Fara í efni

Minningarbekkur tileinkaður Gísla Þór Ólafssyni í Sauðárhlíð

12.08.2025

Sveitarfélagið hefur á undanförnum misserum komið upp fjölmörgum bekkjum víðsvegar í Sauðárhlíð og í Litla Skógi. Einn slíkur bekkur er frábrugðin öðrum, en hann er skreyttur ljóði og lagi eftir Gísla Þór Ólafsson (1979–2025), sem starfaði undir skáldanafninu Gillon.

Gísli var fjölhæfur listamaður — tónlistarmaður, ljóðskáld, leikari, rithöfundur og bassaleikari í hljómsveitinni Contalgen Funeral. Hann skilur eftir sig 11 ljóðabækur, 5 sólóhljómplötur auk ótal upptaka með hljómsveitinni, þar sem hann lagði til bæði bassaleik og bakraddir.

Á bekknum má finna QR-kóða sem vísar beint á lagið Andrés Önd eftir Gísla.

Verkefnið er unnið af starfsmönnum garðyrkjudeildar sveitarfélagsins í samstarfi við FabLab á Sauðárkróki. FabLab býður öllum sem áhuga hafa að koma og fá leiðsögn við að þróa og útfæra eigin hugmyndir.

Bekkinn má finna á milli Raftahlíðar og Eskihlíðar, við upphaf göngustígsins upp á Sauðárháls. Einnig er hægt að skanna kóðann af mynd sem fylgir fréttinni.

 

Mynd: Hjörtur Björnsson