Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

75. fundur 18. mars 2021 kl. 13:00 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.ÍSOR - Verksamningur um Almenna ráðgjöf 2021

Málsnúmer 2103100Vakta málsnúmer

Gerður var samningur við Ísor, Íslenskar orkurannsóknir er varða ráðgjöf og vinnu vegna undirbúnings verkefna fyrir Skagafjarðarveitur.

2.Hrolleifsdalur - tillögur um dælingu (Ísor 2021)

Málsnúmer 2103099Vakta málsnúmer

Ísor hefur gert dælingaspá fyrir veitusvæðið í Hrolleifsdal. Sviðsstjóri fer yfir skýrsluna og kynnir niðurstöður.

Sviðsstjóri fór yfir helstu niðurstöður skýslunnar. Spáin er heldur verri en vonir stóðu til um. Skagafjarðarveitur munu gera prufudælingar úr kerfinu þegar búið verður að færa dælu í holu SK-28 niður á meira dýpi eða um 196 m.

3.Skagafjarðarveitur - Vinnslueftirlit með jarðhitasvæðum árið 2020 (skýrsla)

Málsnúmer 2103098Vakta málsnúmer

Borist hefur skýrsla frá Orkustofnun um notkun og stöðu jarðhitasvæða í Skagafirði fyrir árið 2020.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnisstjóri Skagafjarðarveitna fór yfir helstu niðurstöður skýrslunnar.

4.Kostnaður vegna vatnsöflunar og brunavarna í Glaumbæ

Málsnúmer 2102202Vakta málsnúmer

Gerð hefur verið kostnaðargreining vegna brunavatns fyrir Glaumbæjarsafnið.

Sviðsstjóri og verkefnastjóri Skagafjarðarveitna kynntu kostnaðaráætlun um niðursetningu á söfnunartanki og tengingu brunahana við Glaumbæ.

5.Framkvæmdaleyfi vegna borunar hitaholu VH-20 við Reykjarhól Varmahlíð.

Málsnúmer 2103219Vakta málsnúmer

Fyrir liggur borun á hitaholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð. Staðsetning holunnar verður við rætur Reykjarhóls um 250 m í norðvestur af núverandi vinnsluholu VH-12.

Veitunefnd felur sviðsstjóra að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni til skipulagsfulltrúa í samræmi við reglugerð 772/2012 frá Ummhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Fundi slitið - kl. 15:00.