Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

67. fundur 18. júlí 2025 kl. 11:00 - 11:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Varmahlíðarskóli, leikskóli við Birkimel, frágangur lóðar - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2505243Vakta málsnúmer

Jóhann Harðarson byggingarfræðingur sækir f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að byggja geymsluskúr sambyggðan sorpgeymslu við leikskólann Birkimel í Varmahlíð, einnig sótt um leyfi fyrir stoðveggjum og frágangi lóðar. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá VA Arkitektum af umsækjanda. Uppdrættir í verki 2020, númer 110, dagsettur 27.06.2025, ásamt lóðaruppdráttum í verki 5716-V088, númer H100, H103, H104, H105 og H137 dagsettir 03.04.2025, breytt 01.07.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 3. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Nestún 22 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2507109Vakta málsnúmer

Atla Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Björns Gunnars Karlssona um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 22 við Nestún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79006220, númer A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 07.05.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Hof 2 L146439 og Naustabakki L237067 - Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 2507178Vakta málsnúmer

Trausti Valur Traustason, f.h. Uppsteypu ehf. eiganda gesta-/frístundahúss sem byggt hefur verið og stendur á lóð, kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki sækir um leyfi til að staðsetja húsið tímabundið, þ.e.a.s. í júlí og ágúst vegna kvikmyndatöku á eftirtöldum stöðum samkvæmt meðfylgjandi gögnum dagsettum 11. júlí 2025: Á jörðinni Hofi L146439, þaðan flutt á lóðina Naustabakka L237067. Fyrir liggur samþykki eiganda. Erindið samþykkt, leyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 11:45.