Fara í efni

Siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar

13.12.2013

Innanríkisráðuneytið staðfesti siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 10. desember síðastliðinn. Reglurnar eru í 10 greinum og kemur markmið þeirra fram í 1. grein, að skilgreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að kjörnir fulltrúar sýni við störf sín á vegum sveitarfélagsins og upplýsa íbúa um þær kröfur sem gerðar eru til kjörinna fulltrúa. Með hugtakinu, kjörnir fulltrúar, er átt við sveitarstjórnarfulltrúa, varamenn þeirra sem og alla aðra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar