Í ljósi viðsnúnings og jákvæðrar þróunar í rekstri sveitarfélagsins hefur meirihluti Framsóknarflokks og Vinstri grænna í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákveðið að leggja til að ekki verði farið í gjaldskrárhækkanir á árinu 2014, er snúa aðallega að börnum, barnafólki og eldri borgurum.
Út eru komin 4. og 5. bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi og fjalla þau um Norðurland vestra og Vestfirði. Markmið félagsins sem stendur að útgáfunni er að rannsaka og skrá eyðibýli og yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins.
Á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki segir að viðburðaríkir dagar séu búnir að vera í skólanum að undanförnu. Afmælishátíð skólans í tilefni þess að 15 ár eru frá sameiningu skólanna á Sauðárkróki og dansmaraþon 10. bekkjar.
Skagfirski Kammerkórinn ásamt nemendum 7. bekkjar Varmahlíðarskóla verða með dagskrá í tali og tónum tileinkuðum skáldinu Þorsteini Erlingssyni á Löngumýri kl 16.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Á laugardaginn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu en sá dagur er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds og náttúrufræðings sem fæddist á Hrauni í Öxnadal 1807. Ýmislegt verður gert í skólum Skagafjarðar í tilefni dagsins