Eimskipafélagið hefur ákveðið að styrkja Vinaliðaverkefni Árskóla á Sauðárkróki en það er forvarnarverkefni gegn einelti og stuðlar einnig að aukinni hreyfingu nemenda í frímínútum
Veitu- og framkvæmdasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða starfsmann við eignasjóð í 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hjá eignasjóði eru sex starfsmenn sem heyra undir sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
Skipulagsstofnun verður með fund á Blönduósi fimmtudaginn 22. janúar næstkomandi kl 13-15 þar sem kynnt verður auglýst tillaga Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og skipulagsgerð sveitarfélaga
Í nóvember og desember sl. vann verktakafyrirtækið Ræktunarsamband Flóa og Skeiða að borun á nýrri heitavatnsholu við Langhús. Virkjun holunnar gerir Skagafjarðarveitum kleift að hefja lagningu hitaveitu í Fljótum. Mánudaginn 12. janúar sl. var haldinn opinn íbúafundur í félagsheimilinu Ketilási. Á fundinum kynntu Skagafjarðarveitur áform um hitaveituvæðingu í Fljótunum.
Sveitarfélagið Skagafjörður vill koma á framfæri hvaða skipulag er á snjómokstri í héraðinu í vetur. Vegagerðin sér alfarið um að moka helstu leiðir og hægt er að hafa samband við fulltrúa sveitarfélagsins sem hafa heimild til að panta snjómokstur á öðrum vegum.