Vetrarhátíð Tindastóls á morgun

Dagskrá Vetrarhátíðarinnar
Dagskrá Vetrarhátíðarinnar

Vetrarhátíð Tindastóls verður haldin á morgun, laugardaginn 18. mars. Skíðasvæðið opnar kl. 11:00 og það verður líf og fjör í fjallinu fram eftir degi. Dagskráin er fjölbreytt og fjölskylduvæn og gerir veðurspá ráð fyrir hæglátu veðri á morgun. 

Skíðasvæðið í Tindastóli er afar fjölskylduvænt skíðasvæði í fjallaparadísinni Tindastóli í Skagafirði. Fjallið býður upp á mikla möguleika, bæði fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Allir geta því fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða svigskíði, snjóbretti eða gönguskíði. Hægt er að leigja allan skíða- og brettabúnað í fjallinu.