Sveitarstjórn Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við sveitarstjórn að mál 2502117 - "Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd" verði tekið á dagskrá sveitarstjórnar með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.
1.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36
Málsnúmer 2508008FVakta málsnúmer
Fundargerð 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 20. ágúst 2025 lögð fram til afgreiðslu á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Deildarstjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá deildarstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til umræðu.
Nefndin hefur fundað með forstöðumönnum og starfsfólki menningarmála vegna fjárhagsáætlunargerð fyrir 2026.
Nú liggja fyrir helstu áhersluverkefni fyrir komandi ár og samþykkir nefndin samhljóða að fela deildarstjóra að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.
Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Umræður um rammaáætlun fyrir málaflokk 13 - Atvinnumál.
Nefndin ræddi helstu áhersluverkefni fyrir árið 2026 vegna fjárhagsáætlunargerð fyrir 2026.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.
Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dags. 13. júní 2025, þar sem óskað er eftir uppfærðum lista yfir forgangsverkefni frá sveitarfélögum á Norðurlandi.
Skagafjörður auglýsti eftir tillögum að verkefnum fyrir sveitarfélagið 25. júní sl. og var gefinn frestur til 31. júlí sl. til að skila þeim inn.
Engar tillögur bárust og samþykkir verður því sendur inn óbreyttur listi frá fyrra ári.
Nefndin samþykkir samhljóða að forgangsverkefni Skagafjarðar séu eftirfarandi:
Staðarbjargavík á Hofsósi
Hólar í Hjaltadal
Glaumbær
Kakalaskáli
Austurdalur í Skagafirði Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Lagt fram erindi frá Tómasi Árdal fyrir hönd Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði dags. 2. júlí 2025.
Á fundi félagsins sem fór fram daginn áður var ákveðið að veita fjármagn fyrir stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustuna í Skagafirði og óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins í slíku verkefni.
Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið sambærilegt verkefni með öðrum sveitafélögum í landshlutanum sem gengur út á það að safna upplýsingum um innviði og stöðu ferðaþjónustunnar á vissum svæðum. Síðan eru listaðar upp hugmyndir að aðgerðum til frekari þróunar ferðaþjónustu á því svæði sem um ræðir.
Nefndin þakkar Tómasi fyrir framlagt erindi og tekur jákvætt í verkefnið.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að kanna kostnað við þesskonar verkefni og einnig aðkomu sveitarfélagsins að því.
Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Umræður um hinsegin hátíð fyrir árið 2026.
Hinsegin dagar eru að öllu jöfnu haldnir hátíðarlegir fyrstu vikuna í ágúst, en um er að ræða daga sem eru tileinkaðir mannréttindum og margbreytileika.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að ræða við SSNV og HIN - Hinsegin Norðurland um samstarfsgrundvöll fyrir hátíð á næsta ári.
Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Lagt fram erindi frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur fulltrúa Byggðalista.
Lagt til að skoðað verði hvort mögulegt sé að færa Sæluviku Skagfirðinga fram um tvær vikur miðað við núverandi fyrirkomulag.
Þrátt fyrir að síðasti sunnudagur aprílmánaðar hafi undanfarin ár verið upphafsdagur Sæluviku Skagfirðinga þá hefur það ekki verið svo alla tíð. Þvert á móti þá hefur Sæluvikan, tímasetning hennar og dagskrá, mótast í gegnum árin í takt við samfélagið og þróun þess. Stór hluti íbúa Skagafjarðar eru bændur og líklegt að árstíðabundin störf geri þeim erfitt um vik að sækja dagskrá Sæluviku miðað við núverandi fyrirkomulag. Þessi breyting yrði því vonandi til að efla þessa merkilegu hefð Skagfirðinga enn frekar og auka fjölbreytni og þáttöku í viðburðum.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að setja í loftið leiðbeinandi íbúakönnun og kanna áhuga á að færa tímasetningu Sæluvikunnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Lagt fram erindi dags. 13. ágúst 2025 frá Magnúsi Reynissyni fyrir hönd Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem óskað er eftir áliti sveitarfélagsins um sameiginlegt lýðheilsukort fyrir íbúa landshlutans.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að afla upplýsinga um rekstur og útfærslu verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Framlögð ársskýrsla Héraðsskjalasafns og Listasafns Skagfirðinga 2024.
Sólborg Una Pálsdóttir kom á fundinn og kynnti ársskýrsluna.
Nefndin þakkar fyrir góða yfirferð. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
2.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31
Málsnúmer 2508009FVakta málsnúmer
Fundargerð 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 19. ágúst 2025 lögð fram til afgreiðslu á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31 Gunnar Björn verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum og Hjörvar Halldórsson sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fóru yfir minnisblað um rekstraröryggi og vinnslugetu jarðhitakerfa í Varmahlíð og Hrolleifsdal.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Gunnari Birni og Hjörvari að vinna málið áfram og í framhaldinu þarf svo að taka ákvörðun um lögn frá Dælislaug að Hrolleifsdal og um kaup á nýrri dælu í VH-12 í Varmahlíð.
Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31 Lagður fram fjárhagsrammi Skv- Vatnsveitu málaflokkur 63_ fyrir rekstrarárið 2026.
Árni Egilsson skrifstofustjóri fór yfir ramma Vatnsveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsrammann samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31 Lagður fram fjárhagsrammi Skv- Sjóveitu málaflokkur 65_ fyrir rekstrarárið 2026.
Árni Egilsson skrifstofustjóri fór yfir ramma sjóveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsrammann samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31 Lagður fram fjárhagsrammi Skv- Hitaveitu málaflokkur 63_ fyrir rekstrarárið 2026.
Árni Egilsson skrifstofustjóri fór yfir ramma Vatnsveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsrammann samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31 Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 12. júní sl. var rætt um fjarskiptasamband í Skagafirði og þá staðreynd að fjarskiptafyrirtækin hafa ákveðið að loka dreifikerfi GSM þ.e.a.s 2G og 3G þjónustu. Fyrir liggur skýrsla frá Fjarskiptastofu um þessa útfösun og helstu ástæður hennar en þar virðist vega þyngst sú staðreynd að þessi tvö dreifinet teljast orðin úrelt tæknilega séð ásamt því að rekstur þeirra sé fjarskiptafyrirtækjunum óhagkvæmur. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar frá fjarskiptafyrirtækjunum um fjölda senda sem lokað verður en ljóst er af útbreiðslukortunum á heimasíðu Fjarskiptastofnunnar að þeir eru nokkrir í Skagafirði.
Landbúnaðar og innviðanefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari breytingu og þá sérstaklega að það eigi að loka 3G dreifikerfinu, en bæði samkvæmt fyrirliggjandi útbreiðslukortum og reynslu okkar í raunheimum að þá eru símar íbúa í Skagafirði mjög oft að nota það kerfi vegna þess að 4G og hvað þá 5G eru engan veginn að dekka þau svæði sem þau eru sögð dekka á umræddum útbreiðslukortum. Það þekkjum við vel af reynslunni og ef fylgst er með því kerfi sem viðkomandi símtæki notar á mismunandi stöðum má mjög oft sjá að einungis 3G net er í boði fyrir GSM síma.
Landbúnaðar- og innviðanefnd skorar á fjarskiptafyrirtækin öll að endurskoða þessa lokun og láta hana ekki taka gildi fyrr en tryggt er í það minnsta að 4G dreifikerfið nái sannarlega til þeirra svæða sem 3G er að dekka í dag en þau eru fjölmörg um allan Skagafjörð og þá sérstaklega á svæðum utan þéttbýlisstaðanna. Jafnframt óskum við eftir að Fjarskiptastofa svari formlega með hvaða hætti þeir ætli að tryggja að þjónusta við GSM símakerfið skerðist ekki frá núverandi stöðu um næstu áramót við þessa breytingu.
Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
Forseti gerir að tillögu sinni að bókun fundar verði gerð að bókun sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða. Bókunin er svohljóðandi:
"Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 12. júní sl. var rætt um fjarskiptasamband í Skagafirði og þá staðreynd að fjarskiptafyrirtækin hafa ákveðið að loka dreifikerfi GSM þ.e.a.s 2G og 3G þjónustu. Fyrir liggur skýrsla frá Fjarskiptastofu um þessa útfösun og helstu ástæður hennar en þar virðist vega þyngst sú staðreynd að þessi tvö dreifinet teljast orðin úrelt tæknilega séð ásamt því að rekstur þeirra sé fjarskiptafyrirtækjunum óhagkvæmur. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar frá fjarskiptafyrirtækjunum um fjölda senda sem lokað verður en ljóst er af útbreiðslukortunum á heimasíðu Fjarskiptastofnunnar að þeir eru nokkrir í Skagafirði.
Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari breytingu og þá sérstaklega að það eigi að loka 3G dreifikerfinu, en bæði samkvæmt fyrirliggjandi útbreiðslukortum og reynslu okkar í raunheimum að þá eru símar íbúa í Skagafirði mjög oft að nota það kerfi vegna þess að 4G og hvað þá 5G eru engan veginn að dekka þau svæði sem þau eru sögð dekka á umræddum útbreiðslukortum. Það þekkjum við vel af reynslunni og ef fylgst er með því kerfi sem viðkomandi símtæki notar á mismunandi stöðum má mjög oft sjá að einungis 3G net er í boði fyrir GSM síma.
Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á fjarskiptafyrirtækin öll að endurskoða þessa lokun og láta hana ekki taka gildi fyrr en tryggt er í það minnsta að 4G dreifikerfið nái sannarlega til þeirra svæða sem 3G er að dekka í dag en þau eru fjölmörg um allan Skagafjörð og þá sérstaklega á svæðum utan þéttbýlisstaðanna. Jafnframt óskum við eftir að Fjarskiptastofa svari formlega með hvaða hætti þeir ætli að tryggja að þjónusta við GSM símakerfið skerðist ekki frá núverandi stöðu um næstu áramót við þessa breytingu." -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31 Lögð fram umsókn frá Stefaníu Ingu Sigurðardóttur um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir umsóknina samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31 Lögð fram umsókn frá Heimi Guðmundssyni um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela landbúnaðarfulltrúa óska eftir frekari upplýsingum varðandi húsakost og bendir á að fjöldi hrossa á Nöfum má ekki vera nema 5. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 147/2025, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 162/2002 um úrvinnslugjald". Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31 Kynning á urðunartölum eftir upptökusvæðum fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Sé eingöngu horft á tölur um urðun úr Skagafirði er ánægjulegt að sjá að blandaður úrgangur frá heimilum heldur áfram að dragast saman, en því miður eykst blandaður úrgangur frá fyrirtækjum til urðunar. Í heildina minnkar urðað magn úr Skagafirði lítillega sem er jákvætt. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
3.Skipulagsnefnd - 80
Málsnúmer 2508011FVakta málsnúmer
Fundargerð 80. fundar skipulagsnefndar frá 21. ágúst 2025 lögð fram til afgreiðslu á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 80 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir lóð Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35 á Sauðárkróki, mál nr. 2992/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/992/ ) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagslýsingin var í auglýsingu dagana 16.07.2025- 13.08.2025 og bárust 7 umsagnir.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar skipulagnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 80 Málið áður á dagskrá á 39. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 23.06.2025, þá bókað:
"Vísað frá 77. fundi skipulagsnefndar þann 18. júní sl., þannig bókað: "Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen þinglýstir eigendur íbúðar á 2. hæð Skagfirðingabrautar 45, 550 Sauðárkróki (F2132154) óska hér með eftir heimild til að stækka svalir á íbúð á 2 hæð. skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 79012100, gerður af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Meðfylgjandi uppdráttur sýnir tillöguteikningu með afstöðumynd og ásýndarmyndum í þrívídd sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri stækkun svala sem sótt er um heimild fyrir. Ekki er um fullunnin hönnungargögn að ræða á þessu stigi. Um er að ræða stækkun á svölum til suðurs um 6,5 metra. Gert er ráð fyrir þremur burðarsúlum syðst. Svæðið undir svölum verður nýtt sem bílskýli. Framkvæmdin er innan núv. lóðarmarka fasteignarinnar. Í ljósi þess að deiliskipulag er ekki í gildi fyrir svæðið, er óskað eftir að málið verði tekið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd. Tekið hefur verið mið af grenndaráhrifum og eru það helst nágrannar aðliggjandi lóða sem gætu orðið fyrir áhrifum, auk fasteignareiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45. Framkvæmdin er talin falla vel að nærliggjandi byggð og hagsmunir nágranna skerðist að takmörkuðu leyti hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta nýtan leika og aðgengi að útisvæði, án þess að skerða ásýnd eða hagsmuni nágranna. Með erindinu fylgir einnig samþykki eiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4." Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4."
Grenndarkynningin fór fram dagana 25.06.2025- 27.07.2025 og bárust tvær umsagnir á umsagnartímanum (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/875 ).
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum frá umsækjendum varðandi möguleg áhrif framkvæmdarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar skipulagnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 80 Málið áður á dagskrá á 39. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 23.06.2025, þá bókað: "Vísað frá 77.fundi skipulagsnefndar til afgreiðslusveitarstjórnar, þannig bókað: Málið áður á dagskrá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12.06.2025, þá bókað: "Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 26. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 8 við Fornós á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3358, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir maí 2025, uppfærðir 5. júní 2025. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15." Hrefna Gerður Björnsdóttir lóðarhafi Fornós 8 óskar eftir að framkvæmdin verði einnig grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fornós 3 og 4. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 3, 4, 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15. Sveitarstjórn samþykkir með niu atkvæðum að fyrirhuguð framkvæmd skuli grenndarkynnt fyrir ofantöldum lóðarhöfum við Fornós og Hólmagrund."
Grenndarkynningin fór fram dagana 25.06.2025- 27.07.2025 en engar umsagnir bárust á umsagnartímanum (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/874 ).
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna framkvæmd eins og henni er lýst í framlögðum gögnum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fornós 8 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 80 Aldís Hilmarsdóttir f.h. Golfklúbbs Skagafjarðar, þinglýsts lóðarhafa Lóðar 22, Hlíðarenda, landnr. L143908, óskar eftir heimild til að stofna 770 m² byggingarreit á lóð, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 143908 útg. 18.08.2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýjan golfskála á núverandi reit sem eldri golfskáli stendur. Fyrirhugað er að fjarlægja núverandi skála sem er skráður 117,5m² og byggja nýjan skála sem verður 230m², hámarksbyggingarhæð verður 5,5 m frá gólfi í mæni og þak verður einhalla.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu íþróttasvæði nr. ÍÞ-402 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á íþróttasvæði. Leyfilegt hámarks byggingarmagn er skilgreint sem 500m² skv. greinargerð aðalskipulags í gr. 4.11.3. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á íþróttasvæðum og í takt við þá notkun og staðsetningu sem viðhöfð hefur verið á svæðinu. Fyrirhuguð bygging nýs golfskála mun styðja við þá starfssemi sem er hjá Golfklúbbi Skagafjarðar og um leið bjóða upp á aðstöðu fyrir fólk í útivist á svæðinu. Byggingarreitur er staðsettur þannig að nýting núverandi innviða, s.s. vegakerfi, hitaveitu, rafmagnsveitu og fjarskipta, kallar ekki á umfangsmiklar framkvæmdir sem talið er að séu ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi.
Staðsetning byggingarreits, sem hér er sótt um, byggir á núverandi staðsetningu golfskála og hagrænni nýtingu innviða. Byggingaráform samrýmast núverandi landnotkun og lögð verður áhersla á fyrirhuguð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lóð 22, Hlíðarenda L143908 á Sauðárkróki - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 80 Oddur Hermannsson landlagsarkitekt sækir um fyrir hönd veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir stígagerð og útsýnisstaði við Staðarbjargavík samkvæmd gildandi deiliskipulagi sem staðsett er við sjávarmál Hofsóss, neðan við sundlaug bæjarins.
Núverandi aðkoma er frá bílastæði við sundlaug niður bratta hlíð með bröttum þrepum úr timbri. Aukið álag kallar orðið á úrbætur á aðgengi staðarins.
Um er að ræða fjóra útsýnisstaði og gönguleiðir á milli þeirra sem eru um stíga og tröppur. Smávægilegar breytingar verða á núverandi bílastæði.
Frá núverandi bílastæði deilist stígurinn í tvær áttir, annarsvegar suðvestur (G1) að mörkum sundlaugalóðar þar sem fyrsti útsýnis- og áningarstaðurinn er (Ú1), og hinsvegar austur (G2) með Hofsósbraut að útsýnis- og áningarstað (Ú4).
Frá Ú1 leiða bogadregin tröppuþrep (S1) niður brekkuna, þar sem gengið er inn á útsýnispall og áningastað Ú2. Frá honum liggja áfram bogdregin tröppuþrep (S2) niður á stuðlabergsklappirnar. Þar er útsýnis- og áningarstaður Ú3 og fyrirhugað að jarðvegur verði hreinsaður svo stuðlabergsklöppin þar undir verði sýnileg. Mót sjó verður sett handrið vegna öryggis ferðamanna.
Áætlaður framkvæmdatími er haustið 2025 (undirstöður) og vorið 2026 með þeim fyrirvara að einstakir verkþættir gætu dregist yfir á sumarið 2026 sökum óviðráðanlegra aðstæðna. Sé vetrartíð hagstæð gæti verkið hinsvegar unnist hraðar.
Verkmörk eru sýnd á uppdrætti, sjá yfirlitsmynd Landform, teikn. nr. L-01. Sérstakar varúðarráðstafanir skal gera á verktíma, þar sem um er að ræða fjölmennan ferðamannastað og oft mikil umferð á fólki. Á þetta ekki síst við um stundir utan vinnutíma verktaka og skal þá klapparsvæði við Ú3 vera lokað á meðan á framkvæmdum stendur. Verktaki má ekki loka eða hindra eðlilega umferð um Hofsós- né Suðurbraut en gera verður ráð fyrir að bílastæði við sundlaug verði lokað á framkvæmdatíma og bílastæði Hofsóskirkju verði notað fyrir sundlaugina á meðan.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Staðarbjargarvík - Framkvæmdaleyfisumsókn, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 80 Sigfús Ingi Sigfússon, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda landeignarinnar Kálfárdals, landnúmer 145945, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar og slóða frá núverandi slóða, u.þ.b. 1,2 km frá bæjarhlaði Kálfárdals, um Selhóla að Trölleyrum. Meðfylgjandi uppdráttur nr. S01, dags. 17.08.2025 og framkvæmdarlýsing, dags. 17.08.2025, í verki nr. 77471001 gera grein fyrir framkvæmdinni.
Framkvæmdin gengur út á að breikka núverandi fjárgötur í 1,5 - 2 m breiðan slóða. Slétt verður úr þúfum og stórir steinar færðir til þar sem þarf. Sett verða niður ræsi þar sem þvera þarf læki til að lágmarka skemmdir á landi til lengri tíma. Áætlaður framkvæmdatími er 3 mánuðir. Að lokinni framkvæmd verður endanlega lega mæld og gögnum skilað í grunn Vega í náttúru Íslands.
Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er gert grein fyrir umræddri leið á sveitarfélagsuppdrætti 1, flokkur er Vegir, götur og stígar og undirflokkur er Gönguleið. Það er því þegar gert ráð fyrir mannaferðum um svæðið. Fyrirhuguð framkvæmd gengur ekki inn á nein verndarsvæði og er ekki sýnileg frá þjóðvegi. Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar, án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Kálfárdalur L145945 - Smalaslóði, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 80 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 15. júlí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Smára Björnssyni byggingarfræðingi f.h. Bjarna Bragasonar eiganda jarðarinnar Geldingaholts IV L223292 um leyfi til að til að byggja við núverandi lausagöngufjós fyrir geldneyti á jörðinni.
Framlagðir aðaluppdrættir gerð af umsækjanda ásamt viðauka. Uppdrættir eru í verki 3385, númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 01.07.2025.
Ekki liggur fyrir umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir landeiganda Geldingarholts II L146030. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Geldingaholt IV - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 80 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 10.07.2025 þá bókað:
“Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 20.02.2025, þá bókað: “Inga Skagfjörð Helgadóttir sækir um parhúsalóðina Birkimel 21-23 í Varmahlíð. Jafnframt sækir hún um að fá lóðinni breytt í einbýlishúsalóð úr parhúsalóð með deiliskipulagsbreytingu, gangi það ekki eftir vill hún sækja samt sem áður um lóðina sem parhúsalóð. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umbeðinni deiliskipulagsbreytingu að breyta lóðinni úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð en samþykkir jafnframt samhljóða að úthluta lóðinni Birkimel 21-23 í Varmahlíð sem parhúsalóð til Ingu Skagfjörð Helgadóttur." Nú hefur borist annað erindi frá lóðarhöfum þar sem óskað er aftur með frekari rökum eftir því að Birkimel 21-23 verði breytt úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð í gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta erindinu og fela skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður fundarins."
Skipulagsnefnd felst á að breyta lóðinni Birkimel 21-23 úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð og telur að um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, skuggavarp, útsýni eða innsýn svo ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og eða umsækjenda.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila uppbyggingu einbýlishúss á parhúsalóðinni við Birkimel 21-23 og gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Birkimelur 21-23 - Umsókn um lóð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 80 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 66 þann 11.07.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar skipulagnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 80 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 67 þann 18.07.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar skipulagnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 80 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 68 þann 25.07.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar skipulagnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
4.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 27. ágúst 2025, þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar til 3. september 2025.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar á meðan hann er í leyfi. Forseti ber upp tillögu um Hrund Pétursdóttur sem formann fræðslunefndar, Sigrúnu Evu Helgadóttur sem aðalmann og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamann Sigrúnar Evu. Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar á meðan hann er í leyfi. Forseti ber upp tillögu um Hrund Pétursdóttur sem formann fræðslunefndar, Sigrúnu Evu Helgadóttur sem aðalmann og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamann Sigrúnar Evu. Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
5.Samþykkt um hesthús og umgengni í hesthúsahverfinu á Sauðárkróki
Málsnúmer 2508162Vakta málsnúmer
Lögð fram samþykkt um hesthús og umgengni í hesthúsahverfinu á Sauðárkróki, dagsett 3. júlí 2025 og undirrituð af Sigríði Hjaltadóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
Framlögð samþykkt borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
Framlögð samþykkt borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
6.Fornós 8 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa.
Málsnúmer 2506036Vakta málsnúmer
Vísað frá 80. fundi skipulagsnefndar frá 21. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá á 39. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 23.06.2025, þá bókað: "Vísað frá 77.fundi skipulagsnefndar til afgreiðslusveitarstjórnar, þannig bókað: Málið áður á dagskrá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12.06.2025, þá bókað: "Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 26. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 8 við Fornós á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3358, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir maí 2025, uppfærðir 5. júní 2025. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15." Hrefna Gerður Björnsdóttir lóðarhafi Fornós 8 óskar eftir að framkvæmdin verði einnig grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fornós 3 og 4. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 3, 4, 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15. Sveitarstjórn samþykkir með niu atkvæðum að fyrirhuguð framkvæmd skuli grenndarkynnt fyrir ofantöldum lóðarhöfum við Fornós og Hólmagrund."
Grenndarkynningin fór fram dagana 25.06.2025- 27.07.2025 en engar umsagnir bárust á umsagnartímanum (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/874 ).
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna framkvæmd eins og henni er lýst í framlögðum gögnum."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðna framkvæmd eins og henni er lýst í framlögðum gögnum.
"Málið áður á dagskrá á 39. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 23.06.2025, þá bókað: "Vísað frá 77.fundi skipulagsnefndar til afgreiðslusveitarstjórnar, þannig bókað: Málið áður á dagskrá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12.06.2025, þá bókað: "Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 26. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 8 við Fornós á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3358, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir maí 2025, uppfærðir 5. júní 2025. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15." Hrefna Gerður Björnsdóttir lóðarhafi Fornós 8 óskar eftir að framkvæmdin verði einnig grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fornós 3 og 4. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 3, 4, 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15. Sveitarstjórn samþykkir með niu atkvæðum að fyrirhuguð framkvæmd skuli grenndarkynnt fyrir ofantöldum lóðarhöfum við Fornós og Hólmagrund."
Grenndarkynningin fór fram dagana 25.06.2025- 27.07.2025 en engar umsagnir bárust á umsagnartímanum (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/874 ).
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna framkvæmd eins og henni er lýst í framlögðum gögnum."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðna framkvæmd eins og henni er lýst í framlögðum gögnum.
7.Lóð 22, Hlíðarenda L143908 á Sauðárkróki - Umsókn um stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2508143Vakta málsnúmer
Vísað frá 80. fundi skipulagsnefndar frá 21. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Aldís Hilmarsdóttir f.h. Golfklúbbs Skagafjarðar, þinglýsts lóðarhafa Lóðar 22, Hlíðarenda, landnr. L143908, óskar eftir heimild til að stofna 770 m² byggingarreit á lóð, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 143908 útg. 18.08.2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýjan golfskála á núverandi reit sem eldri golfskáli stendur. Fyrirhugað er að fjarlægja núverandi skála sem er skráður 117,5m² og byggja nýjan skála sem verður 230m², hámarksbyggingarhæð verður 5,5 m frá gólfi í mæni og þak verður einhalla.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu íþróttasvæði nr. ÍÞ-402 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á íþróttasvæði. Leyfilegt hámarks byggingarmagn er skilgreint sem 500m² skv. greinargerð aðalskipulags í gr. 4.11.3. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á íþróttasvæðum og í takt við þá notkun og staðsetningu sem viðhöfð hefur verið á svæðinu. Fyrirhuguð bygging nýs golfskála mun styðja við þá starfssemi sem er hjá Golfklúbbi Skagafjarðar og um leið bjóða upp á aðstöðu fyrir fólk í útivist á svæðinu. Byggingarreitur er staðsettur þannig að nýting núverandi innviða, s.s. vegakerfi, hitaveitu, rafmagnsveitu og fjarskipta, kallar ekki á umfangsmiklar framkvæmdir sem talið er að séu ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi.
Staðsetning byggingarreits, sem hér er sótt um, byggir á núverandi staðsetningu golfskála og hagrænni nýtingu innviða. Byggingaráform samrýmast núverandi landnotkun og lögð verður áhersla á fyrirhuguð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit
„Aldís Hilmarsdóttir f.h. Golfklúbbs Skagafjarðar, þinglýsts lóðarhafa Lóðar 22, Hlíðarenda, landnr. L143908, óskar eftir heimild til að stofna 770 m² byggingarreit á lóð, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 143908 útg. 18.08.2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýjan golfskála á núverandi reit sem eldri golfskáli stendur. Fyrirhugað er að fjarlægja núverandi skála sem er skráður 117,5m² og byggja nýjan skála sem verður 230m², hámarksbyggingarhæð verður 5,5 m frá gólfi í mæni og þak verður einhalla.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu íþróttasvæði nr. ÍÞ-402 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á íþróttasvæði. Leyfilegt hámarks byggingarmagn er skilgreint sem 500m² skv. greinargerð aðalskipulags í gr. 4.11.3. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á íþróttasvæðum og í takt við þá notkun og staðsetningu sem viðhöfð hefur verið á svæðinu. Fyrirhuguð bygging nýs golfskála mun styðja við þá starfssemi sem er hjá Golfklúbbi Skagafjarðar og um leið bjóða upp á aðstöðu fyrir fólk í útivist á svæðinu. Byggingarreitur er staðsettur þannig að nýting núverandi innviða, s.s. vegakerfi, hitaveitu, rafmagnsveitu og fjarskipta, kallar ekki á umfangsmiklar framkvæmdir sem talið er að séu ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi.
Staðsetning byggingarreits, sem hér er sótt um, byggir á núverandi staðsetningu golfskála og hagrænni nýtingu innviða. Byggingaráform samrýmast núverandi landnotkun og lögð verður áhersla á fyrirhuguð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit
8.Staðarbjargarvík - Framkvæmdaleyfisumsókn
Málsnúmer 2508142Vakta málsnúmer
Vísað frá 80. fundi skipulagsnefndar frá 21. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Oddur Hermannsson landlagsarkitekt sækir um fyrir hönd veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir stígagerð og útsýnisstaði við Staðarbjargavík samkvæmd gildandi deiliskipulagi sem staðsett er við sjávarmál Hofsóss, neðan við sundlaug bæjarins.
Núverandi aðkoma er frá bílastæði við sundlaug niður bratta hlíð með bröttum þrepum úr timbri. Aukið álag kallar orðið á úrbætur á aðgengi staðarins.
Um er að ræða fjóra útsýnisstaði og gönguleiðir á milli þeirra sem eru um stíga og tröppur. Smávægilegar breytingar verða á núverandi bílastæði.
Frá núverandi bílastæði deilist stígurinn í tvær áttir, annarsvegar suðvestur (G1) að mörkum sundlaugalóðar þar sem fyrsti útsýnis- og áningarstaðurinn er (Ú1), og hinsvegar austur (G2) með Hofsósbraut að útsýnis- og áningarstað (Ú4).
Frá Ú1 leiða bogadregin tröppuþrep (S1) niður brekkuna, þar sem gengið er inn á útsýnispall og áningastað Ú2. Frá honum liggja áfram bogdregin tröppuþrep (S2) niður á stuðlabergsklappirnar. Þar er útsýnis- og áningarstaður Ú3 og fyrirhugað að jarðvegur verði hreinsaður svo stuðlabergsklöppin þar undir verði sýnileg. Mót sjó verður sett handrið vegna öryggis ferðamanna.
Áætlaður framkvæmdatími er haustið 2025 (undirstöður) og vorið 2026 með þeim fyrirvara að einstakir verkþættir gætu dregist yfir á sumarið 2026 sökum óviðráðanlegra aðstæðna. Sé vetrartíð hagstæð gæti verkið hinsvegar unnist hraðar.
Verkmörk eru sýnd á uppdrætti, sjá yfirlitsmynd Landform, teikn. nr. L-01. Sérstakar varúðarráðstafanir skal gera á verktíma, þar sem um er að ræða fjölmennan ferðamannastað og oft mikil umferð á fólki. Á þetta ekki síst við um stundir utan vinnutíma verktaka og skal þá klapparsvæði við Ú3 vera lokað á meðan á framkvæmdum stendur. Verktaki má ekki loka eða hindra eðlilega umferð um Hofsós- né Suðurbraut en gera verður ráð fyrir að bílastæði við sundlaug verði lokað á framkvæmdatíma og bílastæði Hofsóskirkju verði notað fyrir sundlaugina á meðan.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
„Oddur Hermannsson landlagsarkitekt sækir um fyrir hönd veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir stígagerð og útsýnisstaði við Staðarbjargavík samkvæmd gildandi deiliskipulagi sem staðsett er við sjávarmál Hofsóss, neðan við sundlaug bæjarins.
Núverandi aðkoma er frá bílastæði við sundlaug niður bratta hlíð með bröttum þrepum úr timbri. Aukið álag kallar orðið á úrbætur á aðgengi staðarins.
Um er að ræða fjóra útsýnisstaði og gönguleiðir á milli þeirra sem eru um stíga og tröppur. Smávægilegar breytingar verða á núverandi bílastæði.
Frá núverandi bílastæði deilist stígurinn í tvær áttir, annarsvegar suðvestur (G1) að mörkum sundlaugalóðar þar sem fyrsti útsýnis- og áningarstaðurinn er (Ú1), og hinsvegar austur (G2) með Hofsósbraut að útsýnis- og áningarstað (Ú4).
Frá Ú1 leiða bogadregin tröppuþrep (S1) niður brekkuna, þar sem gengið er inn á útsýnispall og áningastað Ú2. Frá honum liggja áfram bogdregin tröppuþrep (S2) niður á stuðlabergsklappirnar. Þar er útsýnis- og áningarstaður Ú3 og fyrirhugað að jarðvegur verði hreinsaður svo stuðlabergsklöppin þar undir verði sýnileg. Mót sjó verður sett handrið vegna öryggis ferðamanna.
Áætlaður framkvæmdatími er haustið 2025 (undirstöður) og vorið 2026 með þeim fyrirvara að einstakir verkþættir gætu dregist yfir á sumarið 2026 sökum óviðráðanlegra aðstæðna. Sé vetrartíð hagstæð gæti verkið hinsvegar unnist hraðar.
Verkmörk eru sýnd á uppdrætti, sjá yfirlitsmynd Landform, teikn. nr. L-01. Sérstakar varúðarráðstafanir skal gera á verktíma, þar sem um er að ræða fjölmennan ferðamannastað og oft mikil umferð á fólki. Á þetta ekki síst við um stundir utan vinnutíma verktaka og skal þá klapparsvæði við Ú3 vera lokað á meðan á framkvæmdum stendur. Verktaki má ekki loka eða hindra eðlilega umferð um Hofsós- né Suðurbraut en gera verður ráð fyrir að bílastæði við sundlaug verði lokað á framkvæmdatíma og bílastæði Hofsóskirkju verði notað fyrir sundlaugina á meðan.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
9.Kálfárdalur L145945 - Smalaslóði
Málsnúmer 2508077Vakta málsnúmer
Vísað frá 80. fundi skipulagsnefndar frá 21. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Sigfús Ingi Sigfússon, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda landeignarinnar Kálfárdals, landnúmer 145945, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar og slóða frá núverandi slóða, u.þ.b. 1,2 km frá bæjarhlaði Kálfárdals, um Selhóla að Trölleyrum. Meðfylgjandi uppdráttur nr. S01, dags. 17.08.2025 og framkvæmdarlýsing, dags. 17.08.2025, í verki nr. 77471001 gera grein fyrir framkvæmdinni.
Framkvæmdin gengur út á að breikka núverandi fjárgötur í 1,5 - 2 m breiðan slóða. Slétt verður úr þúfum og stórir steinar færðir til þar sem þarf. Sett verða niður ræsi þar sem þvera þarf læki til að lágmarka skemmdir á landi til lengri tíma. Áætlaður framkvæmdatími er 3 mánuðir. Að lokinni framkvæmd verður endanlega lega mæld og gögnum skilað í grunn Vega í náttúru Íslands.
Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er gert grein fyrir umræddri leið á sveitarfélagsuppdrætti 1, flokkur er Vegir, götur og stígar og undirflokkur er Gönguleið. Það er því þegar gert ráð fyrir mannaferðum um svæðið. Fyrirhuguð framkvæmd gengur ekki inn á nein verndarsvæði og er ekki sýnileg frá þjóðvegi. Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar, án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
„Sigfús Ingi Sigfússon, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda landeignarinnar Kálfárdals, landnúmer 145945, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar og slóða frá núverandi slóða, u.þ.b. 1,2 km frá bæjarhlaði Kálfárdals, um Selhóla að Trölleyrum. Meðfylgjandi uppdráttur nr. S01, dags. 17.08.2025 og framkvæmdarlýsing, dags. 17.08.2025, í verki nr. 77471001 gera grein fyrir framkvæmdinni.
Framkvæmdin gengur út á að breikka núverandi fjárgötur í 1,5 - 2 m breiðan slóða. Slétt verður úr þúfum og stórir steinar færðir til þar sem þarf. Sett verða niður ræsi þar sem þvera þarf læki til að lágmarka skemmdir á landi til lengri tíma. Áætlaður framkvæmdatími er 3 mánuðir. Að lokinni framkvæmd verður endanlega lega mæld og gögnum skilað í grunn Vega í náttúru Íslands.
Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er gert grein fyrir umræddri leið á sveitarfélagsuppdrætti 1, flokkur er Vegir, götur og stígar og undirflokkur er Gönguleið. Það er því þegar gert ráð fyrir mannaferðum um svæðið. Fyrirhuguð framkvæmd gengur ekki inn á nein verndarsvæði og er ekki sýnileg frá þjóðvegi. Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar, án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
10.Geldingaholt IV - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2508109Vakta málsnúmer
Vísað frá 80. fundi skipulagsnefndar frá 21. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 15. júlí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Smára Björnssyni byggingarfræðingi f.h. Bjarna Bragasonar eiganda jarðarinnar Geldingaholts IV L223292 um leyfi til að til að byggja við núverandi lausagöngufjós fyrir geldneyti á jörðinni.
Framlagðir aðaluppdrættir gerð af umsækjanda ásamt viðauka. Uppdrættir eru í verki 3385, númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 01.07.2025.
Ekki liggur fyrir umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir landeiganda Geldingarholts II L146030.“
Nú hefur sveitarfélaginu borist gögn frá umsækjanda með yfirlýsingu landeiganda Geldingarholts II L146030 dags. 21.08.2025 þar fram kemur að hann geri ekki athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu. Fyrir fundi sveitarstjórnar liggur jafnframt tillaga frá Skipulagsfulltrúa um að heimila umbeðna framkvæmd þar sem yfirlýsing landeigenda Geldingarholts II liggur fyrir enda geri hann ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Er því ekki þörf á grendarkynningu vegna málsins.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að heimila umbeðnar framkvæmdir.
„Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 15. júlí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Smára Björnssyni byggingarfræðingi f.h. Bjarna Bragasonar eiganda jarðarinnar Geldingaholts IV L223292 um leyfi til að til að byggja við núverandi lausagöngufjós fyrir geldneyti á jörðinni.
Framlagðir aðaluppdrættir gerð af umsækjanda ásamt viðauka. Uppdrættir eru í verki 3385, númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 01.07.2025.
Ekki liggur fyrir umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir landeiganda Geldingarholts II L146030.“
Nú hefur sveitarfélaginu borist gögn frá umsækjanda með yfirlýsingu landeiganda Geldingarholts II L146030 dags. 21.08.2025 þar fram kemur að hann geri ekki athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu. Fyrir fundi sveitarstjórnar liggur jafnframt tillaga frá Skipulagsfulltrúa um að heimila umbeðna framkvæmd þar sem yfirlýsing landeigenda Geldingarholts II liggur fyrir enda geri hann ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Er því ekki þörf á grendarkynningu vegna málsins.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að heimila umbeðnar framkvæmdir.
11.Birkimelur 21-23 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2502186Vakta málsnúmer
Vísað frá 80. fundi skipulagsnefndar frá 21. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 10.07.2025 þá bókað:
"Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 20.02.2025, þá bókað: "Inga Skagfjörð Helgadóttir sækir um parhúsalóðina Birkimel 21-23 í Varmahlíð. Jafnframt sækir hún um að fá lóðinni breytt í einbýlishúsalóð úr parhúsalóð með deiliskipulagsbreytingu, gangi það ekki eftir vill hún sækja samt sem áður um lóðina sem parhúsalóð. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umbeðinni deiliskipulagsbreytingu að breyta lóðinni úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð en samþykkir jafnframt samhljóða að úthluta lóðinni Birkimel 21-23 í Varmahlíð sem parhúsalóð til Ingu Skagfjörð Helgadóttur." Nú hefur borist annað erindi frá lóðarhöfum þar sem óskað er aftur með frekari rökum eftir því að Birkimel 21-23 verði breytt úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð í gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta erindinu og fela skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður fundarins."
Skipulagsnefnd felst á að breyta lóðinni Birkimel 21-23 úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð og telur að um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, skuggavarp, útsýni eða innsýn svo ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og eða umsækjenda.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila uppbyggingu einbýlishúss á parhúsalóðinni við Birkimel 21-23 og gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila uppbyggingu einbýlishúss á parhúsalóðinni við Birkimel 21-23 og gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.
„Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 10.07.2025 þá bókað:
"Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 20.02.2025, þá bókað: "Inga Skagfjörð Helgadóttir sækir um parhúsalóðina Birkimel 21-23 í Varmahlíð. Jafnframt sækir hún um að fá lóðinni breytt í einbýlishúsalóð úr parhúsalóð með deiliskipulagsbreytingu, gangi það ekki eftir vill hún sækja samt sem áður um lóðina sem parhúsalóð. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umbeðinni deiliskipulagsbreytingu að breyta lóðinni úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð en samþykkir jafnframt samhljóða að úthluta lóðinni Birkimel 21-23 í Varmahlíð sem parhúsalóð til Ingu Skagfjörð Helgadóttur." Nú hefur borist annað erindi frá lóðarhöfum þar sem óskað er aftur með frekari rökum eftir því að Birkimel 21-23 verði breytt úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð í gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta erindinu og fela skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður fundarins."
Skipulagsnefnd felst á að breyta lóðinni Birkimel 21-23 úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð og telur að um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, skuggavarp, útsýni eða innsýn svo ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og eða umsækjenda.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila uppbyggingu einbýlishúss á parhúsalóðinni við Birkimel 21-23 og gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila uppbyggingu einbýlishúss á parhúsalóðinni við Birkimel 21-23 og gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.
12.Fundargerðir byggðarráðs
Málsnúmer 2508193Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar fundargerðir byggðarráðs Skagafjarðar númer 152 frá 25. júní sl, 153 frá 2. júlí sl., 154 frá 9. júlí sl., 155 frá 16. júlí sl., 156 frá 23. júlí sl., 157 frá 15. ágúst sl. og 158 frá 20. ágúst sl.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025.
13.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra 2025
Málsnúmer 2504043Vakta málsnúmer
Fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 28. maí 2025 og 25. júní 2025 lagðar fram til kynningar á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025.
Fundi slitið - kl. 16:38.