Starf við heimaþjónustu er laust til umsóknar

 

Starf við heimaþjónustu er laust til umsóknar

Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu. Um 100% starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilsstörf og markmið hennar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Heimaþjónusta er veitt þeim sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald vegna skertrar getu eins og veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar.

Hæfniskröfur: Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika.

Laun og önnur starfskjör fara eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl eða Ölduna stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí 2015

Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, í síma 455-6000 / 897-5485 eða með því að senda fyrirspurn í sandholt@skagafjordur.is