Fara í efni

Mikael Snær tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði

13.03.2017
Mikael Snær Gíslason Mynd: /FNV

Mikael Snær Gíslason, nemandi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók þátt í undankeppni ásamt 180 öðrum nemendum til að freista þess að komast í Ólympíulið Íslands í líffræði.

Undankeppnin var haldin þann 25. janúar sl. og endaði Mikael Snær í 4.-5. sæti, en 15 efstu nemendurnir komust áfram í úrslitakeppni. Úrslitakeppnin fór fram 11.-12. mars og hafnaði Mikael Snær þar í 3. sæti og tryggði sér þar með eitt af fjórum sætum í Ólympíuliði Íslands í líffræði. 

Ólympíukeppnin í líffræði (e. International Biology Olympiad) er árlegur viðburður þar sem nemendur hvaðanæva úr heiminum keppa í líffræði. Keppnin stendur yfir í eina viku og er í ár haldin í University of Warwick, Coventry á Englandi.

Við óskum Mikael Snæ til hamingju með góðan árangur og góðs gengis í Ólympíukeppninni í júlí.