Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36

Málsnúmer 2508008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 40. fundur - 27.08.2025

Fundargerð 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 20. ágúst 2025 lögð fram til afgreiðslu á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Deildarstjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni

    Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá deildarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til umræðu.

    Nefndin hefur fundað með forstöðumönnum og starfsfólki menningarmála vegna fjárhagsáætlunargerð fyrir 2026.

    Nú liggja fyrir helstu áhersluverkefni fyrir komandi ár og samþykkir nefndin samhljóða að fela deildarstjóra að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Umræður um rammaáætlun fyrir málaflokk 13 - Atvinnumál.

    Nefndin ræddi helstu áhersluverkefni fyrir árið 2026 vegna fjárhagsáætlunargerð fyrir 2026.

    Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dags. 13. júní 2025, þar sem óskað er eftir uppfærðum lista yfir forgangsverkefni frá sveitarfélögum á Norðurlandi.

    Skagafjörður auglýsti eftir tillögum að verkefnum fyrir sveitarfélagið 25. júní sl. og var gefinn frestur til 31. júlí sl. til að skila þeim inn.

    Engar tillögur bárust og samþykkir verður því sendur inn óbreyttur listi frá fyrra ári.

    Nefndin samþykkir samhljóða að forgangsverkefni Skagafjarðar séu eftirfarandi:

    Staðarbjargavík á Hofsósi
    Hólar í Hjaltadal
    Glaumbær
    Kakalaskáli
    Austurdalur í Skagafirði
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Lagt fram erindi frá Tómasi Árdal fyrir hönd Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði dags. 2. júlí 2025.

    Á fundi félagsins sem fór fram daginn áður var ákveðið að veita fjármagn fyrir stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustuna í Skagafirði og óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins í slíku verkefni.

    Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið sambærilegt verkefni með öðrum sveitafélögum í landshlutanum sem gengur út á það að safna upplýsingum um innviði og stöðu ferðaþjónustunnar á vissum svæðum. Síðan eru listaðar upp hugmyndir að aðgerðum til frekari þróunar ferðaþjónustu á því svæði sem um ræðir.

    Nefndin þakkar Tómasi fyrir framlagt erindi og tekur jákvætt í verkefnið.

    Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að kanna kostnað við þesskonar verkefni og einnig aðkomu sveitarfélagsins að því.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Umræður um hinsegin hátíð fyrir árið 2026.

    Hinsegin dagar eru að öllu jöfnu haldnir hátíðarlegir fyrstu vikuna í ágúst, en um er að ræða daga sem eru tileinkaðir mannréttindum og margbreytileika.

    Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að ræða við SSNV og HIN - Hinsegin Norðurland um samstarfsgrundvöll fyrir hátíð á næsta ári.

    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
  • .7 2508070 Sæluvika 2026
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Lagt fram erindi frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur fulltrúa Byggðalista.

    Lagt til að skoðað verði hvort mögulegt sé að færa Sæluviku Skagfirðinga fram um tvær vikur miðað við núverandi fyrirkomulag.

    Þrátt fyrir að síðasti sunnudagur aprílmánaðar hafi undanfarin ár verið upphafsdagur Sæluviku Skagfirðinga þá hefur það ekki verið svo alla tíð. Þvert á móti þá hefur Sæluvikan, tímasetning hennar og dagskrá, mótast í gegnum árin í takt við samfélagið og þróun þess. Stór hluti íbúa Skagafjarðar eru bændur og líklegt að árstíðabundin störf geri þeim erfitt um vik að sækja dagskrá Sæluviku miðað við núverandi fyrirkomulag. Þessi breyting yrði því vonandi til að efla þessa merkilegu hefð Skagfirðinga enn frekar og auka fjölbreytni og þáttöku í viðburðum.

    Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að setja í loftið leiðbeinandi íbúakönnun og kanna áhuga á að færa tímasetningu Sæluvikunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Lagt fram erindi dags. 13. ágúst 2025 frá Magnúsi Reynissyni fyrir hönd Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem óskað er eftir áliti sveitarfélagsins um sameiginlegt lýðheilsukort fyrir íbúa landshlutans.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að afla upplýsinga um rekstur og útfærslu verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36 Framlögð ársskýrsla Héraðsskjalasafns og Listasafns Skagfirðinga 2024.

    Sólborg Una Pálsdóttir kom á fundinn og kynnti ársskýrsluna.

    Nefndin þakkar fyrir góða yfirferð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2025 með níu atkvæðum.