Drangey music festival á laugardaginn

Contalgen Funeral
Contalgen Funeral

Næstkomandi laugardag verður tónlistarhátíðin Drangey music festival-þar sem vegurinn endar, á Reykjum á Reykjaströnd. Úrvalslið tónlistarmanna verður mætt á svæðið og sér um að allir skemmti sér. Það eru Emiliana Torrini, Jónas Sig og ritvélarnar og Magni Ásgeirsson ásamt heimasveitunum Contalgen funeral og Úlfi, Úlfi sem munu stíga á stokk á laugardagskvöldinu.
Miðasala verður við innganginn en einnig er hægt að verða sér út um miða á midi.is. Innifalið í miðaverðinu er tjaldstæði og veitingasala verður á staðnum. Skipuleggjendur hátíðarinnar hvetja þá sem ætla að tjalda að mæta tímanlega en svæðið opnar kl 17 og tónleikarnir hefjast kl 21. Einnig eru gestir hvattir til að aka varlega og eftir aðstæðum því malarvegur er út Reykjaströndina.