Starf hjá eignasjóði er laust til umsóknar

 

Starf hjá eignasjóði er laust til umsóknar

Veitu og framkvæmdasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða starfsmann við eignasjóð í 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hjá eignasjóði eru sex starfsmenn sem heyra undir sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.

Helstu verkefni eignasjóðs eru m.a.:

  • Viðhald og viðgerðir á íbúðum og öðrum fasteignum í eigu sveitarfélagsins.
  • Snjómokstur, hálkueyðing og hreinsun gatna.
  • Viðhald gatna og gangstétta.
  • Viðhald fráveitukerfa.

Ofantalin verkefni eru að hluta til unnin af verktökum undir umsjón og eftirliti eignasjóðs.

Hæfniskröfur

  • Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er skipulagður og sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi.
  • Æskilegt er að viðkomandi sé iðnmenntaður en þó er það ekki skilyrði, verkamenn sem og iðnaðarmenn eru hvattir til að sækja um starfið. Víðtæk reynsla úr atvinnulífinu er kostur.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund eru skilyrði.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun og önnur starfskjör fara eftir samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2015

Nánari upplýsingar um starfið gefur Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, í síma 455-6200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið: indriði@skagafjordur.is.

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.