Fjölmenningardagar í Ársölum

Fjölmenningardagar hefjast í leikskólanum Ársölum á bóndadaginn, þann 23. janúar með íslensku þorrablóti. Næstu 13 dagar á eftir verða tileinkaðir þeim löndum sem börnin í Ársölum eiga uppruna sinn í. Það eru: Danmörk, Svíþjóð, Þýskaland, Pólland, Skotland, Suður-Afríka, Ástralía, Lettland, Úkraína, Marokkó, Kína, Tyrkland og Bandaríkin. Það verður því fróðlegt og skemmtilegt hjá börnunum í Ársölum næstu dagana.