Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

66. fundur 11. júlí 2025 kl. 08:15 - 09:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Hildur Hartmannsdóttir starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lækjarbakki 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2506118Vakta málsnúmer

Ingiþór Björnsson byggingarfræðingur sækir f.h. Valdimars Bjarnasonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 6 við Lækjarbakka í Steinsstaðahverfi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Verkfræðistofu Suðurnesja af umsækjanda. Uppdrættir í verki VS251011, númer A-000, A-001, A-110 og A-130, dagsettir 12.05.2025, breytt 30.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Tumabrekka land 2 (Brekka) L220570 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2507035Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðingur sækir f.h. Bjarna Halldórssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Tumabrekku land 2 (Brekka), L220570. Framlagður aðaluppdráttur gerður hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdráttur í verki 25625003, númer A-101, dagsettur 25.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Birkihlíð 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2507071Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðingur sækir f.h. Elínar Berglindar Guðmundsdóttur og Trond Olsen um leyfi til að byggja sólstofu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 21 við Birkihlíð á Sauðárkróki, ásamt því að gera lítilsháttar breytingar á gluggum og hurðum. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3321, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 01.07.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Hólavegur 16 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.

Málsnúmer 2507078Vakta málsnúmer

Eyþór F. Sveinsson, Sveinn Árnason, Jónína Róbertsdóttir og Sigurlaug E. Sigurbjörnsdóttir eigendur fjöleignarhúss með fasteignanúmerin F2131768, F2131769 og F2520850 leggja fram gögn er varða tilkynnta framkvæmd f.h. Stóreigna ehf., einangrun og klæðningu húss utan. Framlögð gögn gerð á hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdráttur númer A-204, dagsettur 8.07.2025. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 09:15.