Góð aðsókn í sundlaugarnar í Skagafirði í sumar

Nýja rennibrautin í Varmahlíð
Nýja rennibrautin í Varmahlíð

Sundlaugarnar í Skagafirði voru vel sóttar í sumar. Gestir sundlauganna voru ríflega 47 þúsund og er það um 6% aukning frá síðasta ári. Fjöldi gesta sem sóttu sundlaugina í Varmahlíð tvöfaldaðist milli ára en mesta aukning þar er meðal barna sem rekja má til hinnar nýju og glæsilegu rennibrautar.

Samanburður á aðsókn í sundlaugarnar júní - ágúst 2018 og 2019

Sveitarfélagið hvetur íbúa til að nýta sundlaugarnar í firðinum en opnunartíma þeirra er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins á slóðinni: https://www.skagafjordur.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundastarf/opnunartimi-sundlauga-1