Fara í efni

Fjölbreytt mannlíf í Skagafirðinum síðustu helgi

30.06.2015

Veðurguðirnir léku við Skagfirðinga og gesti þeirra um síðustu helgi með hita og sólskini. Margir voru mættir til að taka þátt í Lummudögunum og til að sýna sig og sjá aðra. Landsbankamót Tindastóls í 6.-7. flokki stúlkna var haldið á Sauðárkróksvelli og var metþátttaka í mótinu þannig að loka varð fyrir skráningar í byrjun júní. Það voru hressar stelpur sem mættu á mótið ásamt foreldrum og systkinum og mikið líf á vellinum og tjaldsvæðunum. Menn voru almennt sammála um að mótið hefði farið vel fram og verið vel að því staðið.  Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar, var á laugardagskvöldinu og þangað mætti fjöldi manns á öllum aldri. Meðan tónlistarfólkið skemmti gestum hátíðarinnar lék veðrið við mannskapinn og skagfirskt sólarlag, eins og það gerist best, kórónaði kvöldið.

Myndir af facebook-síðum viðburðanna.

Wally trúður á Aðlgötunni

 Lummudagar mannlíf á KróknumSápubolti á LummudögumLandsbankamót TindastólsDrangey Music FestivalDrangey Music Festival