Fara í efni

Fréttir

Fjölbreytt mannlíf í Skagafirðinum síðustu helgi

30.06.2015
Fréttir
Það er óhætt að segja að hátíðahöld og aðrir viðburðir síðustu helgar í Skagafirði hafi tekist vel, Lummudagar, Landsbankamót og Drangey Music Festival fóru fram í blíðskaparveðri.

Lummudagar um helgina

26.06.2015
Fréttir
Lummudagarnir hófust í gær með setningarathöfn við sundlaugina á Sauðárkróki og loftboltamóti. Margir eru búnir að skreyta í sínum litum og veðrið leikur við íbúa Skagafjarðar og gesti. Framundan er flott dagskrá um helgina og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Lifandi landslag, útgáfuhóf Miðgarði 26. júní

25.06.2015
Fréttir
Lifandi landslag er nýtt smáforrit sem kynnir Skagafjörð með hjálp þjóðsagna, Sturlungu og efnis úr Grettissögu. Forritið kemur út föstudaginn 26. júní og af því tilefni verður útgáfuhóf á efri hæð Miðgarðs kl 20:00. Allir velkomnir að kynna sér forritið og þiggja léttar veitingar !

Draney music festival 27. júní

25.06.2015
Fréttir
Tónlistarhátíðin Drangey music festival - þar sem vegurinn, endar verður laugardaginn 27. júní á Reykjum á Reykjaströnd. Svæðið opnar kl 17 og tónleikarnir hefjast kl 21. Fram koma: Emiliana Torrini, Jónas Sig og ritvélarnar, Contalgen Funeral, Magni Ásgeirsson og Úlfur, Úlfur.

Drangey music festival á laugardaginn

25.06.2015
Fréttir
Tónlistarhátíðin Drangey music festival-þar sem vegurinn endar, verður á Reykjum á Reykjaströnd næstkomandi laugardag 27. júní. Úrvalslið tónlistarmanna sér um að allir skemmti sér en tjaldsvæðið verður einungis opið fyrir tónleikagesti aðfaranótt sunnudagsins.

Nýr yfirhafnarvörður ráðinn hjá Skagafjarðarhöfnum

24.06.2015
Fréttir
Nýr yfirhafnarvörður hefur verið ráðinn hjá Skagafjarðarhöfnum Einar Ágúst Gíslason, hann tekur við starfinu þegar núverandi yfirhafnarvörður lætur af störfum 1. október.

Smáforritið Lifandi landslag með útgáfuhóf í Miðgarði

24.06.2015
Fréttir
Lifandi landslag er smáforrit sem leiðir notanda sinn um Skagafjörð. Forritið er svokallað ferðaapp, það er ókeypis að sækja það og tilgangur þess er að kynna skagfirskan menningararf og þá afþreyingu sem í boði er í héraðinu. Í tilefni útgáfunnar verður útgáfuhóf í Miðgarði föstudaginn 26. júní kl 20.

Nýr skólastjóri Varmahlíðarskóla

24.06.2015
Fréttir
Hanna Dóra Björnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Varmahlíðarskóla en sex umsóknir bárust um stöðuna.

Starf við heimaþjónustu er laust til umsóknar

24.06.2015
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu. Um 100% starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.