Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 86

Málsnúmer 2103030F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 409. fundur - 14.04.2021

Fundargerð 86. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 29. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 86 Farið yfir umsóknir um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna áhrifa Covid-19. Nefndin samþykkir að afla nánari upplýsinga hjá umsækjendum áður en kemur til úthlutunar. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu liðarins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 86 Tekið fyrir erindi varðandi sumarlokun Héraðsskjalasafns Skagafirðinga frá Sólborgu Unu Pálsdóttur, héraðsskjalaverði, dagsett 26.03.2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillögu Sólborgar um að loka safninu frá 12. júlí 2021 - 24. júlí 2021 vegna sumarleyfa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.