Opinn fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins
02.10.2019
Fréttir
Hafinn er undirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins. Leitað er til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn. Af því tilefni boðar Skipulags- og byggingarnefnd til opins fundar 10. október nk. kl. 17:00-19:00 í Húsi frítímans á Sauðárkróki um helstu áherslur við mótun aðalskipulagstillögu fyrir sveitarfélagið næstu 12 árin a.m.k.