Skagfirska matreiðslubókin, Eldað undir bláhimni, sigraði í sínum flokki á Íslandi og mun í framhaldinu taka þátt í aðalkeppni um bestu matreiðslu- og vínbækur í heimi.
Fjárhagsáætlun 2014 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Í greinargerð sveitarstjóra kemur meðal annars fram að áætlunin sýni aðhald og hagkvæmni í rekstri samhliða því að standa vörð um þá þjónustu sem veitt er.