Fara í efni

Fréttir

23.05.2025

Slæm umgengni við hoppubelginn á tjaldsvæðinu á Sauðárkróki

Kæru íbúar Borið hefur á slæmri umgengni við hoppubelginn okkar á tjaldsvæðinu á Sauðárkróki. Viljum við því biðla til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að ganga vel um eignir okkar allra svo ekki þurfi að fara í frekari aðgerðir og loka hoppubelgnum. Með von um gott samstarf frá íbúum.
23.05.2025

Nýr skólastjóri ráðinn í Árskóla

Kristján Bjarni Halldórsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Árskóla á Sauðárkróki og mun hefja störf við upphaf næsta skólaárs í haust. Kristján Bjarni er með MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu og hefur lokið námi til kennsluréttinda, hvort tveggja frá Háskóla Íslands. Auk þess er hann með C.sc í byggingaverkfræði og stundaði einnig...
22.05.2025

Hátíðartónleikar og skólaslit tónlistarskóla Skagafjarðar í Miðgarði 23. maí kl. 16

Í tilefni af 60 ára afmæli tónlistarkennslu á Sauðárkróki verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði, 23. maí klukkan 16:00, þar sem nemendur koma fram.  Áfanga og stigspróf verða afhent. Veitt verður úr Minningarsjóði Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur. Jón Þorsteinn Reynisson fyrrum nemandi skólans leikur nokkur lög með Tríó...
21.05.2025

Ársreikningur 2024 samþykktur í sveitarstjórn

Ársreikningur Skagafjarðar fyrir árið 2024 var samþykktur samhljóða við síðari umræðu í sveitarstjórn miðvikudaginn 14. maí sl. Niðurstaðan er afar ánægjuleg, rekstrarafgangur var samtals að upphæð 480 m.kr. sem er besta niðurstaða sveitarfélagsins síðan 1998 þegar Sveitarfélagið Skagafjörður varð til. Einnig er ánægjulegt frá því að segja að...
21.05.2025

Hofsós - Miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu - Deiliskipulag

Tillaga að deiliskipulagi, Hofsós, Miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu, liggur frammi til kynningar frá 21. maí til og með 4. júlí 2025. Deiliskipulagið gefur heildstætt yfirbragð þar sem áhersla er lögð á vistlegt miðbæjarumhverfi. Horft er til þess að uppbygging á svæðinu styrki samfélagið og nýti innviði betur. Skipulagssvæðið er 1,3 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, Skólagötu að norðan, Lindargötu að austan og Túngötu að sunnan. Innan svæðisins eru í dag þrjár byggingar, við Suðurbraut 9 er verslun og gistiheimili, við Skólagötu er aflögð bensínstöð og við Lindargötu er Félagsheimilið Höfðaborg.
21.05.2025

Sauðárkrókur - Athafnasvæði AT-403 - Deiliskipulag

Tillaga að deiliskipulagi fyrir, Sauðárkrókur athafnasvæði AT-403, liggur frammi til kynningar frá 21. maí til og með 4. júlí 2025. Skipulagssvæðið er innan skilgreindra þéttbýlismarka Sauðárkróks í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og er innan athafnasvæðis þess nr. AT-403. Deiliskipulagssvæðið er 23,45 ha að stærð og skiptist í tvo meginhluta af Sauðárkróksbraut, þjóðvegi nr. 75. Annar hlutinn liggur norðvestan við þjóðveginn og sunnan við byggt atvinnusvæði sunnan við Strandveg. Svæðið vestan Sauðárkróksbrautar mun tengjast gatnakerfi Sauðárkróks um Borgargerði en svæðið austan Sauðárkróksbrautar um nýja safngötu.
21.05.2025

Lausar atvinnu- og athafnalóðir á Sauðárkróki við Borgarbraut 2, 4, 6, 8, 10 og 12

Þann 9. maí 2025 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði nr. AT-403 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir 6 nýjum lóðum við Borgarbraut. Þann 14. maí 2025 samþykktu byggðaráð og sveitarstjórn Skagafjarðar að auglýsa lóðir nr. 2, 4,6, 8, 10 og 12 við Borgarbraut lausar til umsóknar með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á endanlegu deiliskipulagi. Meðfylgjandi myndkort sýnir auglýst lóðamörk, byggingarreiti og skipulagsskilmála. Afmörkun lóða, byggingarreita og skipulagsskilmálar geta tekið breytingum áður en deiliskipulag tekur gildi.
21.05.2025

Verndarsvæði í byggð - Skógargata 1

Hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn, frá eiganda fjöleignahúss við Skógargötu 1 á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum. Umbeðnar breytingar varða útlit hússins, kvistar teknir af, útliti vesturhliðar lítillega breytt og afstöðumynd uppfærð til samræmis við samþykkt deiliskipulag.  Áætlaður verktími er 18 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki.
20.05.2025

Umhverfisdagar Skagafjarðar framlengdir til og með 25. maí

Ákveðið hefur verið að framlengja umhverfisdaga Skagafjarðar 2025 til og með 25. maí. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið,snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki, býli og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl, komi bílhræjum, vélhræjum og öðrum hræjum í endurvinnslu. Snyrti til í og við lóðir sínar og lönd, og á nærliggjandi opnum svæðum. Jafnframt minnum við á að einstaklingar geta losað sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins.
20.05.2025

Truflanir á rennsli í hitaveitu við Víðihlíð á Sauðárkórki í dag

Íbúar við Víðihlíð á Sauðárkróki athugið. Vegna endurnýjunar á heimæð verða truflanir á rennsli í hitaveitu og á köflum alveg heitavatnslaust í dag.