Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

405. fundur 16. desember 2020 kl. 16:15 - 17:45 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson forseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum, fundargerð byggðarráðs nr 945. sem haldinn var í dag, ásamt þeim málum sem vísað var til afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 942

Málsnúmer 2011029FVakta málsnúmer

Fundargerð 942. fundar byggðarráðs frá 2. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Lagður fram kaupsamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Varmahlíðarstjórnar (Menningarseturs Skagfirðinga) um kaup sveitarfélagsins á öllum fasteignum og hitaveituréttindum í eigu Varmahlíðarstjórnar. Umsamið kaupverð er 179.384.000 kr.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að ganga frá honum til undirritunar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 942. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót sérstaka byggingarnefnd fyrir skóla- og íþróttamannvirki á Hofsósi. Nefndin skal hafa yfirumsjón með fyrirhuguðum viðhalds- og nýframkvæmdum skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi, ásamt hönnun. Byggingarnefndin skal skipuð oddvitum allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð er stjórn eignasjóðs. Formaður byggðarráðs er jafnframt formaður bygginganefndarinnar og hefur hann tvöfalt atkvæðavægi. Varamenn byggðarráðsfulltrúa koma í þeirra stað í forföllum.
    Með nefndinni skulu eftir atvikum vinna sveitarstjóri, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs, fræðslustjóri, skólastjórar leik- og grunnskóla á Hofsósi, skólastjóri tónlistarskóla, forstöðumaður íþróttamannvirkja og byggingafulltrúi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 942. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að hefja almenningssamgöngur á Sauðárkróki, í tilraunaskyni til 26. mars 2021 og einungis innan þéttbýlisins. Skólabörnum er heimilt að nýta sér þessar ferðir og hafa þar forgang umfram fullorðna. Allar ferðir þessara almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu vera gjaldfrjálsar á tímabilinu. Lögð skal áhersla á að öryggi þeirra sem nýta sér slíkar samgöngur verði sem best tryggðar, m.a. með reglum um hámarkshraða.
    Ferðir almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu auglýstar í Sjónhorni. Að tilrauninni lokinni skal byggðarráð meta árangur hennar hennar og hvort æskilegt sé, með tilliti til mismunandi þátta, s.s. kostnaðar, notkunar, stefnu um heilsueflingu og fleiri þátta sem eðlilegt er að miða við, að halda áfram með verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 942. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Málinu vísað frá 283. fundi félags- og tómstundanefndar 23. nóvember 2020 þannig bókað.
    Félags-og tómstundanefnd leggur til breytingu á lið 4 og hún hljóði svo: „Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. Leiguverð og hámarksfjárhæð taka verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020. Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.“ Nefndin samþykkir breytinguna og vísar til byggðaráðs.
    Byggðarráð samþykkir breytinguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Reglur um húsnæðismál" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Málinu vísað frá 283. fundi félags- og tómstundanefndar dags 23. nóvember 2020 þannig bókað.
    Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðráðs.
    Byggðarráð samþykkir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að fulltrúar Vg og óháðra muni sitja hjá við afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá byggingarfulltrúa, Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði.
    Lagðar eru til breytingar á 10. 11. og 14 grein. Breytingarnar taki gildi 1. janúar 2021.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá byggingarfulltrúa 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Lagður fram viðauki númer 9 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukinna tekna fráveitu. Einnig er aukið við framkvæmdafé hafnarsjóðs vegna sjóvarna og sandfangara á Sauðárkróki. Viðaukinn er að upphæð kr 39.330.000. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2020" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Lagður fram tölvupóstur dags 24.nóvember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál 256/2020, Drög að reglugerð um styrki vegna flutningskostnaðar olíuvara. Umsagnarfrestur er til og með 7. desember 2020.
    Byggðarráð fagnar allri viðleitni stjórnvalda til jöfnunar á flutningskostnaði olíuvara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 942. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Lagður fram tölvupóstur dags 23. nóvember 2020 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 254/2020, Drög að frumvarpi um stafrænt pósthólf. Umsagnarfrestur er til og með 7. desember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 942. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Í ljósi samkomutakmarkana verður ekki hægt að halda íbúafundi við gerð fjárhagsáætlunar líkt og undanfarin ár. Sett hefur verið upp samráðsgátt á vefnum, betraisland.is.
    Byggðarráð samþykkir að samráðsferli í ár verði viðhaft í gegnum betraisland.is
    Bókun fundar Afgreiðsla 942. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 942 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2019. Í skýrslunni er m.a. að finna tölfræðilegar upplýsingar og fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar og helstu verkefni. Bókun fundar Afgreiðsla 942. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 943

Málsnúmer 2012008FVakta málsnúmer

Fundargerð 943. fundar byggðarráðs frá 9. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 943 Farið yfir fjárhagsáætlun 2021. Kynningar nefnda fóru fram í gegnum fjarfundabúnað.
    Klukkan 9:30 var farið yfir málaflokk 07-Brunavarnir. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Svavar Atli Birgisson slökkvilisstjóri, Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
    Klukkan 10:00 var farið yfir eftirtalda málaflokka; 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita og 67-Hitaveita. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
    Klukkan 10:30 voru eftirtaldir málaflokkar teknir fyrir; 08-Hreinlætismál, 10-Umferðar- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 61-Hafnarsjóður og 69-Fráveita. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Guðlaugur Skúlason varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 943. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 944

Málsnúmer 2012006FVakta málsnúmer

Fundargerð 944. fundar byggðarráðs frá 10. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Farið yfir fjárhagsáætlun 2021. Kynningar nefnda fóru fram í gegnum fjarfundarbúnað.
    Klukkan 9:00 var farið yfir málaflokka 05-Menningarmál og 13-Atvinnumál. Þátt tóku Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
    Klukkan 9:45 voru málaflokkar 02-Félagsmál og 06-Æskulýðs- og íþróttamál teknir fyrir. Þátt tóku Guðný Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar, Atli Már Traustason varaformaður félags- og tómstundanefndar, Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi í félags- og tómstundanefnd, Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri, Þorvaldur Gröndal frístundastjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði.
    Klukkan 10:15 var málaflokkur 09-Skipulags- og byggingarmál á dagskrá. Þátt tóku nefndarmenn skipulags- og byggingarnefndar; Einar E. Einarsson formaður, Regína Valdimarsdóttir varaformaður og Álfhildur Leifdóttir. Einnig Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi og Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
    Klukkan 10:45 var málaflokkur 04-Fræðslumál tekinn fyrir. Þátt tóku Axel Kárason formaður fræðslunefndar, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varafulltrúi í fræðslunefnd og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi. Einnig Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs, Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði.
    Klukkan 11:30 var málaflokkur 13-Landbúnaðarmál á dagskrá. Þátt tóku Jóhannes H. Ríkharðsson formaður landbúnaðarnefndar, Jóel Þór Árnason varaformaður, Arnór Gunnarsson þjónustufulltrúi og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
    Klukkan 11:45 voru eftirtaldir málaflokkar teknir fyrir 00-Skatttekjur, 03-Heilbrigðismál, 21-Sameiginlegur kostnaður og 22-Lífeyrisskuldbindingar. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti áætlanirnar.
    Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 með áorðnum breytingum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Fjárhagsáætlun 2021 - 2024" Samþykkt samhljóða.
  • 3.2 2007142 Afskriftarbeiðnir
    Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram afskriftarbeiðni nr.202011301054051 vegna fyrndra sveitarsjóðsgjalda, dagsett 30. nóvember 2020, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Höfuðstólsfjárhæð er 803.074 kr. Samtals 1.210.551 kr. með dráttarvöxtum.
    Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreind gjöld.
    Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram bókun 163. fundar fræðslunefndar. "Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að samþykkt verði að fella niður gjöld í frístund í grunnskólum Skagafjarðar vegna barna sem voru heima á tímabilinu 3. nóvember til 18. nóvember s.l. vegna takmarkana af völdum Covid. Upphæðin nemur allt að 200.000 krónum í heildina."
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Frístund - niðurfelling gjalda vegna Covid -19" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lagður fram viðauki númer 10 við fjárhagsáætlun 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukinna tekna vegna Förgu í Varmahlíð og lækkunar framkvæmdakostnaðar. Einnig er gert ráð fyrir stofnframlögum vegna bygginga átta íbúða við Laugatún 21-27 og átta íbúða á Freyjugötureit. Áætluð skuldbreyting langtímalána er allt að 418 mkr. Gerð er breyting á áætlun ársins vegna kaupa á fasteignum Varmahlíðarstjórnar og skilyrtri afhendingu Varmahlíðarstjórnar á öllum fjármunum stofnunarinnar til sveitarfélagsins. Einnig gerir viðaukinn ráð fyrir breytingu á langtímakröfum, viðskiptakröfum og -skuldum.
    Þessar breytingar leiða til hækkunar á handbæru fé um rúmar 63 milljónir króna.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2020" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. desember 2020 frá Jóni Geirmundssyni, þar sem hann sækir um lóð númer 26 á Nöfum.
    Byggðarráð samþykkir að leigja Jóni Geirmundssyni lóð númer 26 á Nöfum og felur sveitarstjóra að sjá um að gera leigusamning þar um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. desember 2020 þar sem boðað er til aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Nlv. sem haldinn verður með fjarfundarsniði, kl. 13, þann 18. desember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2021 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar fyrir 1. janúar 2019.
    Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem voru byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020.
    Lóðir við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar eftir 1. janúar 2021 munu bera full gatnagerðargjöld.
    Ákvæðið vari til 31. desember 2021. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá fyrir gatnag.gjöld, stofngj.fráveitu og fl. 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram gjaldskrá leikskóla sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
    Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.
    Ólafur Bjarni Haraldsson og Bjarni Jónsson óska bókað að þeir sitja hjá við afgreiðslu málsins og munu sitja hjá við afgreiðslu þess í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá Leikskóla 04 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram gjaldskrá grunnskóla sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins og munu sitja hjá við afgreiðslu þess í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá Grunnskóla 04 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2021.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá í Tónlistarskóla Skagafjarðar 04 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram gjaldskrá heimaþjónustu fyrir árið 2021.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá heimaþjónustu 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Umhverfis- og samgöngunefnd lagði til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 2,5% frá og með 1. janúar 2021.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá hunda- og kattahald 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við byggðarráð að hækka gjaldskrá Skagafjarðarhafna um 2,5% fyrir árið 2021.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Umhverfis- og samgöngunefnd bókaði svo á 174. fundi sínum:
    "Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðunar hækki um 15% frá og með 1. janúar 2021.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir að hækka gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun um 10% frá og með 1. janúar. 2021 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt samþykkir byggðarráð að endurskoða gjaldskrána á árinu 2021 í kjölfar væntanlegs útboðs á sorphirðu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Umhverfis- og samgöngunefnd bókaði svo á 174. fundi sínum:
    "Lagðar er til breytingar á gjaldskrá tæmingu rotþróa sem munu taka gildi 1. janúar 2021. Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkosnað á tæmingum undanfarin ár.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2021.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá skipulagsfulltrúa 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 08-Hreinlætismál. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 10-Umferða- og samgöngumál. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 11-Umhverfismál. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 61-Hafnarsjóðs Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 69-Fráveita. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lagður fram viðauki við þjónustusamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps vegna samstarfs um rekstur Förgu, sorpmóttöku í Varmahlíð og þátttöku Akrahepps í stofnkostnaði við mannvirkið.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við þjónustusamninginn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Samningur milli Akrahrepps og Sv.fél. Skagafjarðar um framkvæmd verkefna (þjónustusamningur)" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lagt fram bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ), dagsett 1. desember 2020 varðandi frjálsíþróttaaðstöðu, nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja -
    Þjóðarleikvangur. FRÍ sendir hvatningu til er varðar áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum. Minna á mikilvægi þess, í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021, að fyrirliggjandi keppnis- og æfingaaðstæður verði alltaf fullnægjandi. Jafnt sem hugað sé að nýframkvæmdum í fjármálaáætlun næstu ára s.s. með undirbúningi, áætlunargerð, skipulagsgerð og annarri fjárfestingar- og þróunarvinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Samkvæmt þjónustusamningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps skulu hreppsnefnd Akrahrepps og byggðarráð eiga fund í aðdraganda fjárhagsáætlunar. Hreppsnefnd Akrahrepps ásamt oddvita tóku þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
    Fram fóru almennar umræður um sameiginleg málefni og framkvæmdir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. nóvember 2020 þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. nóvember 2020 þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun,322. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 258/2020, "Drög að frumvarpi til laga um Fjarskiptastofu". Umsagnarfrestur er til og með 13.12.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 944 Lagður fram til kynningar tölvpóstur dagsettur 1. desember 2020 frá Bláskógabyggð þar sem bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er kynnt. Bókun fundar Afgreiðsla 944. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 945

Málsnúmer 2012015FVakta málsnúmer

Fundargerð 945. fundar byggðarráðs frá 16. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Samband íslenskra sveitarfélaga setti á stofn í október síðast liðnum, stafrænt ráð um samvinnu sveitarfélaga í stafrænni þróun. Fram kemur í bókun fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga eftirfarandi: "Stjórnin er jákvæð fyrir því að stofnað verði miðlægt tækniteymi sambandsins sem kostað verði af sveitarfélögunum skv. tillögu um kostnaðarþátttöku árið 2021. Forsenda þess að teymið verði stofnað er að meginþorri sveitarfélaga taki þátt í verkefninu en mikilvægt er að kynna það vel fyrir sveitarfélögum á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að verkefnið sé tímabundið, til tveggja ára fyrst um sinn, með mögulegri framlengingu.
    Stjórnin samþykkir einnig tillögu um feril ákvarðanatöku Stafræns ráðs við val á forgangsverkefnum og leggur áherslu á að ferlið verði kynnt vel fyrir öllum sveitarfélögum."
    Byggðarráð samþykkir að taka þátt í samstarfinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 945. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. desember 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á áliti í máli SRN20110042 sem varðar notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna og nefnda sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 945. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lagður fram samningur á milli Skagfirskra leiguíbúða hses og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlag vegna byggingar leiguíbúða við Laugatún 21-23 og 25-27, samtals 32.915.727 kr.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lögð fram svohljóðandi bókun 72. fundar veitunefndar. "Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2021. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Veitunefnd samþykkir að vatnsgjald verði óbreytt og vísar til byggðaráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá vatnsveita 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lögð fram svohljóðandi bókun 72. fundar veitunefndar: "Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá sjóveitu fyrir árið 2021. Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá 2021 - Sjóveita 65" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lögð fram svohljóðandi bókun 72. fundar veitunefndar: "Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2021. Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitunnar verði endurskoðuð á miðju ári 2021."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá hitaveita 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lagðar fram reglur um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins vegna ársins 2021.
    Byggðarráð samþykkir að heilsuræktarstyrkur til starfsmanna verði allt að 15.000 kr. á árinu 2021.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Heilsuræktarstyrkur 2021 reglur" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 05-Menningarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 945. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 13-Atvinnu- og ferðamál. Bókun fundar Afgreiðsla 945. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. desember 2020 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
    Málið rætt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 945. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. desember 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 262/2020, "Reglugerð um breytingu á reglugerð um söfnun gagna um framleiðslu, innflutning, geymslu og sölu á eldsneyti".
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 945. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. desember 2020 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 264/2020, "Áform um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka". Bókun fundar Afgreiðsla 945. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lagðar fram til kynningar rekstrarupplýsingar fyrir tímabilið janúar-október 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 945. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 945 Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 945. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 82

Málsnúmer 2011027FVakta málsnúmer

Fundargerð 82. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 25. nóvember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 82 Teknar fyrir umsóknir um rekstur félagsheimilisins Ketiláss. Auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir félagsheimilið þann 5. nóvember sl. og rann umsóknarfrestur út 19. nóvember. Alls bárust 2 umsóknir í rekstur félagsheimilsins. Umsækjendur voru:
    Ferðaþjónustan Brúnastöðum og Söguskjóðan.

    Ragnheiður Halldórsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa máls.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar góðar umsóknir sem báðar voru frambærilegar og vel fram settar. Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Ferðaþjónustuna á Brúnastöðum um rekstur félagsheimilisins Ketiláss.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 82 Teknar fyrir umsóknir um rekstur félagsheimilisins Ljósheima. Auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir félagsheimilið þann 5. nóvember sl. og rann umsóknarfrestur út 19. nóvember. Alls bárust 2 umsóknir í rekstur félagsheimilsins. Umsækjendur voru:
    Krókurinn 550 ehf og Videosport ehf.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar góðar og vel fram settar umsóknir. Nefndin ákveður að ganga til samninga við Videosport ehf um rekstur félagsheimilisins Ljósheima.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 82 Tekin fyrir umsókn um rekstur félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki. Auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir félagsheimilið þann 5. nóvember sl. og rann umsóknarfrestur út 19. nóvember. Ein umsókn barst í rekstur félagsheimilsins.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ganga til samninga við Króksbíó ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 82 Tekið til kynningar drög að samning við Sögufélag Skagfirðinga um útgáfu Byggðasögu Skagfirðinga. Vinna við Byggðasöguna hófst árið 1995 og er ritverkið alls 10 bindi. Gefin hafa verið út 9 bindi og er áætlað að síðasta bindið verði gefið út árið 2021.
    Nefndin samþykkir að vinna áfram með drög að samningnum með það að markmiði að ljúka útgáfunni árið 2021. Jafnframt leggur nefndin til að formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar fari á fund stjórnar Sögufélags Skagfirðinga ásamt sveitarstjóra til að ræða samningsdrög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 82 Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni um eyðingu námsmatsgagna afhendingarskyldra aðila frá Þjóðskjalasafni Íslands dagsett 03.11.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 82 Lögð fram til kynningar yfirlýsing frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu dagsett 03.11.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 83

Málsnúmer 2012004FVakta málsnúmer

Fundargerð 83. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 4. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 83 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 fyrir málaflokk 05.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 83 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 fyrir málaflokk 13.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 83 Tekið fyrir erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 30. nóvember 2020, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2020/2021.
    Úthlutaður byggðakvóti til Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 155 tonn sem skiptast þannig:
    Hofsós 15 tonn
    Sauðárkrókur 140 tonn
    Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga. Tillögum skal skilað fyrir 8. desember 2020.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að ítreka beiðni um sérreglur sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar 7. október sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

7.Félags- og tómstundanefnd - 284

Málsnúmer 2012002FVakta málsnúmer

Fundargerð 284. fundar félags- og tómstundanefndar frá 4. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 4045 fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 284 Fjárhagsáætlun frístundaþjónustu hefur tekið örlitlum breytingum frá síðustu umræðu. Um er að ræða launaliði nokkurra stofnana sem voru vanreiknaðir við síðustu umræðu. Hækkanir nema u.þ.b. 1.5 milljón króna. Á móti hafa orðið lækkanir á innri gjöldum þannig að samtals nema hækkanir í málaflokki 06 um 350 þúsund krónum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir nú og vísar henni til síðari umræði í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 284 Fjárhagsáætlun félagsþjónustu hefur breyst talsvert milli umræðna. Fyrst og fremst er um að ræða tekjuliði en útsvarstekjur ásamt endurgreiðslur sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks voru verulega vantaldar við fyrri umræðu. Í heildina er um að ræða um 40 milljónir króna til lækkunar áætluninni.
    Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir nú og vísar henni til síðari umræði í byggðarráði og sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 163

Málsnúmer 2011031FVakta málsnúmer

Fundargerð 163. fundar fræðslunefndar frá 2. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 163 Fyrri umræða um fjárhagsáætlun árið 2021 fór fram í sveitarstjórn fimmtudaginn 26. nóvember s.l. Á fundinum var til umræðu bókun fræðslunefndar frá 18.11. vegna fjárhagsáætlunar fræðslumála þar sem gert er ráð fyrir að farið verði í ítarlega rekstrarskoðun stofnana fræðslumála á fyrstu þremur mánuðum næsta árs með það að markmiði að ná fram hagræðingu í rekstri fyrir skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd fór yfir áætlunina eins og hún liggur fyrir. Nefndin ítrekar að hún mun leggja vinnu í að skoða fjármál stofnana sbr. bókun síðasta fundar.
    Fræðslunefnd vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 163 Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að samþykkt verði að fella niður gjöld í frístund í grunnskólum Skagafjarðar vegna barna sem voru heima á tímabilinu 3. nóvember til 18. nóvember s.l. vegna takmarkana af völdum Covid. Upphæðin nemur allt að 200.000 krónum í heildina. Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 163 Á fundi sínum fyrr í dag gerði byggarráð eftirfarandi bókun: ,,Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að hefja almenningssamgöngur á Sauðárkróki, í tilraunaskyni til 26. mars 2021 og einungis innan þéttbýlisins. Skólabörnum er heimilt að nýta sér þessar ferðir og hafa þar forgang umfram fullorðna. Allar ferðir þessara almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu vera gjaldfrjálsar á tímabilinu. Lögð skal áhersla á að öryggi þeirra sem nýta sér slíkar samgöngur verði sem best tryggðar, m.a. með reglum um hámarkshraða.
    Ferðir almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu auglýstar í Sjónhorni. Að tilrauninni lokinni skal byggðarráð meta árangur hennar og hvort æskilegt sé, með tilliti til mismunandi þátta, s.s. kostnaðar, notkunar, stefnu um heilsueflingu og fleiri þátta sem eðlilegt er að miða við, að halda áfram með verkefnið."
    Með hliðsjón af bókun byggðarráðs samþykkir fræðslunefnd að fella niður áform um skólaakstur sbr. bókun nefndarinnar 16. október s.l.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 163 Lagðar fram starfsáætlanir grunnskóla fyrir skólaárið 2020-2021 til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

9.Landbúnaðarnefnd - 216

Málsnúmer 2012009FVakta málsnúmer

Fundargerð 216. fundar landbúnaðarnefndar frá 11. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 216 Lögð fram drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu. Farið yfir samþykktina.
    Landbúnaðarnefnd mun taka málið upp á öðrum fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 216 Lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2021 og er hún óbreytt frá fyrri umræðu. Framlög til fjallskilasjóða á árinu 2021 yfirfarin og úthlutuð. Úthlutað var samtals 5.990.000 kr.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að senda upplýsingar til fjallskilastjórnanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 216 Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta einni milljón króna af styrkjalið deildar 13210 til viðhalds Skagaréttar og Árhólaréttar, 500.000 kr. í hvora rétt. Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • 9.4 2011210 Land á Hofsósi
    Landbúnaðarnefnd - 216 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. nóvember 2021, frá Sveini Jóhanni Einarssyni varðandi tún (land nr. 8) sem hann er með á leigu frá sveitarfélaginu á Hofsósi.
    Landbúnaðarnefnd þarf að fá staðfest lóðamörk milli Brautarholts, lands nr. 8 og Birkihlíðar á Hofsósi áður en hægt er að afgreiða erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 393

Málsnúmer 2011032FVakta málsnúmer

Fundargerð 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 2. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísaði á fundi sínum 26.11.2020, fjárhagsáætlun til skipulags- og byggingarnefndar til síðari umræðu.
    Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir fjárhagsáætlun vegna ársins 2021, og hefur gert nokkrar breytingar til hagræðingar þ.m.t forgangasröðun áætlaðra skipulagsverkefna. Sundurliðast, tekjur 7.980.000- og gjöld 73.504.352-. Áætlunin er vel innan fyrirframs uppgefnum fjárhagsramma.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa framlögðum drögum fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021, til byggðarráðs/sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á framsetningu gildandi gjaldskrár, fyrir skipulagsmál, lóðamál, byggingarreiti auk framkvæmdaleyfismála.
    Tillagan gerir ráð fyrir að frá fyrri útgáfu sé gerð breyting í þá veru að undir hverjum lið verði vinnsla á skipulagstillögum eða breytingum, gjalfært eftir uppsettum reikningi vegna vinnu við tillögur í stað fasts gjalds. Umsýslukostnaður haldi sér eins og var í fyrri gjaldskrá.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir nýja tillögu að gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.



    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Vísað frá fundi byggðarráðs 24.11.2020, erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna umsagnar á frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis). Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 2. desember 2020. Fyrir liggur skýrsla starfshóps dags. júlí 2020, um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál.
    Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkomnum tillögum, sérstaklega þeim er snúa að styttingu ferla í skipulagsmálum. Nefndin telur að allt til styttingar og einföldunar ferla í skipulagsmálum, sé til góða fyrir alla aðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Ingvar Páll Ingvarsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram umsókn um stofnun byggingarreits í landi Sauðárkróks L2018097, þ.e. í Sauðárgili, skv. meðfylgjandi gögnum. Byggingareitur tekur til afmörkunar á útivistarsvæði í Sauðárgili, þar sem fyrirhugað er að reisa útivistarskýri, geymslu, auk grillhúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd telur nauðsynlegt að stofnuð verði lóð til afmörkunar svæðisins. Nefndin samþykkir að stofnaður verði byggingarreitur skv. fyrirliggjandi gögnum innan fyrirhugaðrar lóðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Sigurjón Einarsson f.h. Landgræðslunnar, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna í Laxá í landi Skíðastaða. Um er að ræða tæplega 250m langan bakka sem þarf lagfæringar við, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggja umsagnir frá Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Laxá í landi Skíðastaða - Framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Sigurjón Einarsson f.h. Landgræðslunnar, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna í Húseyjarkvísl í landi Húseyjar og Borgareyjar. Um er að ræða tæplega 150m langan bakka sem þarf lagfæringar við, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggja umsagnir frá Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun.
    Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir umsögn frá Veiðifélagi Húseyjarkvíslar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Lagt fram samkomulag dagsett, 25.11.2020, undirritað af Víkingi Þ. Gunnarssyni kt. 210363-2639, Guðrúnu J. Stefánsdóttur kt. 200667-4179, og skipulagsfulltrúa, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skil á úthlutaðri byggingarlóð númer 17 við Iðutún á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samkomulag. Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Rögnvaldur Guðmundsson f.h. RARIK ohf, leggur fram fyrirspurn um, hvort Sveitarfélagið Skagafjörður geti stofnað 30 m2 lóð úr landi sveitarfélagsins, undir spennistöð (dreifi og rofastöð) á Hofsósi. Staðsetning lóðar er norðan við Norðurbraut á Hofsósi, skv. meðfylgjandi gögnum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna lóðarblað og stofna umbeðna lóð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 393 Þröstur Ingi Jónsson kt. 060371-3699 f.h. RH. Endurskoðunar ehf. kt. 660712-0380 og Naflans ehf. kt. 670509-2140 óskar umsagnar um hvor leyfi fáist fyrir viðbyggingu við skrifstofuhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Sæmundargötu.
    Fyrirhuguð stækkun, tvær hæðir, 6,5 m út frá og með norðaustur hlið húss. Framlögð gögn gera grein fyrir erindinu.
    Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, og er skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 394

Málsnúmer 2012014FVakta málsnúmer

Fundargerð 394. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 14. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 394 Heiðar Örn Stefánsson kt: 040281-5929 og Gunnhildur Ása Sigurðardóttir kt: 091181-3209, þinglýstir eigendur Kleifartúns 10, á Sauðárkróki, óska eftir leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni, u.þ.b. 3m til norðurs, skv. meðfylgjandi gögnum.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugsemdir við að innkeyrsla verði breikkuð. Nefndin gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 394. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 394 Einar Jakobsson kt. 030943-3929 þinglýstur eigandi lóðarinnar Ljónsstaðir, landnúmer 230903 óskar eftir heimild til að stofna 2.500 m² byggingarreit á landi lóðarinnar, skv. meðfylgjandi gögnum, unnum af Stoð ehf verkfræðistofu. Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús að hámarki 250 m² að stærð.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Minjavarðar Norðurlands vestra og Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 394. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 394 Ásbjörn Óttarsson kt. 161162-2809, sækir um að fá úthlutaðri lóðinni Iðutún 17, á Sauðárkróki, til byggingar íbúðarhúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 394. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd - 174

Málsnúmer 2011030FVakta málsnúmer

Fundargerð 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 2. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Hafnasambandsþing fór fram á rafrænum fundi 27. nóvember. Farið verður yfir helstu málefni þingsins er varða Skagafjarðarhafnir.
    Málinu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lögð var fram til kynningar fundargerð 428 frá Hafnasambandi Íslands.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Fyrir liggur að ákveða framtíðaráform um fráveitu á Sauðárkróki. Lögð fram grunntillaga verkfræðistofanna Eflu og Stoðar um legu lagna og staðsetningu hreinsistöðva, dælustöðva og útrása.
    Nefndin samþykkir framlagða tillögu og felur sviðsstjóra að halda verkefninu áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Skagafarðarhafna fyrir árið 2021.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2021.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Ingvar Páll kynnir fyrir nefndarmönnum stöðu verkefnisins og fór yfir nýjustu teikningar.
    Nefndin leggur áherslu á að verkefnið haldi dampi og að vinna hefjist við hús, svið og lagnavinnu að gefnu samþykki byggingar- og skipulagsfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 69 - fráveitu fyrir árið 2021.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lagðar er til breytingar á gjaldskrá tæmingu rotþróa sem munu taka gildi 1. janúar 2021. Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkosnað á tæmingum undanfarin ár.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 2,5% frá og með 1. janúar 2021.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Þann 18. nóvember 2020 var opnuð ný sorpmóttökustöð í Varmahlíð. Á opnuninni var nafn stöðvarinnar opinberað og fékk hún nafnið Farga.
    Nefndin fagnar þessum frábæra áfanga í sorphirðumálum Skagfirðinga og óskar þeim öllum til hamingju með Förgu móttökustöð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál árið 2021.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 11 - umhverfismál fyrir árið 2021.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðunar hækki um 15% frá og með 1. janúar 2021.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

    Svana Ósk Rúnarsdóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
    Ég tel hækkanir á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum vera óhóflega miklar. Nær væri að leita annarra leiða til hagræðingar, s.s. búa til enn frekari hvata til flokkunar. Móttaka úrgangs til urðunar frá rekstraraðilum er jafnframt gjaldskyld og er greitt eftir vigt. Búa þarf þannig um hnútana að það sé aðstaða til staðar til að gera það, og fylgja því svo eftir að það sé gert. Það bæði býr til hvata til þess að auka flokkun, og gerir gjaldtöku sanngjarnari.

    Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Guðlaugur Skúlason fulltrúar meirihluta óska bókað:
    Kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega hjá Sveitarfélaginu Skagafirði undanfarin ár. Þannig má áætla að sveitarfélagið borgi um 50 m.kr. með málaflokknum á árinu 2020 en undanfarin ár hefur þessi tala numið 45-50 m.kr. á hverju ári. Þetta er því miður ekki einsdæmi því hið sama gildir um fjölmörg sveitarfélög vítt og breytt um landið. Mörg sveitarfélög hækka gjaldskrár sínar fyrir sorphirðu á árinu 2021 umtalsvert og má þar t.d. nefna Borgarbyggð og Norðurþing. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Því er nauðsynlegt að auka tekjur vegna málaflokksins um leið og leitað verði leiða til að ná niður kostnaði vegna hans. Ein leið til þess er að auka flokkun og draga úr urðun úrgangs eins og Sveitarfélagið Skagafjörður stefnir að með opnun nýrra móttökustöðva í Varmahlíð og á Hofsósi. Jafnframt að leita leiða til hagræðinga í þjónustunni en hafin er vinna með ráðgjöf verkfræðistofunnar Eflu við útboð sorpþjónustu sem fyrirhugað er á fyrri hluta árs 2021. Lögð er áhersla á að komið verður til móts við hækkun á sorphirðugjöldum ársins 2021 með breytingu á öðrum gjöldum líkt og þegar hefur verið samþykkt í byggðarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2021.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Borist hafa tilkynningar um áform Vegagerðarinnar um styttingu og aflögn fjögurra héraðsvega.
    Sviðsstjóra er falið að senda Vegagerðinni athugasemdir við áformin með réttum upplýsingum um búsetu við viðkomandi vegi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 174 Norðursvæði: nýframkvæmdir og helstu viðhaldsverkefni á Norðurlandi vestra. Skýrsla (glærur) frá Vegagerðinni.
    Sviðsstjóri kynnti glærur Vegagerðarinnar frá 24. nóvember þar sem farið var yfir helstu áform um uppbyggingu og viðhald vegakerfisins á næstu árum. Nefndin hvetur fulltrúa sveitarfélagsins til að fylgja eftir brýnum verkefnum er varðar vegakerfi Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. seaember 2020 með níu atkvæðum.

13.Veitunefnd - 72

Málsnúmer 2011033FVakta málsnúmer

Fundargerð 72. fundar veitunefndar frá 4. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 72 Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun hitaveitu fyrir árið 2021.
    Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs. Nefndin leggur til í ljósi rekstrarhalla að núverandi afslættir til stórnotenda verði endurskoðaðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar veitunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 72 Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2021.
    Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitunnar verði endurskoðuð á miðju ári 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar veitunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 72 Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun vatnsveitu fyrir árið 2021.
    Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar veitunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 72 Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2021.
    Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67.
    Veitunefnd samþykkir að vatnsgjald verði óbreytt og vísar til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar veitunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 72 Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun sjóveitu fyrir árið 2021.
    Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar veitunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 72 Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá sjóveitu fyrir árið 2021.
    Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar veitunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 72 Lögð fram áætlun um kostnað við borun vinnsluholu við Reykjarhól.
    Sviðsstjóri kynnti frumkostnaðaráætlun á borun 1000 m djúprar vinnsluholu og veitukerfi Varmahlíðarveitu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar veitunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 níu atkvæðum.

14.Reglur um húsnæðismál

Málsnúmer 1812214Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 283. fundi félags- og tómstundanefndar 23. nóvember 2020 þannig bókað. Félags-og tómstundanefnd leggur til breytingu á lið 4 og hún hljóði svo: ?Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. Leiguverð og hámarksfjárhæð taka verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020.
Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.
Nefndin samþykkir breytinguna og vísar til byggðaráðs. Byggðarráð samþykkir breytinguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

15.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur 2021

Málsnúmer 2011015Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 283. fundi félags- og tómstundanefndar dags 23. nóvember 2020 þannig bókað. Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðráðs. Byggðarráð samþykkir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir að fulltrúar Vg og óháðra, óskar bókað að þau sitji hjá.

16.Gjaldskrá byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2011057Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá byggingarfulltrúa, Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lagðar eru til breytingar á 10. 11. og 14 grein. Breytingarnar taki gildi 1. janúar 2021. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2011293Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 9 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukinna tekna fráveitu. Einnig er aukið við framkvæmdafé hafnarsjóðs vegna sjóvarna og sandfangara á Sauðárkróki. Viðaukinn er að upphæð kr 39.330.000. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Viðauki númer 9 við fjárhagsáætlun ársins 2020 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

18.Frístund - niðurfelling gjalda vegna Covid -19

Málsnúmer 2011251Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 163. fundar fræðslunefndar. "Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að samþykkt verði að fella niður gjöld í frístund í grunnskólum Skagafjarðar vegna barna sem voru heima á tímabilinu 3. nóvember til 18. nóvember s.l. vegna takmarkana af völdum Covid. Upphæðin nemur allt að 200.000 krónum í heildina."
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2012060Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 10 við fjárhagsáætlun 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukinna tekna vegna Förgu í Varmahlíð og lækkunar framkvæmdakostnaðar. Einnig er gert ráð fyrir stofnframlögum vegna bygginga átta íbúða við Laugatún 21-27 og átta íbúða á Freyjugötureit. Áætluð skuldbreyting langtímalána er allt að 418 mkr. Gerð er breyting á áætlun ársins vegna kaupa á fasteignum Varmahlíðarstjórnar og skilyrtri afhendingu Varmahlíðarstjórnar á öllum fjármunum stofnunarinnar til sveitarfélagsins. Einnig gerir viðaukinn ráð fyrir breytingu á langtímakröfum, viðskiptakröfum og -skuldum. Þessar breytingar leiða til hækkunar á handbæru fé um rúmar 63 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Viðauði 10 við fjárhagsáætlun 2020, borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

20.Gjaldskrá fyrir gatnag.gjöld, stofngj.fráveitu og fl. 2021

Málsnúmer 2012081Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2021 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar fyrir 1. janúar 2019. Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem voru byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020. Lóðir við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar eftir 1. janúar 2021 munu bera full gatnagerðargjöld. Ákvæðið vari til 31. desember 2021. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Gjaldskrá Leikskóla 04 2021

Málsnúmer 2010271Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá leikskóla sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 5 atkvæðum.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúar Byggðalista og Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þau sitji hjá.

22.Gjaldskrá Grunnskóla 04 2021

Málsnúmer 2010272Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá grunnskóla sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þau sitji hjá.

23.Gjaldskrá í Tónlistarskóla Skagafjarðar 04 2021

Málsnúmer 2010270Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2021. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Gjaldskrá heimaþjónustu 2021

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá heimaþjónustu fyrir árið 2021. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Gjaldskrá hunda- og kattahald 2021

Málsnúmer 2011259Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd lagði til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 2,5% frá og með 1. janúar 2021. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

26.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2021

Málsnúmer 2011258Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við byggðarráð að hækka gjaldskrá Skagafjarðarhafna um 2,5% fyrir árið 2021. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2021

Málsnúmer 2011253Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að hækka gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun um 10% frá og með 1. janúar. 2021 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt samþykkir byggðarráð að endurskoða gjaldskrána á árinu 2021 í kjölfar væntanlegs útboðs á sorphirðu.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

28.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2021

Málsnúmer 2011256Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd bókaði svo á 174. fundi sínum: "Lagðar er til breytingar á gjaldskrá tæmingu rotþróa sem munu taka gildi 1. janúar 2021. Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkosnað á tæmingum undanfarin ár. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

29.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa 2021

Málsnúmer 2011059Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2021. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

30.Samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 2012160Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur á milli Skagfirskra leiguíbúða hses og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlag vegna byggingar leiguíbúða við Laugatún 21-23 og 25-27, samtals 32.915.727 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

31.Gjaldskrá vatnsveita 2021

Málsnúmer 2011261Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 72. fundar veitunefndar. "Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2021. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Veitunefnd samþykkir að vatnsgjald verði óbreytt og vísar til byggðaráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum

32.Gjaldskrá 2021 - Sjóveita 65

Málsnúmer 2012030Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 72. fundar veitunefndar: "Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá sjóveitu fyrir árið 2021. Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

33.Gjaldskrá hitaveita 2021

Málsnúmer 2011260Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 72. fundar veitunefndar: "Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2021. Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitunnar verði endurskoðuð á miðju ári 2021."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

34.Heilsuræktarstyrkur 2021 reglur

Málsnúmer 2010136Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins vegna ársins 2021.
Byggðarráð samþykkir að heilsuræktarstyrkur til starfsmanna verði allt að 15.000 kr. á árinu 2021.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

35.Samningur milli Akrahrepps og Sv.fél. Skagafjarðar um framkvæmd verkefna (þjónustusamningur)

Málsnúmer 1909015Vakta málsnúmer

Visað frá 944. fundi byggðarráðs þann 10. desember til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagður fram viðauki við þjónustusamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps vegna samstarfs um rekstur Förgu, sorpmóttöku í Varmahlíð og þátttöku Akrahepps í stofnkostnaði við mannvirkið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við þjónustusamninginn.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

36.Samþykktir Norðurár bs

Málsnúmer 2011171Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Norðurár bs., dagsett 11. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir að nýjar samþykktir byggðasamlagsins verði staðfestar af sveitarstjórn að undangengnum tveimur umræðum.
Sveitarstjórn staðfesti, á fundi sínum þann 26. nóvember 2020, framlagðar samþykktir Norðurár bs. með níu atkvæðum og vísaði þeim til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

37.Laxá í landi Skíðastaða - Framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna

Málsnúmer 2011287Vakta málsnúmer

Visað frá 393.fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 2. desember 2020
Sigurjón Einarsson f.h. Landgræðslunnar, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna í Laxá í landi Skíðastaða. Um er að ræða tæplega 250m langan bakka sem þarf lagfæringar við, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggja umsagnir frá Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun.
Bjanri Jónsson tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir erindið með átta atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þá í atkvæðagreiðslu.

38.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 2007023Vakta málsnúmer

Vísað frá 944. fundi byggðarráðs þann 10. desember 2020.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2021-2024 er lögð fram til seinni umræðu.

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021 og áætlunar fyrir árin 2022-2024 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2021 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 7.378 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 6.408 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 7.201 m.kr., þ.a. A-hluti 6.382 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 431 m.kr, afskriftir nema 253 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 220 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð neikvæð, samtals með 43 m.kr. í rekstrartap.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 180 m.kr, afskriftir nema 154 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 176 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 151 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2021, 10.635 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 7.630 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 7.603 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 6.068 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.033 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 28,51%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.562 m.kr. og eiginfjárhlutfall 20,47%.
Ný lántaka er áætluð 800 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða um 479 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.338 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.221 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 103% og skuldaviðmið 82%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 150 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 386 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 251 m.kr. hjá samstæðunni í heild.



Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar hefur af einhverju leiti litast af því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu. Það eru krefjandi tímar framundan í fjármálum sveitarfélaga, og það á jafnt á við sveitarfélagið okkar sem og önnur. Okkar styrkleikar sjást þó vel í því að atvinnuástand verður almennt að teljast gott í sveitarfélaginu, og fyrirtæki hafa stigið upp og reynt hvað hægt er að halda sinni starfsemi óbreyttri. Það er mikilsvirði. Fjárhagsáætlunin hefur verið unnin í ágætri sátt, og hafa sveitarstjórnarfulltrúar úr öllum framboðum lagt sig fram um að ná samstöðu um þær leiðir sem farið verður í til að ná endum saman í rekstri sveitarsjóðs, án þess að það bitni á þjónustu við íbúa. Það er mikilvægt. Ráðgert er að fara í mikla vinnu við að deiliskipuleggja svæði í sveitarfélaginu. Það er löngu tímabært, og í raun forsenda þess að íbúum hér geti fjölgað. Í byggðakjörnum sveitarfélagsins má ekki vera skortur á lóðum, því við viljum fjölga íbúum sem víðast í sveitarfélaginu. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er meðal annars ráðgert að fara í stækkun á leikskóla á Sauðárkróki, endurnýjun á skólahúsnæði í Varmahlíð, og hönnun á íþróttahúsi í Hofsós. Það er mjög mikilvægt að þetta komist til framkvæmda á nýju ári. Hinsvegar er ástæða til að ætla að bygging á nýju menningarhúsi okkar Skagfirðinga á Sauðárkróki komi til með að íþyngja rekstri sveitarfélagsins enn frekar. Nær væri að huga að viðhaldi á núverandi samkomuhúsi á Sauðárkróki, Bifröst, en þar má til dæmis nefna aðgengismál, sem eru sveitarfélaginu ekki til sóma. Að þessu sögðu munum við fulltrúar Byggðalista sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða þar sem lausnarmiðuð hugsun og samvinna hefur staðið uppúr hvað varðar að bregðast við breyttum aðstæðum og láta verkin ganga upp. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir.

Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Eftir undangengið nokkurra ára góðæri, tóku við sérstakir tímar með viðvarandi farsótt og óvissu þegar Covid-19 lagðist yfir heimsbyggðinna snemma árs. Þessu hefur fylgt mikil röskun á högum fólks og komið illa við marga. Samdráttarskeið hefur riðið yfir landið, sem víðar um heiminn en vonir standa til að horfa muni til betri vegar með hækkandi sól á nýju ári, en viðsnúnings vart að vænta fyrr en eftir mitt árið. Margar fjölskyldur í landinu eiga um sárt að binda, ekki síst vegna atvinnumissis og tekjuskerðinga. Skagafjörður er ekki ósnortinn af neikvæðum áhrifum farsóttarinnar, en hér höfum við samt notið fjölbreyttra atvinnuvega og sterkra fyrirtækja, þrátt fyrir samdrátt í greinum eins og ferðaþjónustu. Því er hér lítið atvinnuleysi og skatttekjur sveitarfélagsins hafa nokkuð haldið sér, sem er ekki reyndin hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Sveitarfélagið Skagafjörður verður því ekki fyrir eins miklum skakkaföllum fyrir vikið. Þá fær sveitarfélagið verulegar viðbótartekjur á næsta ári með mikilli hækkun fasteignamats.
Hækkun kostnaðar vegna einstakra liða eins og vegna nýrra kjarasamninga, svo sem við kennara er hinsvegar nokkuð sem búast mátti við og þarf að taka tillit til í áætlanagerð hvers ár og réttlætir ekki sérstakar aðgerðir vegna þeirra. Góðæri áranna á undan hefur því miður ekki verið nýtt sem skyldi hjá Skagafirði til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir þyngri ár eða tímabundinn áföll. Þá hefur verið ráðist í einstakar dýrar skuldbindingar sem eiga það ekki allar sameiginlegt að vera hyggilegar og þyngja reksturinn ásamt því að offra tekjum.

Í ljósi þess að Covid-19 ástandið er tímabundið, sem og í ljósi þess að sveitarfélagið stendur ágætlega að vígi, er mikilvægt að skerða hvorki þjónustu eða hækka gjaldskrár nema af brýnni nauðsyn. Sveitarfélagið má ekki missa fótanna í að efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og því leggja VG og óháð áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Á þessum tímum er aldrei mikilvægara að hlúa vel að íbúum sveitarfélagsins og standa vörð um grunnþjónustu án skerðingar. Það getur sveitarfélagið Skagafjörður. Hins vegar má sífellt endurskoða hvaða gjaldaliðir falla ekki undir grunnþjónustu en eru sveitarfélaginu kostnaðarsamir. Þar er hægt að sýna aðhald, þar ætti að byrja.

Vel þarf að fylgja eftir áætlunum um framkvæmdir og viðhald húseigna sveitarfélagsins og sjá til þess að verkin séu unnin á þeim tíma sem áætlanir gera ráð fyrir. Í sumum tilvikum þola slík verkefni enga bið, svo sem að auka og bæta aðstöðu yngstu leikskólabarna á Sauðárkróki og hraða eins og hægt er uppbyggingu á nýjum leikskóla og íþróttahúsi á Hofsósi. Bið eftir brýnum úrbótum í húsnæðismálum leikskóla á Hofsósi ásamt betri aðstöðu til íþróttaiðkunar, hefur staðið yfir allt of lengi. Þá þarf að hraða vinnu við lausnir á leikskólamálum í Varmahlíð og endurbótum á húsnæði grunnskólans. Stefnt er að mörgum mikilvægum uppbyggingar- og viðhaldsverkefnum í sveitarfélaginu á árinu 2021 sem sveitarstjórn er í flestu sammála um. Þar höfum við lagt hvað mesta áherslu á að ráðist sé í frekari endurbætur og uppbyggingu leik, og grunnskólamannvirkja héraðsins. Fleiri framkvæmdir og viðhaldsverkefni má nefna, en viljum við líkt og áður benda sérstaklega á mikilvægi þess að spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu, svo fátt eitt sé nefnt. Aðgengismálum við húsnæði sveitarfélagsins er enn víða ábótavant og ítrekuð er hvatning til sveitarstjórnar til að sameinast nú þegar um að laga aðgengi að Menningarhúsinu Bifröst og að því húsi verði sýndur sá sómi sem hæfir og hlúð að lifandi menningarstarfi í húsinu.

Mikið og gott samstarf hefur verið í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins um krefjandi verkefni ársins, enda mikilvægt að leggjast sameiginlega á árarnar á tímum sem þessum.

Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í flestum atriðum. Nefndarfólk VG og óháðra vill koma á framfæri þökkum fyrir farsælt samstarf og þakka öðru nefndarfólki fyrir samstarfið. Við þökkum líka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2021. Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir góða vinnu og gott samstarf á árinu.Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðsluna.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar VG og óháðra


Gisli Sigurðsson tók til máls og leggur fram bókun meirihluta.

Það er óhætt að segja að árið 2020 hafi verið afar sérstakt, erfiður vetur og heimsfaraldurinn Covid-19 gengið yfir heimsbyggðina. Mikil óvissa hefur verið í efnahagsmálum á árinu 2020 og því mikil áskorun að vinna fjárhagsáætlun Sveitafélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Fjárhagsáætlun er ekki bara rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún stefna um þjónustu og framkvæmdir og leggur línurnar fyrir það öryggi sem íbúar í sveitarfélaginu búa við næsta árið. Árangur undanfarinna ára í rekstri sveitafélagsins gerir það að verkum að Sveitarfélagið Skagafjörður er vel undirbúið fyrir svona tímabundnar efnahagsþrengingar en síðast liðin 6 ár hefur sveitarfélagið skilað tæplega 900 milljónum í rekstrarafgang. Þar ber að þakka ábyrgri fjármálastjórn og aðhaldi í rekstri undanfarinna ára.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 hefur verið staðinn vörður um stoðkerfi samfélagsins með almennar gjaldskrárhækkanir um 2,5% í samræmi við lífskjarasamninga. Hækkun vísitölu neysluverðs gerir ráð fyrir eilítið meiri hækkun eða 2,7% sem þýðir að um raunlækkun gjaldskráa er að ræða á næsta ári. Gert er ráð fyrir hækkun launavísitölu upp á 5,5% en hún var 7,1% síðastliðna 12 mánuði. Álagningarprósenta fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis er jafnframt lækkuð úr 0,5% í 0,475% til að koma til móts við fasteignaeigendur í A-flokki.
Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á undanförnum misserum sem er augljós vitnisburður um að í Sveitarfélaginu Skagafirði er eftirsóknarvert að búa og að hér er rekin góð og öflug fjölskylduvæn þjónusta. Hvergi verður slakað á í því að Sveitafélagið Skagafjörður verði áfram fjölskylduvænt sveitarfélag sem er samkeppnishæft við önnur sveitarfélög nú sem endranær. Sveitarfélagið Skagafjörður verður áfram með einhver lægstu gjöld í leik- og grunnskólum landsins sem og að orkukostnaður verður áfram hvað lægstur hjá heimilum í Skagafirði.
Þrátt fyrir neikvæða útkomu í fjárhagsáætluninni upp á 43 m.kr. hjá samstæðu sveitarfélagsins þá eru mörg teikn á lofti að raun niðurstaðan gæti orðið betri og jafnvel jákvæð ef ytri aðstæður batna á ný í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni.
Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er í Skagafirði og uppgangur hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Til að mæta því þarf áframhaldandi uppbyggingu innviða. Sem dæmi um þau fjölmörgu verkefni sem áætlað er að fara í á næsta ári má nefna að lokið verður við byggingu nýs leikskóla á Hofsósi, byggt verður fyrir fleiri leikskólarými við leikskólann Ársali, framkvæmdir hefjast við áfanga 2 við Sundlaug Sauðárkróks, unnið verður að endurnýjun og uppbyggingu í Varmahlíðaskóla, hafnar verða framkvæmdir við nýja götu Nestún á Sauðárkróki, framkvæmdir verða við hafnirnar á Hofsósi og Sauðárkróki, og lokið verður við hönnun íþróttahúss á Hofsósi.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarsjóðs ekki fara yfir 150% af tekjum. Gerir fjárhagsáætlun 2021 ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði 103%, en þegar búið er að draga frá lífeyrisskuldbindingu að hluta og skuldir orku- og veitufélaga líkt og lögin gera ráð fyrir, er skuldaviðmið samstæðunnar um 82% sem er vel innan allra marka, þrátt fyrir miklar framkvæmdir í sveitarfélaginu á undanförnum árum.
Sú áætlun sem nú er lögð fram var unnin í samvinnu allra flokka, bæði í nefndum sveitarfélagsins og í byggðarráði sem er mikilvægt og ber að þakka fyrir þá vinnu. Sveitarstjórnafólk og nefndarfólk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill þakka starfsfólki sveitafélagsins sem komu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitafélagsins og stofnana þess. Einnig viljum við þakka öllum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra vinnu á árinu en hún hefur oft verið erfið, snúin og miklar áskoranir vegna heimsfaraldursins Covid-19 sem nú gengur yfir.
Fulltrúum minnihlutans, Byggðalistanum og VG og óháðum, viljum við þakka það góða samstarf sem hefur verið um þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna heimsfaraldursins. Í maí var kynnt viðspyrna sveitarfélagsins vegna Covid-19, Varnir-Vernd-Viðspyrna. Mikil og góð samstaða hefur verið um þær aðgerðir.
Sveitarstjóranum þökkum við samstarfið og hans góðu vinnu.
Við óskum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til hamingju með þá áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Stefán Vagn Stefánsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Axel Kárason

Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta, kvaddi sér hljóðs.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2021-2024, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúar Byggðalista Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir og fulltrúar Vg og óðháðra Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, óska bókað að þau sitji hjá.

39.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 16

Málsnúmer 2012005FVakta málsnúmer

Fundargerð 16. fundar stjórnar Menningarsetur Skagfirðinga frá 9.desember 2020 lögð fram til kynningar á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020

40.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nl. v 2020

Málsnúmer 2001005Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 9. og 28.október 2020 lagðar fram til kynningar á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020

41.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

891. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. nóvember og 892.fundargerð frá 11.desember 2020 lagðar fram til kynningar á 405.fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020

Fundi slitið - kl. 17:45.