Spjaldtölvunámskeið fyrir eldri borgara
24.03.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður veitti styrk til þess að haldið yrði tveggja daga spjaldtölvunámskeið fyrir eldri borgara í Skagafirði. Námskeiðið hófst í gær og er samvinnuverkefni Félags eldri borgara í Skagafirði, Húss frítímans og Farskólans.