Flýtileiðir
Fréttir
04.12.2025
Vel heppnað fræðsluerindi
Þann 25. nóvember sl. bauð fjölskyldusvið sveitarfélagsins upp á fræðslu fyrir alla áhugasama um velferð barna. Yfirskrift fræðslunnar bar heitið Hvað liggur á bak við erfiða hegðun og var það Aðalheiður Sigurðardóttir, tengslaráðgjafi á sviðinu, sem flutti erindið.
Það var ánægjulegt að sjá hversu margir sóttu fræðsluna, en um 65 manns voru...
04.12.2025
Opið hús í nýjum leikskóla í Varmahlíð
Sveitarfélagið býður öllum áhugasömum að koma á opið hús í nýju húsnæði leikskólans Birkilundar í Varmahlíð, þriðjudaginn 9. desember frá kl. 16:00-17:30.
Flutt verða stutt ávörp, boðið verður upp á kaffiveitingar og fólki gefinn kostur á að ganga um og kynna sér hið nýja húsnæði leikskólans og lóð...
04.12.2025
Afhending lykla að félagsheimili Rípurhrepps
Það var gleðileg stund í gær þegar afhending lykla að félagsheimili Rípurhrepps í Hegranesi fór fram með formlegum hætti. Félagið Íbúasamtök og hollvinir Hegraness undirritaði tíu ára leigusamning um húsnæðið og tók formlega við lyklum í beinu framhaldi.
Þessi tímamót marka kaflaskil í sögu húsnæðisins, sem var reist á sjöunda áratug síðustu...
03.12.2025
Endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar - vilt þú hafa áhrif?
Stýrihópur um endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar frá árinu 2020 óskar eftir ábendingum við drög að endurskoðaðri stefnu sem má finna hér.
Í upphafi komandi árs er síðan stefnt að því að klára þessa vinnu og kynna stefnuna ásamt aðgerðaráætlun.
Ábendingar má senda á netfangið gunnthor@ais.is fyrir lok dags 10. desember 2025.
Stýrihópur um...
03.12.2025
Hitaveitutilkynning: Til íbúa Hlíðahverfis á Sauðárkróki
Vakin er athygli á því að á morgun, fimmtudaginn 4. des. verður heitavatnslaust frá kl. 9:00 í öllu Hlíðahverfi vegna endurbóta í dælustöð 2 og dælustöð 3. Líklega um30 – 40 mínútur í flestum götum, en í Barmahlíð og Háuhlíð verður vatnslaust fram eftir degi í vegna breytinga og endurnýjunar á búnaði í dælustöðinni í Víðihlíð.
Íbúar eru hvattir...
02.12.2025
Nýjar hraðaþrengingar settar upp á Sauðárkróki
Sveitarfélagið setti nýlega upp þrjár hraðaþrengingar á Sauðárkróki og eru þær staðsettar á eftirfarandi stöðum:
Sæmundargata – við Hús Frítímans
Hólavegur
Hólmagrund
Markmiðið með uppsetningunni er að draga úr hraða og bæta öryggi allra vegfarenda, sérstaklega í íbúðarhverfum og við svæði þar sem börn og ungmenni eiga...
01.12.2025
Erum við með nóg í hillunum? Samráðsfundur fyrir ferðaþjónustuaðila 3. desember nk.
Markaðsstofa Norðurlands og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða til samráðsfundar í Félagsheimilinu Miðgarði (efri sal) miðvikudaginn 3. desember nk.
Í fundarboðinu stendur að öll brennum við fyrir því markmiði að sjá ferðafólk fara sem víðast um landið allt árið um kring. Stór púsl í þeirri vegferð eru bein flug frá lykilmörkuðum...
28.11.2025
Rökkurganga í Glaumbæ 30. nóvember
Sunnudaginn 30 . nóvember býður Byggðasafn Skagfirðinga til sinnar árlegu rökkugöngu í Glaumbæ.
Félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni og þjóðháttafélaginu Handraðanum taka þátt í að skapa jólastemningu í bænum. Farið verður með kveðskap og hægt verður að sjá kertagerð, laufabrauðsgerð og tálgun og hver veit nema einhverjir...
28.11.2025
Götulokanir vegna tendrun jólatrés 29. nóvember
Vakin er athygli á götulokunum á morgun laugardaginn 29. nóvember vegna tendrun jólatrés á Kirkjutorgi á Sauðárkróki.
Lokanir vara frá kl. 14:00- 17:00.
Um er að ræða eftirfarandi gatnamót:
Skólastígur/Skagfirðingabraut
Hlíðarstígur/Skagfirðingabraut
Aðalgata/Sævarstígur
Aðalgata/Bjarkastígur
28.11.2025
Nýtt áhaldahús rís á Borgarteig
Framkvæmdir við byggingu nýs áhaldahúss Skagafjarðar á Borgarteig 15 á Sauðárkróki eru í fullum gangi þessa dagana.
Hjörvar Halldórsson, sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, tók fyrstu skóflustunguna 8. september sl. og var byrjað að steypa grunninn þann 15. september. Allri steypuvinnu var lokið 15. október og var þá hafist handa við að reisa...
