Öldungaráð Skagafjarðar
22.03.2023
Fréttir
Öldungaráð Skagafjarðar kom saman til fyrsta fundar í janúar sl. Ráðið starfar í umboði sveitarstjórnar og hefur það hlutverk að vera formlegur og milliliðalaus vettvangur samráðs og samstarfs við sveitarstjórn og félagsmála- og tómstundanefnd um hagsmuni eldri borgara.