Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra páska með von um að allir hafi það sem best yfir hátíðina og eigi ánægjulegar samverustundir.
Nú styttist í páskana og páskafríið og margir sem nota það til að heimsækja sundlaugarnar. Sundlaug Sauðárkróks verður opin alla dagana kl 10-17:30, sundlaugin á Hofsósi kl 12-17:30 og sundlaugin í Varmahlíð kl 10-15 en hún verður lokuð á föstudaginn langa og páskadag.
Nú standa yfir framkvæmdir við sundlaugina á Sauðárkóki og óhjákvæmilegt annað en að loka dagsparta í vikunni fyrir páska. Frá mánudegi til miðvikudags í næstu viku dagana 26.-28. mars verður lokað frá kl 9 á morgnana til kl 17 síðdegis.
Í vikunni var undirritaður verksamningur og verkáætlun á milli Skagfirskra leiguíbúða hses. og BM Vallár ehf. vegna bygginga á tveimur fjögurra íbúða húsum úr forsteyptum einingum. Húsin sem eru á tveimur hæðum, munu rísa í Laugatúni 21-23 og 25-27 á Sauðárkróki, og er þeim ætlað að mæta brýnni þörf fyrir frekara leiguhúsnæði á svæðinu.