Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

287. fundur 15. mars 2021 kl. 15:00 - 17:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Guðrún Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir í málaflokki 06 á Sauðárkróki vorið 2021

Málsnúmer 2102193Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, kom á fundinn og fór yfir þær framkvæmdir sem áætlaðar eru og eru í gangi á verkefnasviði nefndarinnar.

2.Ósk um hækkun húsaleigustyrks

Málsnúmer 2102290Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá UMSS með ósk um hækkun á styrk til sambandsins vegna reksturs skrifstofu og húsaleigu. Nefndin samþykkir að verða við hækkun sem nemur vísitölu frá 1. janúar 2013 til dagsins í dag að upphæð 180.000 krónur. Nefndin samþykkir jafnframt að við endurskoðun á samningi við UMSS á næsta ári verði sérstaklega skoðað að leita leiða til að lækka húsnæðiskostnað, þ.m.t. að skoða hvort húsnæði í eigu sveitarfélagsins geti nýst sambandinu og aðilarfélögum þess til skrifstofuhalds.

3.Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 2006139Vakta málsnúmer

Kynnt var staða á greiddum styrkjum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna á tekjulágum heimilum. Alls hefur sveitarfélagið greitt út 25 styrki að upphæð tæpar 770.000 krónur.

4.Opnunartími í Sundlaug Sauðárkróks vegna skólasunds

Málsnúmer 2103134Vakta málsnúmer

Til umræðu var minnisblað frístundastjóra um öryggismál sundlauganna og hvaða skyldum sundlaugaverðir gegna samkvæmt reglugerð. Nefndin samþykkir að leita leiða í samstarfi við skólana um að uppfylla reglugerð um viðeigandi mönnun á meðan á skólasundi stendur. Vonast er til að ekki þurfi að koma til lokana sundlauga á meðan á skólasundi stendur á þessari önn en komi til þess verði þær lokanir auglýstar tímanlega. Fyrir næsta skólaár verður leitað leiða með skólastjórnendum um úrlausn.

5.Beiðni um rekstrarstyrk 2021 Kvennaathvarf

Málsnúmer 2102196Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2021. Nefndin samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 75.000 af málaflokki 02890. Ýmsir styrkir og framlög.

6.Samráð; Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum

Málsnúmer 2102125Vakta málsnúmer

Félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 39/2021. Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, umdæmisráð barnaverndar, samþætting o.fl. Umsagnarfrestur er til og með 24.02.2021. Félagsmálastjóri stiklaði á stóru um þær breytingar sem frumvarpið hefur í för með sér.

7.Dagforeldrar 2021

Málsnúmer 2103158Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu biðlista eftir dagforeldri á Sauðárkróki. Elsta barnið á biðlistanum er fætt í apríl 2020. Ráðgert er að félagsmálastjóri og fræðslustjóri fundi með leikskólastjóra og eina starfandi dagforeldrinu á Sauðárkróki. Ekki þykir ástæða til að auglýsa eftir dagforeldrum á þessum tímapunkti.

8.Samráð; Mælaborð um farsæld barna

Málsnúmer 2103160Vakta málsnúmer

Í áætlun félagsmálaráðuneytisins er að taka í notkun sérstakt ,,mælaborð" sem metur velferð barna í víðu samhengi. Á síðastu misserum hefur mælaborðið verið nýtt í tilraunaskyni hjá einu sveitarfélagi en nú er áformað að taka það í notkun í öllum sveitarfélögum landsins.

9.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga stjórnskipunarlög (kosningaaldur)

Málsnúmer 2102248Vakta málsnúmer

Lagðar fram bókanir byggðarráðs og ungmennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Félags- og tómstundanefnd tekur undir bókanir beggja aðila.

10.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 2103042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 2.mars 2021 frá Jafnréttisstofu varðandi áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Jafnréttislöggjöfin tekur nú tilliti til mun fleiri þátta en kynja eins og áður var.

Fundi slitið - kl. 17:30.