Fara í efni

Kálfárdalur L145945 - Smalaslóði

Málsnúmer 2508077

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 80. fundur - 21.08.2025

Sigfús Ingi Sigfússon, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda landeignarinnar Kálfárdals, landnúmer 145945, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar og slóða frá núverandi slóða, u.þ.b. 1,2 km frá bæjarhlaði Kálfárdals, um Selhóla að Trölleyrum. Meðfylgjandi uppdráttur nr. S01, dags. 17.08.2025 og framkvæmdarlýsing, dags. 17.08.2025, í verki nr. 77471001 gera grein fyrir framkvæmdinni.
Framkvæmdin gengur út á að breikka núverandi fjárgötur í 1,5 - 2 m breiðan slóða. Slétt verður úr þúfum og stórir steinar færðir til þar sem þarf. Sett verða niður ræsi þar sem þvera þarf læki til að lágmarka skemmdir á landi til lengri tíma. Áætlaður framkvæmdatími er 3 mánuðir. Að lokinni framkvæmd verður endanlega lega mæld og gögnum skilað í grunn Vega í náttúru Íslands.
Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er gert grein fyrir umræddri leið á sveitarfélagsuppdrætti 1, flokkur er Vegir, götur og stígar og undirflokkur er Gönguleið. Það er því þegar gert ráð fyrir mannaferðum um svæðið. Fyrirhuguð framkvæmd gengur ekki inn á nein verndarsvæði og er ekki sýnileg frá þjóðvegi. Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar, án athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 40. fundur - 27.08.2025

Vísað frá 80. fundi skipulagsnefndar frá 21. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Sigfús Ingi Sigfússon, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda landeignarinnar Kálfárdals, landnúmer 145945, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar og slóða frá núverandi slóða, u.þ.b. 1,2 km frá bæjarhlaði Kálfárdals, um Selhóla að Trölleyrum. Meðfylgjandi uppdráttur nr. S01, dags. 17.08.2025 og framkvæmdarlýsing, dags. 17.08.2025, í verki nr. 77471001 gera grein fyrir framkvæmdinni.
Framkvæmdin gengur út á að breikka núverandi fjárgötur í 1,5 - 2 m breiðan slóða. Slétt verður úr þúfum og stórir steinar færðir til þar sem þarf. Sett verða niður ræsi þar sem þvera þarf læki til að lágmarka skemmdir á landi til lengri tíma. Áætlaður framkvæmdatími er 3 mánuðir. Að lokinni framkvæmd verður endanlega lega mæld og gögnum skilað í grunn Vega í náttúru Íslands.
Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er gert grein fyrir umræddri leið á sveitarfélagsuppdrætti 1, flokkur er Vegir, götur og stígar og undirflokkur er Gönguleið. Það er því þegar gert ráð fyrir mannaferðum um svæðið. Fyrirhuguð framkvæmd gengur ekki inn á nein verndarsvæði og er ekki sýnileg frá þjóðvegi. Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar, án athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.