Fara í efni

Lóð 22, Hlíðarenda L143908 á Sauðárkróki - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2508143

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 80. fundur - 21.08.2025

Aldís Hilmarsdóttir f.h. Golfklúbbs Skagafjarðar, þinglýsts lóðarhafa Lóðar 22, Hlíðarenda, landnr. L143908, óskar eftir heimild til að stofna 770 m² byggingarreit á lóð, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 143908 útg. 18.08.2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýjan golfskála á núverandi reit sem eldri golfskáli stendur. Fyrirhugað er að fjarlægja núverandi skála sem er skráður 117,5m² og byggja nýjan skála sem verður 230m², hámarksbyggingarhæð verður 5,5 m frá gólfi í mæni og þak verður einhalla.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu íþróttasvæði nr. ÍÞ-402 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á íþróttasvæði. Leyfilegt hámarks byggingarmagn er skilgreint sem 500m² skv. greinargerð aðalskipulags í gr. 4.11.3. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á íþróttasvæðum og í takt við þá notkun og staðsetningu sem viðhöfð hefur verið á svæðinu. Fyrirhuguð bygging nýs golfskála mun styðja við þá starfssemi sem er hjá Golfklúbbi Skagafjarðar og um leið bjóða upp á aðstöðu fyrir fólk í útivist á svæðinu. Byggingarreitur er staðsettur þannig að nýting núverandi innviða, s.s. vegakerfi, hitaveitu, rafmagnsveitu og fjarskipta, kallar ekki á umfangsmiklar framkvæmdir sem talið er að séu ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi.
Staðsetning byggingarreits, sem hér er sótt um, byggir á núverandi staðsetningu golfskála og hagrænni nýtingu innviða. Byggingaráform samrýmast núverandi landnotkun og lögð verður áhersla á fyrirhuguð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 40. fundur - 27.08.2025

Vísað frá 80. fundi skipulagsnefndar frá 21. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Aldís Hilmarsdóttir f.h. Golfklúbbs Skagafjarðar, þinglýsts lóðarhafa Lóðar 22, Hlíðarenda, landnr. L143908, óskar eftir heimild til að stofna 770 m² byggingarreit á lóð, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 143908 útg. 18.08.2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýjan golfskála á núverandi reit sem eldri golfskáli stendur. Fyrirhugað er að fjarlægja núverandi skála sem er skráður 117,5m² og byggja nýjan skála sem verður 230m², hámarksbyggingarhæð verður 5,5 m frá gólfi í mæni og þak verður einhalla.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu íþróttasvæði nr. ÍÞ-402 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á íþróttasvæði. Leyfilegt hámarks byggingarmagn er skilgreint sem 500m² skv. greinargerð aðalskipulags í gr. 4.11.3. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á íþróttasvæðum og í takt við þá notkun og staðsetningu sem viðhöfð hefur verið á svæðinu. Fyrirhuguð bygging nýs golfskála mun styðja við þá starfssemi sem er hjá Golfklúbbi Skagafjarðar og um leið bjóða upp á aðstöðu fyrir fólk í útivist á svæðinu. Byggingarreitur er staðsettur þannig að nýting núverandi innviða, s.s. vegakerfi, hitaveitu, rafmagnsveitu og fjarskipta, kallar ekki á umfangsmiklar framkvæmdir sem talið er að séu ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi.
Staðsetning byggingarreits, sem hér er sótt um, byggir á núverandi staðsetningu golfskála og hagrænni nýtingu innviða. Byggingaráform samrýmast núverandi landnotkun og lögð verður áhersla á fyrirhuguð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit