Fara í efni

Geldingaholt IV - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2508109

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 80. fundur - 21.08.2025

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 15. júlí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Smára Björnssyni byggingarfræðingi f.h. Bjarna Bragasonar eiganda jarðarinnar Geldingaholts IV L223292 um leyfi til að til að byggja við núverandi lausagöngufjós fyrir geldneyti á jörðinni.
Framlagðir aðaluppdrættir gerð af umsækjanda ásamt viðauka. Uppdrættir eru í verki 3385, númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 01.07.2025.
Ekki liggur fyrir umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir landeiganda Geldingarholts II L146030.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 40. fundur - 27.08.2025

Vísað frá 80. fundi skipulagsnefndar frá 21. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 15. júlí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Smára Björnssyni byggingarfræðingi f.h. Bjarna Bragasonar eiganda jarðarinnar Geldingaholts IV L223292 um leyfi til að til að byggja við núverandi lausagöngufjós fyrir geldneyti á jörðinni.
Framlagðir aðaluppdrættir gerð af umsækjanda ásamt viðauka. Uppdrættir eru í verki 3385, númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 01.07.2025.
Ekki liggur fyrir umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir landeiganda Geldingarholts II L146030.“

Nú hefur sveitarfélaginu borist gögn frá umsækjanda með yfirlýsingu landeiganda Geldingarholts II L146030 dags. 21.08.2025 þar fram kemur að hann geri ekki athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu. Fyrir fundi sveitarstjórnar liggur jafnframt tillaga frá Skipulagsfulltrúa um að heimila umbeðna framkvæmd þar sem yfirlýsing landeigenda Geldingarholts II liggur fyrir enda geri hann ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Er því ekki þörf á grendarkynningu vegna málsins.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að heimila umbeðnar framkvæmdir.