Fara í efni

Fréttir

Opinn fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins

02.10.2019
Fréttir
Hafinn er undirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins. Leitað er til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn. Af því tilefni boðar Skipulags- og byggingarnefnd til opins fundar 10. október nk. kl. 17:00-19:00 í Húsi frítímans á Sauðárkróki um helstu áherslur við mótun aðalskipulagstillögu fyrir sveitarfélagið næstu 12 árin a.m.k.

Laufskálaréttarhelgin

27.09.2019
Fréttir
Réttað verður um helgina í Laufskálarétt, drottningu íslenskra stóðrétta. Von er á margmenni á svæðið enda vinsæll viðburður.

Góð aðsókn í sundlaugarnar í Skagafirði í sumar

25.09.2019
Fréttir
Sundlaugarnar í Skagafirði voru vel sóttar í sumar. Gestir sundlauganna voru ríflega 47 þúsund og er það um 6% aukning frá síðasta ári. Fjöldi gesta sem sóttu sundlaugina í Varmahlíð tvöfaldaðist milli ára en mesta aukning þar er meðal barna sem rekja má til hinnar nýju og glæsilegu rennibrautar. Samanburður á aðsókn í sundlaugarnar júní - ágúst...

Úthlutun úr Smávirkjanasjóði Norðurlands vestra - Skref 2

25.09.2019
Fréttir
Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn?   SSNV auglýsir eftir umsóknum í Skref 2 úr Smávikjanasjóði Norðulands vestra. Tilgangur Smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra. Skref 2 varðar mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og...

Sveitarstjórnarfundur 25. september

24.09.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður miðvikudaginn 25. september kl 16:15 að Sæmundargötu 7a.

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar veittar

19.09.2019
Fréttir
Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans, en það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Sveitarfélagið. Viðurkenningarflokkarnir sem koma til greina eru sjö talsins, en ekki er alltaf veitt...

Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag og morgun

19.09.2019
Fréttir
Vegna bilana í lagnakerfi verður Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag fimmtudag, og á morgun föstudag. Opið er í heitu pottana kl 06:50-09:00 og seinnipartinn kl 17:30-20:00.

Staða framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks

17.09.2019
Fréttir
Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 17. september 2019 var tekin fyrir fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa um stöðu framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks. Fyrirspurnina og svör við henni má sjá hér.

Bilun í lagnakerfi Sundlaugar Sauðárkróks

17.09.2019
Fréttir
Vegna bilunar í lagnakerfi verður Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag, þriðjudag og morgun miðvikudag milli kl 9 og 17:30. Opið í laug og potta þessa daga kl 6:50-9 og 17.30- 20.30 Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda sundlaugargestum.