Gunnlaugs saga Ormstungu í Héðinsminni
17.03.2017
Fréttir
Nemendur 8. bekkjar Varmahlíðarskóla settu upp leikverk í Héðinsminni byggt á Gunnlaugs sögu Ormstungu en hún er ein Íslendingasagna en ekki með þeim þekktari. Krakkarnir lásu söguna í vetur og var spáð og spjallað um efni hennar og úr varð að setja hana á svið og voru tvær sýningar þann 14. mars síðastliðinn.