Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

288. fundur 08. apríl 2021 kl. 14:30 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Guðrún Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi Akrahrepps
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Hjólreiðasöfnun samstarf

Málsnúmer 2103334Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Hjólreiðafélaginu Drangey um samstarf við félagsþjónustuna um aðkomu að hjólasöfnun, hjólin verða gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á að kaupa sér reiðhjól. Verkefnið er unnið í samstarfi við Barnaheill - Save the children á Íslandi. Óskað er eftir fjárstuðning til að koma verkefninu af stað og aðkomu félagsþjónustunnar við að úthluta hjólunum. Nefndin samþykkir samstarfið og felur félagsþjónustunni að framkvæma það.

2.Nýting hvatapeninga og fjöldi iðkenda 2019 samanborið við 2020

Málsnúmer 2103339Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnti fjölda iðkenda barna og ungmenna í íþróttum og tómstundum árin 2019 og 2020. Nefndin fagnar því að Covid hefur ekki dregið úr íþrótta- og tómstundastarfi barna og ungmenna og ljóst að hækkun hvatapeninga hefur haft verulega góð áhrif á iðkun.

3.Trúnaðarbók félags- og tómstundanefndar 2021

Málsnúmer 2102131Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir, samþykkt, fært í trúnaðarbók.
Guðrún H. Jónsdóttir og Þorvaldur Gröndal véku af fundi undir þessum dagskrárlið.

4.Sumarstörf 2021

Málsnúmer 2103340Vakta málsnúmer

Frístundastjóri og félagsmálastjóri fóru yfir þörfina fyrir afleysingar í sínum málaflokkum sumarið 2021. Ljóst er að þörfin fyrir afleysingafólk er mikil, ekki síst í málefnum fatlaðs fólks. Áfram verður unnið að ráðningum og málið kynnt betur á næstunni.

5.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Nefndin fagnar fundargerð Ungmennaráðs og samþykkir að boða ráðið til fundar strax í upphafi næsta skólaárs (september). Fundir með Ungmennaráði verði fastur liður á dagskrá félags- og tómstundanefndar. Nefndin tekur jafnframt jákvætt í að boðað verði til ungmennaþings þar sem kjörnir fulltrúar og fulltrúar unga fólksins ræða málin.

Fundi slitið - kl. 15:45.