Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

409. fundur 14. apríl 2021 kl. 16:15 - 17:05 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson forseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Valdimar Óskar Sigmarsson 2. varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Forseti fór þess á leit við fundarmenn að taka fundargerð byggðarráðs frá 14. apríl 2021 fyrir með afbrigðum.Samþykkt samhljóða.

1.Lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur)

Málsnúmer 2103352Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að Alþingi samþykkti 26. mars s.l. frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins. Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.
Byggðarráð samþykkir vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 957

Málsnúmer 2103015FVakta málsnúmer

Fundargerð 957. fundar byggðarráðs frá 17. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 957 Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Baldvin Jónbjarnarson frá Eflu verkfræðistofu og Arnór Halldórsson hrl. tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda bréf varðandi málið til N1 ehf., Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og eigenda fasteigna á umræddu svæði við Suðurbraut.
    Bókun fundar Afgreiðsla 957. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 957 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. mars 2021 frá Magnúsi Jónssyni, formanni Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar varðandi umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóta), 418. mál.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar styður framkomnar hugmyndir Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar um 48 daga sóknartímabil á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 957. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 957 Lagt fram ódagsett fundarboð, móttekið 11. mars 2021, um aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., föstudaginn 26. mars 2021. Sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn svo og fulltrúar fjölmiðla skv. hlutafélagalögum (nr. 2/1995). Sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 957. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 957 Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dagsett 16. mars 2021 um þörf á leikskólarými á Sauðárkróki 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 957. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 957 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2021, þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 74/2021, "Drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014, um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda". Umsagnarfrestur er til og með 24.03.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 957. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 957 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2021 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 75/2021, "Reglugerð um umsókn um samþykki ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar á grundvelli 10. gr. a jarðalaga.". Umsagnarfrestur er til og með 25.03.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 957. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 957 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2021 þar sem utanríkisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 77/2021, "Tillaga um útboð á ljósleiðaraþráðum Atlantshafsbandalagsins". Umsagnarfrestur er til og með 02.04.2021.
    Byggðarráð tekur undir markmið tillögunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 957. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 958

Málsnúmer 2103027FVakta málsnúmer

Fundargerð 958. fundar byggðarráðs frá 24. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 958 Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2021 frá Bændasamtökum Íslands varðandi áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar áskorun Bændasamtaka Íslands til sveitarfélaga landsins um að nýta innlend matvæli eins og kostur er. Mikil áhersla hefur verið lögð á þetta í skólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og má sjá þess víða merki.
    Eitt af markmiðum í menntastefnu sveitarfélagsins er að allir skólar vinni eftir manneldismarkmiðum frá Embætti Landlæknis og bjóði upp á góðar og hollar skólamáltíðir með morgunmat, hádegismat og síðdegiskaffi þar sem við á. Einnig kemur þar fram að leitast skuli við að nýta hráefni úr héraði eins og kostur er. Þessu hefur verið fylgt eftir í innkaupum hjá skólum Skagafjarðar og þar sem útboð hefur farið fram hefur verið lögð sérstök áhersla á verslun með íslensk matvæli þar sem því verður komið við hverju sinni, sérstaklega verslun með íslenskt grænmeti og kjötafurðir. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að matvæli séu framleidd sem næst neytandanum til að koma til móts við kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd. Þá ber þess að geta að ákvæði eru um holla og góða næringu í skólanámskrám allra grunnskólanna.
    Bókun fundar Forseti leggur til að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:

    Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2021 frá Bændasamtökum Íslands varðandi áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar áskorun Bændasamtaka Íslands til sveitarfélaga landsins um að nýta innlend matvæli eins og kostur er. Mikil áhersla hefur verið lögð á þetta í skólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og má sjá þess víða merki. Eitt af markmiðum í menntastefnu sveitarfélagsins er að allir skólar vinni eftir manneldismarkmiðum frá Embætti Landlæknis og bjóði upp á góðar og hollar skólamáltíðir með morgunmat, hádegismat og síðdegiskaffi þar sem við á. Einnig kemur þar fram að leitast skuli við að nýta hráefni úr héraði eins og kostur er. Þessu hefur verið fylgt eftir í innkaupum hjá skólum Skagafjarðar og þar sem útboð hefur farið fram hefur verið lögð sérstök áhersla á verslun með íslensk matvæli þar sem því verður komið við hverju sinni, sérstaklega verslun með íslenskt grænmeti og kjötafurðir. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að matvæli séu framleidd sem næst neytandanum til að koma til móts við kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd. Þá ber þess að geta að ákvæði eru um holla og góða næringu í skólanámskrám allra grunnskólanna.

    Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 958. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 958 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir þátttöku í bakhópi sem ætlunin er að setja á laggirnar til að vera vettvangur fyrir umræðu um málefni leiguíbúða á vegum sveitarfélaga.
    Byggðarráð samþykkir að skipa Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra sem fulltrúa í hópinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 958. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 958 Lagt fram bréf dagsett 15. mars 2021 frá Samtökum iðnaðarins varðandi áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til skoðunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 958. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 958 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2021 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 958. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 958 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2021 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.
    Byggðarráð leggst gegn umræddum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 958. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 958 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 958. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 958 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2021 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 74/2021, "Drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014, um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda". Umsagnarfrestur er til og með 24.03.2021.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhuguð drög að breytingu á reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
    Neytendur eiga skýlausan rétt til aðgangs að upplýsingum um matvæli eins og innihaldslýsingu, næringargildi, ofnæmis- og óþolsvalda, upprunaland o.fl. Það er ekki neytendum í hag að bjóða upp á rafrænar lausnir eins og þær sem lagðar eru til hér í stað þess að fá framangreindar upplýsingar með skýrum og greinargóðum hætti á umbúðum matvælanna sjálfra. Með fyrirhuguðum breytingum er verið að draga úr aðgangi neytenda að lögboðnum upplýsingum og dregið úr neytendavernd. Þvert á móti ættu breytingar á reglugerð að snúast um að styrkja rétt neytenda til upplýsinga um matvæli hvað varðar t.d. frumuppruna, kolefnisspor o.fl.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir sig andvígt fyrirhuguðum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 958. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 958 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 17. mars 2021 þar sem fram kemur að stjórn sambandsins hefur tekið ákvörðun um að fresta landsþingi fram í maí n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 958. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 959

Málsnúmer 2103033FVakta málsnúmer

Fundargerð 959. fundar byggðarráðs frá 31. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 959 Farið yfir gögn vegna stúkubyggingar við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn Ungmennafélagsins Tindastóls um framkvæmdina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 959. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 959 Lögð fram gögn varðandi leikskólarými á Sauðárkróki. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 959. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 959 Lagt er til að byggðarráð samþykki að fela fræðslu- og frístundaþjónustu að veita auknu fjármagni til grunnskóla og félagsmiðstöðva sveitarfélagsins til þess að hægt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna að fríum tíðavörum frá og með hausti 2021.
    Greinagerð:
    Umræða um fríar tíðavörur á almenningssalernum hefur aukist á undanförnum misserum. Fólk sem hefur blæðingar hefur almennt ekki val um hvenær blæðingar hefjast. Kynþroskaskeiðið getur verið viðkvæmur og flókinn tími fyrir börn og ungmenni á margan hátt. Fyrstu árin eru blæðingar oft óreglulegar og mismiklar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungra einstaklinga að óttast að byrja á blæðingum í skólanum og hafa ekki tíðavörur meðferðis. Því myndu aðgengilegar tíðavörur á salernum skóla og félagsmiðstöðva koma til með að minnka stress og auka þægindi.
    Virðisaukaskattur af tíðavörum var lækkaður úr 24% í 11% þann 1. september 2019 og hefur þannig almennur kostnaður lækkað. Þessi kaup ættu því að vera í líkingu við kaup á salernispappír.
    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna að undirbúningi þess að unnt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði að fríum tíðavörum frá og með haustinu 2021. Í því skyni verði upplýsinga m.a. aflað hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðavörur í skólakerfinu líkt og menntamálaráðherra boðaði fyrr í vetur. Jafnframt verði lagt mat á þann kostnað sem fellur á sveitarfélagið vegna verkefnisins og afstaða Akrahrepps til málsins könnuð til að tryggja rétt barna og ungmenna í Skagafirði til aðgangs að fríum tíðavörum í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, óháð sveitarfélagamörkum í firðinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 959. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 959 Lagt fram bréf dagsett 17. mars 2021 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi fyrir hönd Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um að halda Íslandsmót í snjócrossi þann 17. og 18. apríl 2021 á skíðasvæðinu í Tindastóli. Með erindinu fylgir staðfesting á leyfi stjórnar Skíðadeildar Tindastóls fyrir mótshaldi á skíðasvæðinu. Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt. Bókun fundar Afgreiðsla 959. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 959 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2021 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2021, "Menningarstefna". Umsagnarfrestur er til og með 02.04.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 959. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 959 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 23. mars 2021 þar sem vakin er athygli á tilkynningu frá reikningsskila- og upplýsinganefnd um álit sem birtist á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 19. mars 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 959. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 960

Málsnúmer 2104002FVakta málsnúmer

Fundargerð 960. fundar byggðarráðs frá 7. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 960 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að Alþingi samþykkti 26. mars s.l. frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins. Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, "Lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur". Samþykkt samhljóða.
  • 5.2 2103337 Afskriftabeiðnir
    Byggðarráð Skagafjarðar - 960 Lögð fram afskriftarbeiðni nr. 202103300823426, dagsett 30. mars 2021 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, vegna fyrndra þing- og sveitarsjóðsgjalda. Höfuðstóll krafna er 233.407 kr. Samtals afskrift með vöxtum 406.691 kr.
    Byggðarráð samþykkir að afskrifa kröfuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 960. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 960 Lagt fram bréf dagsett 26. mars 2021 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2021. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, s.s. sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum, en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2021.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir sviðsstjórum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 960. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 960 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. mars 2021 frá nefndarsviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 960. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 960 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 93/2021, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 14.04.2021.
    Byggðarráð samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 960. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 960 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. mars 2021 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 87/2021, "Drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024". Umsagnarfrestur er til og með 09.04.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 960. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 960 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 30. mars 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili. Stjórn sambandsins bókaði svo á fundi sínum 24. mars 2021: „Stjórn sambandsins þakkar fyrir framkomnar upplýsingar og telur að vel hafi tekist til við að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem eru í aðgerðaáætluninni. Jafnframt hvetur stjórnin sveitarfélög til að taka þátt í átakinu „Hefjum störf“. Bókun fundar Afgreiðsla 960. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

6.Byggðarráð Skagafjarðar - 961

Málsnúmer 2104009FVakta málsnúmer

Fundargerð 961. fundar byggðarráðs frá 14. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 961 Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Undir þessum dagskrárlið tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað fulltrúar Umhverfisstofnunar, Skúli Þórðarson, Halla Einarsdóttir, Frigg Thorlacius og Kristín Kröyer. Sömuleiðis tók Arnór Halldórsson hrl., lögmaður sveitarfélagsins í þessu máli, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð lýsir vonbrigðum sínum með seinagang Umhverfisstofnunar í þessu máli sem og skort á skýrum svörum og upplýsingum um framgang málsins innan stofnunarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 961. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 961 Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2020. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi hjá KPMG ehf. fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Sveitarstjórnarfulltrúarnir Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Regína Valdimarsdóttir tóku þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
    Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málisins til liðar síðar á dagskránni, "Ársreikningur 2020 - Sveitarfélagið Skagafjörður" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 961 Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknu fjármagni til fjárfestinga eignasjóðs að fjárhæð 5.725 þús.kr. Einnig er gert ráð fyrir hjá aðalsjóði að hlutafé verði selt að nafnvirði 3.500 þús.kr. Fjármögnun er mætt með lækkun handbærs fjár.
    Byggðarráð samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar síðar á dagskránni, "Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki 3" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 961 Lagt fram bréf dagsett 13. mars 2021 frá stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar þar sem stjórnin óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um stækkun Hlíðarendavallar úr 9 holu velli í 12 holu völl.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum golfklúbbsins á fund ráðsins til viðræðu um erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 961. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 961 Lagt fram bréf dagsett 30. mars 2021 frá Friðriki Rúnari Friðrikssyni, þar sem hann sækir um leyfi til að staðsetja 4,4m2 dæluhús við borholu í landi Laugabóls L146191. Um er að ræða dæluhús vegna stofnlagnar sem er í eigu umsækjanda og verður því komið fyrir við framangreinda borholu í landi sveitarfélagsins, Laugabóls. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila framkvæmdina og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 961. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 961 Lagt fram bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 30. mars 2021, þar sem nefndin kynnir kröfur fjármála- og efnahagsráðherra um þjóðlendur á svæðum sem eru til meðferðar skv. 7. mgr., 10. gr. laga nr. 58/1998.
    Í ljósi þess að kröfur fjármála- og efnahagsráðherra taka til svæða við norðurmörk Eyvindarstaðaheiðar og Hraunanna er athygli þeirra sem aðild áttu að máli nr. 5/2008 hjá óbyggðanefnd á sínum tíma sértaklega vakin á kröfum fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 19. júní 2009.
    Skorað er á þá sem telja til eignarréttinda á landsvæðum sem falla innan viðkomandi þjóðlendukröfusvæða fjármála- og efnahagsráðherra að lýsa kröfum skriflega í síðasta lagi 21. maí 2021 fyrir óbyggðanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 961. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 961 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. apríl 2021, frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 961. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 961 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 93/2021, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 14.04.2021.
    Vísað er til tilkynningar í samráðsgátt stjórnvalda þann 31. mars sl. þar sem óskað var eftir umsögn um drög að ofangreindu frumvarpi. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að kveða á um skattskyldu aðkeyptrar akstursþjónustu verktaka við fólksflutninga vegna almenningssamgangna, þar á meðal akstur vegna skipulagaða ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra og skipulagaðan flutning skólabarna. Til að koma til móts við aukin kostnað opinberra aðila við almenningssamgöngur er lagt til að ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra fái endurgreiddan 50% af greiddum virðisaukaskatti tímabundið í þrjú ár.

    Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er umfangsmikil aðkeypt akstursþjónusta vegna margra viðkvæmustu hópa samfélagsins, þ.m.t. fatlaðs fólks, aldraða og skólabarna. Er um þjónustu að ræða kostar verulegar upphæðir og því ljóst að um væri að ræða aukna skattheimtu sem nemur tugum milljóna fyrir sveitarfélagið. Ekki þarf í því ljósi að fjölyrða um umfang þessarar þjónustu hjá sveitarfélögunum í heild sinni. Byggðarráð gerir jafnframt alvarlegar athugasemdir við mat á kostnaði frumvarpsins en þar kemur fram að áhrif breytinganna á fjárhag ríkis og sveitarfélaga verði takmörkuð. Þarna er einfaldlega farið rangt með.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst með öllu gegn því að komið verði á skattskyldu aðkeyptrar akstursþjónustu verktaka.
    Bókun fundar Afgreiðsla 961. fundar byggðarráðs staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85

Málsnúmer 2103024FVakta málsnúmer

Fundargerð 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 22. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, fór yfir tillögu að breytingu á rekstri kaffistofu í Áshúsi í Glaumbæ, en rekstraraðili hefur sagt upp samningi um starfsemi í Áshúsi. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldurs og hversu stutt er í sumarið telur nefndin skynsamlegast að Byggðasafnið taki við rekstri kaffistofunnar. Þjónustan sem veitt er í Áshúsi er mjög mikilvægur hluti af upplifun safngesta af safnasvæðinu. Ákvörðun þessi verður endurmetin á haustmánuðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, fór yfir samstarfssamning Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um afnot og varðveislu Víðimýrarkirkju í Skagafirði.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Tekinn fyrir tölvupóstur frá Guðrúnu L. Ásgeirsdóttur, dagsettur 16. mars 2021, um tillögu að nýtingu á húsnæði bókasafnsins á Steinsstöðum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en telur ekki tímabært að taka ákvörðun um framtíðarnot húsnæðisins að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Tekinn fyrir tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði, en atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsti eftir umsóknum um styrkinn. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Sveitarfélaginu Skagafirði. Umsóknarfrestur rann út í lok dags 16. mars sl. Alls bárust 13 umsóknir.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákveður að halda vinnufund mánudaginn 29.mars nk. og fara yfir umsóknirnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með
    átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu liðarins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Lögð fram úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2021. Sveitarfélagið sendi inn tvær umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2021. Annarsvegar fyrir undirbúnings- og hönnunarvinnu við Ketubjörg á Skaga og hinsvegar fyrir hönnun á svæðinu frá smábátahöfninni á Sauðárkróki að Borgarsandi, með bílastæði og göngu- og hjólastíg í huga. Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut styrk að fjárhæð kr. 1.361.260,- fyrir verkefnið Ketubjörg - Aðgengi og öryggi ferðamanna. Markmiðið er að gera bílastæði, merkja svæðið vel, leggja göngustíga og gera öryggisráðstafanir við björgin, í samráði við landeigendur. Verkefnið um göngu- og hjólastíg fékk ekki úthlutun að þessu sinni.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar styrknum og öðrum styrkjum sem úthlutað var til annarra verkefna í Skagafirði. Jafnframt hvetur nefndin fyrirtæki og einstaklinga til þess að sækja um í sjóðinn fyrir árið 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

8.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 86

Málsnúmer 2103030FVakta málsnúmer

Fundargerð 86. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 29. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 86 Farið yfir umsóknir um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna áhrifa Covid-19. Nefndin samþykkir að afla nánari upplýsinga hjá umsækjendum áður en kemur til úthlutunar. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu liðarins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 86 Tekið fyrir erindi varðandi sumarlokun Héraðsskjalasafns Skagafirðinga frá Sólborgu Unu Pálsdóttur, héraðsskjalaverði, dagsett 26.03.2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillögu Sólborgar um að loka safninu frá 12. júlí 2021 - 24. júlí 2021 vegna sumarleyfa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

9.Félags- og tómstundanefnd - 287

Málsnúmer 2103017FVakta málsnúmer

Fundargerð 287. fundar félags- og tómstundanefndar frá 15. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 287 Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, kom á fundinn og fór yfir þær framkvæmdir sem áætlaðar eru og eru í gangi á verkefnasviði nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 287 Lagt fram erindi frá UMSS með ósk um hækkun á styrk til sambandsins vegna reksturs skrifstofu og húsaleigu. Nefndin samþykkir að verða við hækkun sem nemur vísitölu frá 1. janúar 2013 til dagsins í dag að upphæð 180.000 krónur. Nefndin samþykkir jafnframt að við endurskoðun á samningi við UMSS á næsta ári verði sérstaklega skoðað að leita leiða til að lækka húsnæðiskostnað, þ.m.t. að skoða hvort húsnæði í eigu sveitarfélagsins geti nýst sambandinu og aðilarfélögum þess til skrifstofuhalds. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 287 Kynnt var staða á greiddum styrkjum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna á tekjulágum heimilum. Alls hefur sveitarfélagið greitt út 25 styrki að upphæð tæpar 770.000 krónur. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 287 Til umræðu var minnisblað frístundastjóra um öryggismál sundlauganna og hvaða skyldum sundlaugaverðir gegna samkvæmt reglugerð. Nefndin samþykkir að leita leiða í samstarfi við skólana um að uppfylla reglugerð um viðeigandi mönnun á meðan á skólasundi stendur. Vonast er til að ekki þurfi að koma til lokana sundlauga á meðan á skólasundi stendur á þessari önn en komi til þess verði þær lokanir auglýstar tímanlega. Fyrir næsta skólaár verður leitað leiða með skólastjórnendum um úrlausn. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 287 Lögð fram umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2021. Nefndin samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 75.000 af málaflokki 02890. Ýmsir styrkir og framlög. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 287 Félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 39/2021. Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, umdæmisráð barnaverndar, samþætting o.fl. Umsagnarfrestur er til og með 24.02.2021. Félagsmálastjóri stiklaði á stóru um þær breytingar sem frumvarpið hefur í för með sér. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • 9.7 2103158 Dagforeldrar 2021
    Félags- og tómstundanefnd - 287 Farið var yfir stöðu biðlista eftir dagforeldri á Sauðárkróki. Elsta barnið á biðlistanum er fætt í apríl 2020. Ráðgert er að félagsmálastjóri og fræðslustjóri fundi með leikskólastjóra og eina starfandi dagforeldrinu á Sauðárkróki. Ekki þykir ástæða til að auglýsa eftir dagforeldrum á þessum tímapunkti. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 287 Í áætlun félagsmálaráðuneytisins er að taka í notkun sérstakt ,,mælaborð" sem metur velferð barna í víðu samhengi. Á síðastu misserum hefur mælaborðið verið nýtt í tilraunaskyni hjá einu sveitarfélagi en nú er áformað að taka það í notkun í öllum sveitarfélögum landsins. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 287 Lagðar fram bókanir byggðarráðs og ungmennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Félags- og tómstundanefnd tekur undir bókanir beggja aðila. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 287 Lagt fram til kynningar bréf dags. 2.mars 2021 frá Jafnréttisstofu varðandi áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Jafnréttislöggjöfin tekur nú tilliti til mun fleiri þátta en kynja eins og áður var. Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

10.Félags- og tómstundanefnd - 288

Málsnúmer 2103034FVakta málsnúmer

Fundargerð 288. fundar félags- og tómstundanefndar frá 8. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 288 Lögð fram beiðni frá Hjólreiðafélaginu Drangey um samstarf við félagsþjónustuna um aðkomu að hjólasöfnun, hjólin verða gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á að kaupa sér reiðhjól. Verkefnið er unnið í samstarfi við Barnaheill - Save the children á Íslandi. Óskað er eftir fjárstuðning til að koma verkefninu af stað og aðkomu félagsþjónustunnar við að úthluta hjólunum. Nefndin samþykkir samstarfið og felur félagsþjónustunni að framkvæma það. Bókun fundar Afgreiðsla 288. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 288 Frístundastjóri kynnti fjölda iðkenda barna og ungmenna í íþróttum og tómstundum árin 2019 og 2020. Nefndin fagnar því að Covid hefur ekki dregið úr íþrótta- og tómstundastarfi barna og ungmenna og ljóst að hækkun hvatapeninga hefur haft verulega góð áhrif á iðkun. Bókun fundar Afgreiðsla 288. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 288 Eitt mál tekið fyrir, samþykkt, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 288. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • 10.4 2103340 Sumarstörf 2021
    Félags- og tómstundanefnd - 288 Frístundastjóri og félagsmálastjóri fóru yfir þörfina fyrir afleysingar í sínum málaflokkum sumarið 2021. Ljóst er að þörfin fyrir afleysingafólk er mikil, ekki síst í málefnum fatlaðs fólks. Áfram verður unnið að ráðningum og málið kynnt betur á næstunni. Bókun fundar Afgreiðsla 288. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 288 Nefndin fagnar fundargerð Ungmennaráðs og samþykkir að boða ráðið til fundar strax í upphafi næsta skólaárs (september). Fundir með Ungmennaráði verði fastur liður á dagskrá félags- og tómstundanefndar. Nefndin tekur jafnframt jákvætt í að boðað verði til ungmennaþings þar sem kjörnir fulltrúar og fulltrúar unga fólksins ræða málin. Bókun fundar Afgreiðsla 288. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

11.Landbúnaðarnefnd - 217

Málsnúmer 2103025FVakta málsnúmer

Fundargerð 217. fundar landbúnaðarnefndar frá 31. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lögð fram drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að ljúka málinu gagnvart Akrahreppi og ráðuneyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum sínum hve langan tíma það hefur tekið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að ljúka samningagerð við bændur, sem þurftu að skera niður sitt fé vegna riðusmits. Þann 3. nóvember 2020 fyrirskipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrsta niðurskurð og nú um fjórum og hálfum mánuði seinna er fyrst verið að ganga frá samningum við bændur. Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að verkferlar við samningagerð þurfi að vera skýrir og eðlilegast að samningar liggi fyrir áður en niðurskurður fer fram. Jafnframt er mikilvægt að núverandi reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar verði endurskoðuð í heild sinni sem fyrst. Við þá endurskoðun er mikilvægt að bótagreiðslur taki á þeirri tekjuskerðingu sem bændur verða fyrir, kostnaði þeirra við hreinsun og vegna kaupa á nýjum fjárstofni. Einnig verði bætur greiddar vegna gripa sem felldir eru vegna sýnatöku á öðrum búum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun landbúnaðarnefndar svohljóðandi:

    Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum sínum hve langan tíma það hefur tekið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að ljúka samningagerð við bændur, sem þurftu að skera niður sitt fé vegna riðusmits. Þann 3. nóvember 2020 fyrirskipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrsta niðurskurð og nú um fjórum og hálfum mánuði seinna er fyrst verið að ganga frá samningum við bændur. Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að verkferlar við samningagerð þurfi að vera skýrir og eðlilegast að samningar liggi fyrir áður en niðurskurður fer fram. Jafnframt er mikilvægt að núverandi reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar verði endurskoðuð í heild sinni sem fyrst. Við þá endurskoðun er mikilvægt að bótagreiðslur taki á þeirri tekjuskerðingu sem bændur verða fyrir, kostnaði þeirra við hreinsun og vegna kaupa á nýjum fjárstofni. Einnig verði bætur greiddar vegna gripa sem felldir eru vegna sýnatöku á öðrum búum.
    Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram fundarboð um aðalfund Svartárdeildar Veiðifélags Skagafjarðar í Árgarði, laugardaginn 10. apríl 2021.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og fara með atkvæðisrétt þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram bréf dagsett 23. mars 2021 frá fjallskilastjórn Deildardals, varðandi umgengni á réttarstæði Deildardalsréttar. Ábúandi Háleggsstaða hefur ekki brugðist við ítrekuðum óskum fjallskilastjórnar um að fjarlægja heyrúllur sem hann hefur látið setja niður við réttina. Óskar fjallskilastjórnin eftir að landbúnaðarnefnd beiti sér fyrir því að heyrúllurnar verði fjarlægðar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að skora á ábúanda Háleggsstaða að fjarlægja heyrúllurnar af réttarstæðinu og veitir honum frest til 6. apríl 2021, að öðrum kosti mun nefndin sjá um að þær verði fjarlægðar á kostnað hans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram bréf dagsett 24. mars 2021 frá Páli Birgi Óskarssyni eiganda og ábúanda á Skuggabjörgum. Fer hann fram á það að Sveitarfélagið Skagafjörður fjarlægi heyrúllur af landi því sem sveitarfélagið er með á leigu fyrir fjallskilasjóð Deildardals skv. samningi frá 14. maí 2007.
    Landbúnaðarnefnd mun bregðast við ef eigandi heyrúllanna hefur ekki fjarlægt þær fyrir 6. apríl 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 14. desember 2020 frá Landgræðslunni, varðandi upplýsingar um uppgræðslu í samstarfsverkefnum á árinu 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Seyluhrepps-úthluta fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs framhluta Skagafjarðar fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

12.Skipulags- og byggingarnefnd - 402

Málsnúmer 2103026FVakta málsnúmer

Fundargerð 402. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 25. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 402 Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO, kynnir helstu áherslur, ábendingar og athugasemdir vegna yfirferðar Skipulagsstofnunar á vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Tillagan verður tilbúin innan skamms til auglýsingar, í samræmi við 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 402. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 402 Vilborg Elísdóttir sækir f.h. Gilsbúsins ehf, kt. 540502-5790, sem er þinglýstur eigandi Víkur L146010, um leyfi til að stofna 90,7 ha. landsspildu, jörð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 og S02 í verki nr. 710304 dags. 24. mars 2021. Þá er óskað eftir að nefna útskipta landið Víkurfjall. Útskipta landinu fylgir fjórðungur í óskiptu og sameiginlegu landi jarðanna, Víkur L146010, Útvíkur L146005, Glæsibæjar L145975 og Ögmundarstaða L146013. Engin hlunnindi, eða ræktað land tilheyra útskipta landinu. Lögbýlaréttur fylgir áfram Vík L146010.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 402. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 402 Egill Þórarinsson kt. 260160-3709, þinglýstur eigandi Narfastaða, lands (landnr. 179718) í Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að stofna lóð út úr landinu, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7342-01, dags. 12. mars 2021. Lóðin sem fyrirhugað er að stofna er 4.011 m2, nefnd Narfastaðir, land 1 á uppdrætti. Engin hlunnindi, ræktað land eða fasteignir tilheyra lóðinni sem fyrirhugað er að stofna. Narfastaðir, land (L179718) er ekki lögbýli.
    Skipulags- og byggingarnefd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 402. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 402 Jóna Kristín Vagnsdóttir kt. 210995-3589 og Einar Ari Einarsson kt. 300196-2259, þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Hegrabjarg 2, landnúmer 230360 óska eftir heimild til að stofna 2.860 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 705102 útg. 03. mars 2021. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Skipulags- og byggingarnefd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 402. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 402 Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021. Erindið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 10.3.2021, þar eftirfarandi bókað:
    „Fyrir liggur umsókn frá Maríu Ósk Steingrímsdóttur kt. 070493-3229 og Jóni Páli Júlíussyni kt. 070182-3869 um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 7 við Melatún á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir af Bjarna Reykjalín kt. 070149-3469. Uppdrættir eru nr. 100, 101, 102 og 103 dagsettir 13.02.2021 ásamt byggingarskilmálum. Þar sem framlagðir aðaluppdrættir uppfylla ekki að öllu leyti 1. og 7. tölulið. byggingarskilmála frá árinu 1996 fyrir hverfið er óskað umsagnar skipulags- og byggingarnefndar með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.
    Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillaga að húsi sem liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa víki ekki verulega frá byggingarskilmálum sem notaðir hafa verið í suðurhluta Túnahverfis. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi."
    Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillaga að húsi sem liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa víki ekki verulega frá byggingarskilmálum sem notaðir hafa verið í suðurhluta Túnahverfis. Nefndin leggur til að gólfkvótar á framlögðum aðaluppdráttum verði í samræmi við þinglýst skjal nr. 869/2019, sem unnið var vegna stofnunar lóða í Melatúni. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 402. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 402 Fyrir liggur fyrirspurn frá eigendum hússins að Kleifartúni 12 á Sauðárkróki, vegna afstöðu og hæðarkóta á húsi nr. 7 í Melatúni.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara fyrirspurninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 402. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 402 Bókun fundar Afgreiðsla 402. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.

13.Skipulags- og byggingarnefnd - 403

Málsnúmer 2104001FVakta málsnúmer

Fundargerð 403. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 8. april 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 403 Óskar Már Atlason kt. 190981-5099, leggur fram ósk um að lóðamörk við Skógargötu 6, í Varmahlíð, verði innmæld og gefið verði út lóðarblað með afmörkun og stærð lóðar.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við að fá allar lóðir við Skógarstíg og Skólaveg, í Varmahlíð, hnitasettar og afmarkaðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 403. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 403 Hreppsnefnd Akrahrepps samþykkti á fundi sínum 24. mars 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Akrahrepps, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022, sem nú er í gildi, var staðfest af umhverfisráðherra 8. mars 2011. Kynning skipulags- og matslýsingar stendur nú yfir og lýkur 30. apríl n.k.
    Skipulagsfulltrúi leggur fram skipulags- og matslýsingu f.h. Akrahrepps og óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Aðalskipulag Akrahrepps 2022-2032 - Heildarendurskoðun". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 403 Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. eignasviðs Skagafjarðar, eigenda íþróttasvæðis við Skagfirðingabraut, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöll á íþróttasvæðinu. Áhorfendastúkan mun taka 315 manns í sæti, og áætluð staðsetning norðan gervigrasvallarins, þ.e. meðfram langhlið vallar. Teikningar unnar af Stoð ehf verkfræðistofu, úr verki nr. 414404, dags. 24.3.2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsóknina, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Skagfirðingabraut L143716 - Íþróttasvæði - Umsókn um framkvæmdaleyfi.". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 403 Andrés Geir Magnússon kt. 250572-4849, f.h. Litla grís ehf kt. 660398-3179 þinglýsts eiganda jarðarinnar Hellulands land L202496, óskar eftir heimild til að stofna 48.086 m2 (4,8ha) spildu úr landi jarðarinnar, og er óskað eftir að spildan fái heitið Fellsborg, skv. meðfylgjandi gögnum frá Stoð ehf. verknr. 748902, uppdráttur S01 útg. 18. mars. 2021. Óskað er eftir að spildan verði skráð sem jörð. Kvöð er um umferðar- og yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um aðkomuvegi að landi Hellulands L202496. Innan útskiptrar spildu er núverandi matshluti 02, svínahús 323,7 m2, byggt árið 2012. Upprunajörð er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2019.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 403. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 403 Skipulagsfulltrúi leggur fram drög að tillögum fyrir vinnureglum um úthlutanir á lóðum í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir helstu þætti er varðar væntanlegar reglur um úthlutanir á lóðum Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 403. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 403 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar borunar hitaveituholu við Reykjarhól í Varmahlíð. Sótt er um leyfi til borunar holu, vegslóða að borplani, gerð borplans um 400m2. Einnig er sótt um leyfi fyrir uppsetningu lagna að dæluhúsi við borholu VH-12.
    Vinnsluholan VH-20 verður staðsett um 270m norðvestur af núverandi vinnsluholu VH-12. Áætlað dýpi er um 700m og verður holan fóðruð með tæplega ellefu tommu fóðringu niður á um 200m dýpi. Vatn til borunar verður tekið úr Víðimýrará, en borvökvi leiddur í setlaug skammt norðan borplans, og frárennsli veitt þaðan í skurðakerfi norðan borplans.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsóknina, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Reykjarhóll - Framkvæmdaleyfi. borhola VH-20.". Samþykkt samhljóða.

14.Veitunefnd - 75

Málsnúmer 2103011FVakta málsnúmer

Fundargerð 75. fundar veitunefndar frá 18. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 75 Gerður var samningur við Ísor, Íslenskar orkurannsóknir er varða ráðgjöf og vinnu vegna undirbúnings verkefna fyrir Skagafjarðarveitur. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar veitunefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 75 Ísor hefur gert dælingaspá fyrir veitusvæðið í Hrolleifsdal. Sviðsstjóri fer yfir skýrsluna og kynnir niðurstöður.

    Sviðsstjóri fór yfir helstu niðurstöður skýslunnar. Spáin er heldur verri en vonir stóðu til um. Skagafjarðarveitur munu gera prufudælingar úr kerfinu þegar búið verður að færa dælu í holu SK-28 niður á meira dýpi eða um 196 m.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar veitunefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 75 Borist hefur skýrsla frá Orkustofnun um notkun og stöðu jarðhitasvæða í Skagafirði fyrir árið 2020.

    Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnisstjóri Skagafjarðarveitna fór yfir helstu niðurstöður skýrslunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar veitunefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 75 Gerð hefur verið kostnaðargreining vegna brunavatns fyrir Glaumbæjarsafnið.

    Sviðsstjóri og verkefnastjóri Skagafjarðarveitna kynntu kostnaðaráætlun um niðursetningu á söfnunartanki og tengingu brunahana við Glaumbæ.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar veitunefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 75 Fyrir liggur borun á hitaholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð. Staðsetning holunnar verður við rætur Reykjarhóls um 250 m í norðvestur af núverandi vinnsluholu VH-12.

    Veitunefnd felur sviðsstjóra að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni til skipulagsfulltrúa í samræmi við reglugerð 772/2012 frá Ummhverfis- og auðlindaráðuneyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar veitunefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2021 níu atkvæðum.

15.Aðalskipulag Akrahrepps 2022-2032 - Heildarendurskoðun

Málsnúmer 2103316Vakta málsnúmer

Hreppsnefnd Akrahrepps samþykkti á fundi sínum 24. mars 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Akrahrepps, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022, sem nú er í gildi, var staðfest af umhverfisráðherra 8. mars 2011. Kynning skipulags- og matslýsingar stendur nú yfir og lýkur 30. apríl n.k.
Skipulagsfulltrúi leggur fram skipulags- og matslýsingu f.h. Akrahrepps og óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.

16.Skagfirðingabraut L143716 - Íþróttasvæði - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 2103307Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. eignasviðs Skagafjarðar, eigenda íþróttasvæðis við Skagfirðingabraut, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöll á íþróttasvæðinu. Áhorfendastúkan mun taka 315 manns í sæti, og áætluð staðsetning norðan gervigrasvallarins, þ.e. meðfram langhlið vallar. Teikningar unnar af Stoð ehf verkfræðistofu, úr verki nr. 414404, dags. 24.3.2021.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, umsókn um framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012.

17.Reykjarhóll - Framkvæmdaleyfi. borhola VH-20

Málsnúmer 2103353Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar borunar hitaveituholu við Reykjarhól í Varmahlíð. Sótt er um leyfi til borunar holu, vegslóða að borplani, gerð borplans um 400m2. Einnig er sótt um leyfi fyrir uppsetningu lagna að dæluhúsi við borholu VH-12.
Vinnsluholan VH-20 verður staðsett um 270m norðvestur af núverandi vinnsluholu VH-12. Áætlað dýpi er um 700m og verður holan fóðruð með tæplega ellefu tommu fóðringu niður á um 200m dýpi. Vatn til borunar verður tekið úr Víðimýrará, en borvökvi leiddur í setlaug skammt norðan borplans, og frárennsli veitt þaðan í skurðakerfi norðan borplans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, umsókn um framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012.

18.Ársreikningur 2020 - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 2104067Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri, Sigfús Ingi Sigfússon kynnti ársreikning 2020.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 6.321 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.330 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.742 millj. króna, þar af A-hluti 5.037 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 578 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 294 millj. króna. Afskriftir eru samtals 236 millj. króna, þar af 144 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 295 millj. króna, þ.a. eru 241 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarafgangur A- og B-hluta á árinu 2020 er 46 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 92 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 11.093 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.911 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2020 samtals 7.802 millj. króna, þar af hjá A-hluta 7.027 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.872 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 546 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.291 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.241 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 520 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 251 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 532 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2020, 714 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 688 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 412 millj. króna. Handbært fé nam 327 millj. króna í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 714 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2020, 123,4% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 90,5% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að vísa ársreikningi 2020, til síðari umræðu sveitarstjórnar.

19.Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki 3

Málsnúmer 2103136Vakta málsnúmer

Vísað frá 961. fundi byggðarráð frá 14.apríl 2021 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknu fjármagni til fjárfestinga eignasjóðs að fjárhæð 5.725 þús.kr. Einnig er gert ráð fyrir hjá aðalsjóði að hlutafé verði selt að nafnvirði 3.500 þús.kr. Fjármögnun er mætt með lækkun handbærs fjár.
Framlagður viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

20.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021

Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer

Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. mars 2021 lögð fram til kynningar á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021

21.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nl. v 2020

Málsnúmer 2001005Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 18. desember 2020 lögð fram til kynningar á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021

22.Fundagerðir Heilbrigðiseftir Nl.v 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 22. febrúar og 24. mars 2021 lagðar fram til kynningar á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021

Fundi slitið - kl. 17:05.