Hitaveituframkvæmdir í Fljótum

Frá borun í Fljótum
Frá borun í Fljótum

Í nóvember og desember sl. vann verktakafyrirtækið Ræktunarsamband Flóa og Skeiða að borun á nýrri heitavatnsholu við Langhús. Borunin tókst vel, borað var niður á 200m dýpi og gefur holan um 6 lítra/sek af um 100°C heitu vatni. Virkjun holunnar gerir Skagafjarðarveitum kleift að hefja lagningu hitaveitu í Fljótum.


Mánudaginn 12. janúar sl. var haldinn opinn íbúafundur í félagsheimilinu Ketilási. Á fundinum kynntu Skagafjarðarveitur áform um hitaveituvæðingu í Fljótunum. Á milli 60 og 70 manns mættu á fundinn og ekki annað að sjá og heyra en að íbúar og sumarhúsaeigendur í Fljótum tækju væntanlegri lagningu hitaveitu fagnandi. Fleiri myndir má sjá inni á heimasíðu Skagafjarðarveitna.