Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".
Árshátíð eldri bekkja Varmahlíðarskóla var haldin síðastliðinn föstudag þegar Footloose var sett á svið í Miðgarði. Sjónvarpsstöðin N4 kíkti á generalprufuna.
Ársskýrsla Fornverkaskólans í Skagafirði fyrir árið 2014 er komin út og hefur starfsemi skólans verið heldur minni síðasta ár heldur en árin á undan því færri styrkir hafa fengist til starfseminnar.
Nú eru félög og fyrirtæki að gera upp síðasta ár í skýrsluformi m.a. Byggðasafn Skagfirðinga. Safnið var með margvísleg verkefni í vinnslu á síðasta ári og gestaheimsóknir hafa aldrei verið fleiri.