Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

86. fundur 29. mars 2021 kl. 16:00 - 16:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 2102118Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna áhrifa Covid-19. Nefndin samþykkir að afla nánari upplýsinga hjá umsækjendum áður en kemur til úthlutunar.

2.Sumarlokun Héraðsskjalasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 2103309Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi varðandi sumarlokun Héraðsskjalasafns Skagafirðinga frá Sólborgu Unu Pálsdóttur, héraðsskjalaverði, dagsett 26.03.2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillögu Sólborgar um að loka safninu frá 12. júlí 2021 - 24. júlí 2021 vegna sumarleyfa.

Fundi slitið - kl. 16:50.