Fara í efni

Árskóladagur - afmælishátíð Árskóla

15.05.2023

Árskóli er 25 ára á þessu skólaári. Af því tilefni verður afmælishátíð skólans haldin þriðjudaginn 16. maí kl. 16:00-19:00 með opnu húsi. Allir árgangar verða með viðburði á sínum svæðum eða í matsal á þessum tíma. Nemendur munu sýna dans, en Logi danskennari verður á svæðinu og mun stjórna dansi eins og honum einum er lagið. Einnig verður opið hús í Árvist.

Gestum gefst tækifæri til að skoða nemendaverkefni sem verða til sýnis í stofum, margir bekkir eru með söngatriði, 7. og 8. bekkingar verða með veitingasölu og bjóða upp á vöfflur og grillaðar pylsur. 9. og 10. bekkingar verða með loppumarkað og 2. bekkur verður með sölubás með bókum. Allur ágóði af sölu rennur til góðgerðamála.

Viðburðir í bekkjarstofum og opnum svæðum:

Bekkur

Viðburður / uppákoma

Staðsetning

Tímasetning

  1. b.

Ipadkennsla - Mussila, Orðalykill, orðagull.

Litastöð

Legostöð

B3

B4

16:30 - 19:00

16:30 - 19:00

  1. b.

Bóksala (bókabúð)

Spil

B1

B2

16:00-19:00

16:00-19:00

  1. b.

Kahoot/Quizlet live

Föndur - vinabönd

B8 og B9

16:00 - 18:15

18:15 - 19:00

  1. b.

Osmo

B6 og B7

16.00-19:00

  1. b.

Andlitsmálun í boði (Lifa - leika - læra)

Unnið með örnefni úr Skagafirði.

A1 og A2

16:00-19:00



  1. b.

Ljóðalestur á rafrænu formi (QR).

A6 og A7

16:00-19:00

  1. b.

Veitingasala: Vöfflur.

Kahoot spurningakeppni.

Matsalur-

Stofa A8

16:00-19:00

16:30/17:30/ 18:30

  1. b.

Veitingasala: Pylsur.

Vinaliðaleikir úti.

Matsalur

Á skólalóð.

16:00-19:00

  1. b.

Loppumarkaður. Kynning á menningar-ferð til RVK.

Listaverk.

Ljóð e. Bubba. Bókmenntir.

Kynning á Erasmus.

Lítið taflmót í gangi á Þekju.

16:00-19:00

  1. b.

Loppumarkaður

Grettissaga verkefni/

umfjöllun.

Tengslin við DK, nemendasamskipti.

Kynning á ferðalagi til DK.

Kynning á Erasmus.

Lítið taflmót í gangi á Þekju.

16:00-19:00

 

Söngatriði í matsal

Kl. 16:15 Söngur frá Sumarsælukaffi - Vikivaki (vorið kemur) - 1. bekkur.

Söngur, lög frá Sumarsælukaffi - 2. bekkur.

Kl. 16:30 Lag frá Sumarsælukaffi; Vorvindar glaðir og lag úr leikritinu - 3. bekkur.

Lag úr árshátíðarleikritinu og Lóan er komin - 4. bekkur.

Kl. 17:00 Söngatriði úr árshátíð - 5. bekkur.

Söngatriði úr árshátíð - 6. bekkur.

Kl. 17:15 Söng- og dansatriði úr Grease - 7. bekkur.

Kl. 17:45 Söngatriði - 9. bekkur.

 

Venjulegur skóladagur er hjá öllum nemendum þennan dag kl. 8:10-14:00 eða skv. stundaskrá.

Miðvikudagurinn 17. maí er íþróttadagur skólans frá kl. 8:10 til hádegis. Nánar auglýst með sérstöku dreifibréfi.

Foreldrar/forsjáraðilar athugið: Gert er ráð fyrir viðveru nemenda þennan þriðjudag á ákveðnum tímum á meðan opið hús stendur yfir. Kennarar senda yfirlit yfir tímasetningar. Árskóladagurinn er svokallaður tvöfaldur dagur og kemur í stað föstudagsins 21. apríl sem var frídagur í skólanum.

Allir velkomnir!

Vonumst eftir að sjá ykkur sem flest.