóðarmörkum við Eyrartún og Brekkutún. Skipulagssvæðið er skilgreint sem hluti af opnu svæði OP-401 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 þar sem gert er ráð fyrir leiksvæði og skrúðgarði. Tilgangur með deiliskipulaginu er að skilgreina framtíðaruppbyggingu fyrir fjölskyldugarð fyrir alla aldurshópa. Viðfangsefni skipulagsins eru meðal annars að skilgreina framtíðaraðkomu að svæðinu, stígakerfi, leik- og dvalarsvæði og byggingarreit fyrir salernishús.

Freyjugarður - Vinnslutillaga deiliskipulags

 

Kynning á skipulagslýsingu

Deiliskipulag – Kirkjureitur á Sauðárkróki

Skipulagssvæðið afmarkast af Skógargötu að vestan, Bjarkarstíg að norðan, Aðalgötu að austan og Hlíðarstíg að sunnan. Skipulagssvæðið er innan íbúðarbyggðar nr. ÍB401 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og verndarsvæðis nr. MV401. Viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður meðal annars að skilgreina lóðarmörk, bílastæði, aðkomu neyðaraksturs og byggingarheimildir.

Kirkjureitur á Sauðárkróki - Skipulagslýsing

 

 

Vinnslutillaga fyrir Freyjugarð og skipulagslýsing fyrir Kirkjureitinn eru í auglýsingu frá 20. september til 4. október 2023. Hægt er að skoða skipulagsgögnin í nýrri skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is. Hægt er að leita eftir máli fyrir Freyjugarð undir málsnúmeri 208/2023 og Kirkjureitinn undir nr. 578/2023. Gögnin eru jafnframt aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is og í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi vinnslutillögu fyrir Freyjugarð og skipulagslýsingu fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is undir máli númer 208/2023 fyrir Freyjugarð og nr. 578/2023 fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki. Umsagnir skulu berast í síðasta lagi 4. október 2023. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar